Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Kjartan Kjartansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 18. mars 2025 14:53 Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, er ekki viss um að Carbfix-stöð komi inn á borð bæjarstjórnar. Bæjarstjóri hefur meðal annars vísað til áhyggna af óvissu um áhrif niðurdælingar koltvísýrings á sjávarfallatjarnir við Straumsvík sem eru við hliðina á álveri. Vísir Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir ekki víst að fyrirhuguð kolefnisförgunarstöð Carbfix verði lögð fyrir bæjarstjórn. Enn standi á svörum frá Carbfix um fjárhagslegan ávinning af verkefninu sem bærinn hafi gengið eftir. Annar sjálfstæðismaður leggst gegn verkefninu. Viðræður hafa átt sér stað á milli Carbfix og Hafnarfjarðarbæjar um móttöku- og förgunarstöð fyrir kolefni sem fyrirtækið vill reisa í Straumsvík og í útjaðri bæjarins undanfarin misseri. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins, sagði Vísi fyrir helgi að viðræðurnar væru á lokametrunum en eftir ætti að ræða um ýmis gjöld af starfseminni. Hávær andstaða hefur verið við verkefnið hjá hluta íbúa Hafnarfjarðar. Álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat á verkefninu hefur ekki dregið úr þeirri andstöðu þrátt fyrir að því hafi ekki verið talið líklegt að hætta væri á jarðskjálftavirkni eða áhrifum á vatnsból sem íbúar hafa lýst áhyggjum af. Valdimar sagði enn áhyggjur af óvissuþáttum í umhverfismatinu og að skiptar skoðanir væru um málið í bæjarstjórninni. Ákveðið var í haust að íbúakosning færi fram um kolefnisförgunarstöðina. Nú segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bænum, að hún geti ekki sagt af eða á hvort að flokkur hennar muni greiða atkvæði með verkefninu í bæjarstjórn. Málið sé ekki komið á þann stað en það styttist þó í að bæjarstjórnin taki ákvörðun, ekki síst út frá umhverfislegum og fjárhagslegum þáttum. Málið verði raunar ekki endilega lagt fyrir bæjarstjórnina. „Það er ekki víst,“ segir Rósa um hvort að viðræðunum við Carbfix verði lokið með samningi sem lagður verði fyrir bæjarstjórn. Orri Björnsson, flokksbróðir Rósu í bæjarstjórn, sagði í samfélagsmiðlafærslu í dag að hann teldi farsælast að binda enda á viðræðurnar við Carbfix sem fyrst. Vísaði hann til greinar í Morgunblaðinu eftir Björn Lomborg, danskan stjórmálafræðing sem er þekktur fyrir villandi málflutning um loftslagsbreytingar, um að aukin áhersla Evrópuríkja á varnarmál gæti kippt stoðum undan Coda Terminal-verkefninu. Orri Björnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokkins, vísar í þekktan efasemdamann um loftslagsaðgerðir, um ástæðu þess að hann telji að hafna eigi Carbfix-verkefninu í Straumsvík.Aðsend Segir standa á svörum um fjármálin Rósa segir enn beðið eftir gögnum um fjárhagslegan ávinning og ýmsa fjárhagslega þætti frá Carbfix. „Það stendur eitthvað á því að fá þau svör þannig að við erum svona að ýta á það og viljum fara að ljúka þessu máli sem fyrst með ákvörðun af eða á,“ segir Rósa sem nefnir málið sem eitt af þeim sem hún vill ljúka áður en hún segir skilið við bæjarstjórn Hafnarfjarðar á kjörtímabilinu. Samkvæmt upplýsingum Carbfix er ráðgert að halda fund um fjármál tengd verkefninu fljótlega. Coda Terminal-stöðin sem Carbfix vill reisa í Hafnarfirði á að taka á móti koltvísýringi frá iðnaði í Evrópu og binda hann í jarðlög með aðferð sem fyrirtækið þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Til þess yrði kolsýrðu vatni dælt ofan í jörðina í borholum við útjaðar Hafnarfjarðar. Carbfix fékk meðal annars um sautján milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til verkefnisins í Hafnarfirði sem er hæsti styrkur sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið. Formaður Loftslagsráðs hefur lýst Carbfix sem einu merkasta framlagi Íslands í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og staðist ítrustu kröfur í þróunarferlinu. Coda Terminal Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Kolefnisförgunarstöð sem Carbfix vill reisa í Hafnarfirði eru ekki talin líkleg til þess að hafa áhrif á vatnsból eða valda jarðskjálftavirkni sem fólk verði vart við í áliti Skipulagsstofnunar. Stofnunin segir að sérstaklega þurfi hins vegar að vakta hvort stöðin gæti haft neikvæð áhrif á einstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík. 14. febrúar 2025 12:05 Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Viðræður hafa átt sér stað á milli Carbfix og Hafnarfjarðarbæjar um móttöku- og förgunarstöð fyrir kolefni sem fyrirtækið vill reisa í Straumsvík og í útjaðri bæjarins undanfarin misseri. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins, sagði Vísi fyrir helgi að viðræðurnar væru á lokametrunum en eftir ætti að ræða um ýmis gjöld af starfseminni. Hávær andstaða hefur verið við verkefnið hjá hluta íbúa Hafnarfjarðar. Álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat á verkefninu hefur ekki dregið úr þeirri andstöðu þrátt fyrir að því hafi ekki verið talið líklegt að hætta væri á jarðskjálftavirkni eða áhrifum á vatnsból sem íbúar hafa lýst áhyggjum af. Valdimar sagði enn áhyggjur af óvissuþáttum í umhverfismatinu og að skiptar skoðanir væru um málið í bæjarstjórninni. Ákveðið var í haust að íbúakosning færi fram um kolefnisförgunarstöðina. Nú segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bænum, að hún geti ekki sagt af eða á hvort að flokkur hennar muni greiða atkvæði með verkefninu í bæjarstjórn. Málið sé ekki komið á þann stað en það styttist þó í að bæjarstjórnin taki ákvörðun, ekki síst út frá umhverfislegum og fjárhagslegum þáttum. Málið verði raunar ekki endilega lagt fyrir bæjarstjórnina. „Það er ekki víst,“ segir Rósa um hvort að viðræðunum við Carbfix verði lokið með samningi sem lagður verði fyrir bæjarstjórn. Orri Björnsson, flokksbróðir Rósu í bæjarstjórn, sagði í samfélagsmiðlafærslu í dag að hann teldi farsælast að binda enda á viðræðurnar við Carbfix sem fyrst. Vísaði hann til greinar í Morgunblaðinu eftir Björn Lomborg, danskan stjórmálafræðing sem er þekktur fyrir villandi málflutning um loftslagsbreytingar, um að aukin áhersla Evrópuríkja á varnarmál gæti kippt stoðum undan Coda Terminal-verkefninu. Orri Björnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokkins, vísar í þekktan efasemdamann um loftslagsaðgerðir, um ástæðu þess að hann telji að hafna eigi Carbfix-verkefninu í Straumsvík.Aðsend Segir standa á svörum um fjármálin Rósa segir enn beðið eftir gögnum um fjárhagslegan ávinning og ýmsa fjárhagslega þætti frá Carbfix. „Það stendur eitthvað á því að fá þau svör þannig að við erum svona að ýta á það og viljum fara að ljúka þessu máli sem fyrst með ákvörðun af eða á,“ segir Rósa sem nefnir málið sem eitt af þeim sem hún vill ljúka áður en hún segir skilið við bæjarstjórn Hafnarfjarðar á kjörtímabilinu. Samkvæmt upplýsingum Carbfix er ráðgert að halda fund um fjármál tengd verkefninu fljótlega. Coda Terminal-stöðin sem Carbfix vill reisa í Hafnarfirði á að taka á móti koltvísýringi frá iðnaði í Evrópu og binda hann í jarðlög með aðferð sem fyrirtækið þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Til þess yrði kolsýrðu vatni dælt ofan í jörðina í borholum við útjaðar Hafnarfjarðar. Carbfix fékk meðal annars um sautján milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til verkefnisins í Hafnarfirði sem er hæsti styrkur sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið. Formaður Loftslagsráðs hefur lýst Carbfix sem einu merkasta framlagi Íslands í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og staðist ítrustu kröfur í þróunarferlinu.
Coda Terminal Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Kolefnisförgunarstöð sem Carbfix vill reisa í Hafnarfirði eru ekki talin líkleg til þess að hafa áhrif á vatnsból eða valda jarðskjálftavirkni sem fólk verði vart við í áliti Skipulagsstofnunar. Stofnunin segir að sérstaklega þurfi hins vegar að vakta hvort stöðin gæti haft neikvæð áhrif á einstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík. 14. febrúar 2025 12:05 Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Kolefnisförgunarstöð sem Carbfix vill reisa í Hafnarfirði eru ekki talin líkleg til þess að hafa áhrif á vatnsból eða valda jarðskjálftavirkni sem fólk verði vart við í áliti Skipulagsstofnunar. Stofnunin segir að sérstaklega þurfi hins vegar að vakta hvort stöðin gæti haft neikvæð áhrif á einstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík. 14. febrúar 2025 12:05
Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50