Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Kjartan Kjartansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 18. mars 2025 14:53 Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, er ekki viss um að Carbfix-stöð komi inn á borð bæjarstjórnar. Bæjarstjóri hefur meðal annars vísað til áhyggna af óvissu um áhrif niðurdælingar koltvísýrings á sjávarfallatjarnir við Straumsvík sem eru við hliðina á álveri. Vísir Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir ekki víst að fyrirhuguð kolefnisförgunarstöð Carbfix verði lögð fyrir bæjarstjórn. Enn standi á svörum frá Carbfix um fjárhagslegan ávinning af verkefninu sem bærinn hafi gengið eftir. Annar sjálfstæðismaður leggst gegn verkefninu. Viðræður hafa átt sér stað á milli Carbfix og Hafnarfjarðarbæjar um móttöku- og förgunarstöð fyrir kolefni sem fyrirtækið vill reisa í Straumsvík og í útjaðri bæjarins undanfarin misseri. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins, sagði Vísi fyrir helgi að viðræðurnar væru á lokametrunum en eftir ætti að ræða um ýmis gjöld af starfseminni. Hávær andstaða hefur verið við verkefnið hjá hluta íbúa Hafnarfjarðar. Álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat á verkefninu hefur ekki dregið úr þeirri andstöðu þrátt fyrir að því hafi ekki verið talið líklegt að hætta væri á jarðskjálftavirkni eða áhrifum á vatnsból sem íbúar hafa lýst áhyggjum af. Valdimar sagði enn áhyggjur af óvissuþáttum í umhverfismatinu og að skiptar skoðanir væru um málið í bæjarstjórninni. Ákveðið var í haust að íbúakosning færi fram um kolefnisförgunarstöðina. Nú segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bænum, að hún geti ekki sagt af eða á hvort að flokkur hennar muni greiða atkvæði með verkefninu í bæjarstjórn. Málið sé ekki komið á þann stað en það styttist þó í að bæjarstjórnin taki ákvörðun, ekki síst út frá umhverfislegum og fjárhagslegum þáttum. Málið verði raunar ekki endilega lagt fyrir bæjarstjórnina. „Það er ekki víst,“ segir Rósa um hvort að viðræðunum við Carbfix verði lokið með samningi sem lagður verði fyrir bæjarstjórn. Orri Björnsson, flokksbróðir Rósu í bæjarstjórn, sagði í samfélagsmiðlafærslu í dag að hann teldi farsælast að binda enda á viðræðurnar við Carbfix sem fyrst. Vísaði hann til greinar í Morgunblaðinu eftir Björn Lomborg, danskan stjórmálafræðing sem er þekktur fyrir villandi málflutning um loftslagsbreytingar, um að aukin áhersla Evrópuríkja á varnarmál gæti kippt stoðum undan Coda Terminal-verkefninu. Orri Björnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokkins, vísar í þekktan efasemdamann um loftslagsaðgerðir, um ástæðu þess að hann telji að hafna eigi Carbfix-verkefninu í Straumsvík.Aðsend Segir standa á svörum um fjármálin Rósa segir enn beðið eftir gögnum um fjárhagslegan ávinning og ýmsa fjárhagslega þætti frá Carbfix. „Það stendur eitthvað á því að fá þau svör þannig að við erum svona að ýta á það og viljum fara að ljúka þessu máli sem fyrst með ákvörðun af eða á,“ segir Rósa sem nefnir málið sem eitt af þeim sem hún vill ljúka áður en hún segir skilið við bæjarstjórn Hafnarfjarðar á kjörtímabilinu. Samkvæmt upplýsingum Carbfix er ráðgert að halda fund um fjármál tengd verkefninu fljótlega. Coda Terminal-stöðin sem Carbfix vill reisa í Hafnarfirði á að taka á móti koltvísýringi frá iðnaði í Evrópu og binda hann í jarðlög með aðferð sem fyrirtækið þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Til þess yrði kolsýrðu vatni dælt ofan í jörðina í borholum við útjaðar Hafnarfjarðar. Carbfix fékk meðal annars um sautján milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til verkefnisins í Hafnarfirði sem er hæsti styrkur sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið. Formaður Loftslagsráðs hefur lýst Carbfix sem einu merkasta framlagi Íslands í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og staðist ítrustu kröfur í þróunarferlinu. Coda Terminal Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Kolefnisförgunarstöð sem Carbfix vill reisa í Hafnarfirði eru ekki talin líkleg til þess að hafa áhrif á vatnsból eða valda jarðskjálftavirkni sem fólk verði vart við í áliti Skipulagsstofnunar. Stofnunin segir að sérstaklega þurfi hins vegar að vakta hvort stöðin gæti haft neikvæð áhrif á einstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík. 14. febrúar 2025 12:05 Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Viðræður hafa átt sér stað á milli Carbfix og Hafnarfjarðarbæjar um móttöku- og förgunarstöð fyrir kolefni sem fyrirtækið vill reisa í Straumsvík og í útjaðri bæjarins undanfarin misseri. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins, sagði Vísi fyrir helgi að viðræðurnar væru á lokametrunum en eftir ætti að ræða um ýmis gjöld af starfseminni. Hávær andstaða hefur verið við verkefnið hjá hluta íbúa Hafnarfjarðar. Álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat á verkefninu hefur ekki dregið úr þeirri andstöðu þrátt fyrir að því hafi ekki verið talið líklegt að hætta væri á jarðskjálftavirkni eða áhrifum á vatnsból sem íbúar hafa lýst áhyggjum af. Valdimar sagði enn áhyggjur af óvissuþáttum í umhverfismatinu og að skiptar skoðanir væru um málið í bæjarstjórninni. Ákveðið var í haust að íbúakosning færi fram um kolefnisförgunarstöðina. Nú segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bænum, að hún geti ekki sagt af eða á hvort að flokkur hennar muni greiða atkvæði með verkefninu í bæjarstjórn. Málið sé ekki komið á þann stað en það styttist þó í að bæjarstjórnin taki ákvörðun, ekki síst út frá umhverfislegum og fjárhagslegum þáttum. Málið verði raunar ekki endilega lagt fyrir bæjarstjórnina. „Það er ekki víst,“ segir Rósa um hvort að viðræðunum við Carbfix verði lokið með samningi sem lagður verði fyrir bæjarstjórn. Orri Björnsson, flokksbróðir Rósu í bæjarstjórn, sagði í samfélagsmiðlafærslu í dag að hann teldi farsælast að binda enda á viðræðurnar við Carbfix sem fyrst. Vísaði hann til greinar í Morgunblaðinu eftir Björn Lomborg, danskan stjórmálafræðing sem er þekktur fyrir villandi málflutning um loftslagsbreytingar, um að aukin áhersla Evrópuríkja á varnarmál gæti kippt stoðum undan Coda Terminal-verkefninu. Orri Björnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokkins, vísar í þekktan efasemdamann um loftslagsaðgerðir, um ástæðu þess að hann telji að hafna eigi Carbfix-verkefninu í Straumsvík.Aðsend Segir standa á svörum um fjármálin Rósa segir enn beðið eftir gögnum um fjárhagslegan ávinning og ýmsa fjárhagslega þætti frá Carbfix. „Það stendur eitthvað á því að fá þau svör þannig að við erum svona að ýta á það og viljum fara að ljúka þessu máli sem fyrst með ákvörðun af eða á,“ segir Rósa sem nefnir málið sem eitt af þeim sem hún vill ljúka áður en hún segir skilið við bæjarstjórn Hafnarfjarðar á kjörtímabilinu. Samkvæmt upplýsingum Carbfix er ráðgert að halda fund um fjármál tengd verkefninu fljótlega. Coda Terminal-stöðin sem Carbfix vill reisa í Hafnarfirði á að taka á móti koltvísýringi frá iðnaði í Evrópu og binda hann í jarðlög með aðferð sem fyrirtækið þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Til þess yrði kolsýrðu vatni dælt ofan í jörðina í borholum við útjaðar Hafnarfjarðar. Carbfix fékk meðal annars um sautján milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til verkefnisins í Hafnarfirði sem er hæsti styrkur sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið. Formaður Loftslagsráðs hefur lýst Carbfix sem einu merkasta framlagi Íslands í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og staðist ítrustu kröfur í þróunarferlinu.
Coda Terminal Hafnarfjörður Loftslagsmál Umhverfismál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Kolefnisförgunarstöð sem Carbfix vill reisa í Hafnarfirði eru ekki talin líkleg til þess að hafa áhrif á vatnsból eða valda jarðskjálftavirkni sem fólk verði vart við í áliti Skipulagsstofnunar. Stofnunin segir að sérstaklega þurfi hins vegar að vakta hvort stöðin gæti haft neikvæð áhrif á einstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík. 14. febrúar 2025 12:05 Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Kolefnisförgunarstöð sem Carbfix vill reisa í Hafnarfirði eru ekki talin líkleg til þess að hafa áhrif á vatnsból eða valda jarðskjálftavirkni sem fólk verði vart við í áliti Skipulagsstofnunar. Stofnunin segir að sérstaklega þurfi hins vegar að vakta hvort stöðin gæti haft neikvæð áhrif á einstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík. 14. febrúar 2025 12:05
Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50