Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. mars 2025 20:02 Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia. Vísir/Bjarni Eftirspurn hefur rokið upp hjá íslensku fyrirtæki sem framleiðir sjálfstýrða kafbáta undanfarinn misseri, sem framkvæmdastjóri segir að meðal annars megi rekja til vendinga á alþjóðavettvangi. Tæknin nýtist í margvíslegum tilgangi, meðal annars í vísindarannsóknir, vöktun mikilvægra innviða og við sprengjuleit. Íslensk stjórnvöld greindu frá því í gær að til standi að taka í notkun kafbát til að vakta sæstrengi. Það er fyrirtæki á Íslandi, Teledyne Gavia, sem framleiðir slíka kafbáta en báturinn sem nýttur verður í verkefnið er einmitt úr framleiðslu fyrirtækisins. Báturinn var áður í eigu Háskóla Ísland þar sem hann var nýttur í vísindarannsóknir, en er nú í eigu Landhelgisgæslunnar. Hann þarf hins vegar á uppfærslu að halda áður en lagt verður af stað í verkefnið. Hávísindalegir bátar sem nýta gervigreindin „Við framleiðum ómannaða kafbáta og við erum með margar tegundir af kafbátum. Minnsti kafbáturinn okkar getur farið niður á þúsund metra dýpi og stærsti báturinn okkar getur farið niður á sex þúsund metra dýpi,“ segir Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi. Fyrirtækið fagnaði 25 ára afmæli í fyrra og hét áður Hafmynd, en er nú í eigu bandarísks stórfyrirtækis. Kafbátarnir eru búnir tækni sem er á margan hátt einstök á heimsvísu og nýtir meðal annars gervigreind. „Þeir eru bæði notaðir í vísindarannsóknir, þeir eru notaðir til að fylgjast með krítískum innviðum neðansjávar, og líka til að finna til dæmis flugslys eða sjóslys, sem hefur lent úti í sjó,“ nefnir Stefán sem dæmi. Ríki farin að átta sig á alvarleika málsins Bátur frá fyrirtækinu var meðal annars notaður við leit að flugvélinni sem fór í Þingvallavatn fyrir þremur árum. Allt frá því leit hófst að flugvél Malaysia Airlines, MH370, sem hvarf árið 2014 hefur áhugi farið vaxandi að sögn Stefáns. Ekki síður jókst áhuginn eftir sprengingar gasleiðslna á Eystrasalti haustið 2022. „Nord Stream 2, þá virkilega fóru stjórnvöld að sýna áhuga á því hvað er neðansjávar og hvað það liggur vel við höggi. Það þarf að bæta þekkinguna á því hvað er neðansjávar,“ segir Stefán. Eftirspurn hafi farið vaxandi síðan. „Hún hefur verið mjög mikið að aukast og það er mikið í gangi hjá okkur. Við erum búin að vera að bæta mikið við hjá okkur, starfsfólki og svæði, þannig við erum bara í miklum vexti eins og er.“ Nú er meðal annars unnið að endurbótum á bátnum sem mun vakta sæstrengi við Ísland. „Hann auðvitað hefur verið notaður áður, þannig að við erum að koma upp í honum nýjustu tækni þannig að hann geti unnið sitt verk sem best,“ segir Stefán. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Öryggis- og varnarmál Tækni Vísindi Nýsköpun Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Íslensk stjórnvöld greindu frá því í gær að til standi að taka í notkun kafbát til að vakta sæstrengi. Það er fyrirtæki á Íslandi, Teledyne Gavia, sem framleiðir slíka kafbáta en báturinn sem nýttur verður í verkefnið er einmitt úr framleiðslu fyrirtækisins. Báturinn var áður í eigu Háskóla Ísland þar sem hann var nýttur í vísindarannsóknir, en er nú í eigu Landhelgisgæslunnar. Hann þarf hins vegar á uppfærslu að halda áður en lagt verður af stað í verkefnið. Hávísindalegir bátar sem nýta gervigreindin „Við framleiðum ómannaða kafbáta og við erum með margar tegundir af kafbátum. Minnsti kafbáturinn okkar getur farið niður á þúsund metra dýpi og stærsti báturinn okkar getur farið niður á sex þúsund metra dýpi,“ segir Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi. Fyrirtækið fagnaði 25 ára afmæli í fyrra og hét áður Hafmynd, en er nú í eigu bandarísks stórfyrirtækis. Kafbátarnir eru búnir tækni sem er á margan hátt einstök á heimsvísu og nýtir meðal annars gervigreind. „Þeir eru bæði notaðir í vísindarannsóknir, þeir eru notaðir til að fylgjast með krítískum innviðum neðansjávar, og líka til að finna til dæmis flugslys eða sjóslys, sem hefur lent úti í sjó,“ nefnir Stefán sem dæmi. Ríki farin að átta sig á alvarleika málsins Bátur frá fyrirtækinu var meðal annars notaður við leit að flugvélinni sem fór í Þingvallavatn fyrir þremur árum. Allt frá því leit hófst að flugvél Malaysia Airlines, MH370, sem hvarf árið 2014 hefur áhugi farið vaxandi að sögn Stefáns. Ekki síður jókst áhuginn eftir sprengingar gasleiðslna á Eystrasalti haustið 2022. „Nord Stream 2, þá virkilega fóru stjórnvöld að sýna áhuga á því hvað er neðansjávar og hvað það liggur vel við höggi. Það þarf að bæta þekkinguna á því hvað er neðansjávar,“ segir Stefán. Eftirspurn hafi farið vaxandi síðan. „Hún hefur verið mjög mikið að aukast og það er mikið í gangi hjá okkur. Við erum búin að vera að bæta mikið við hjá okkur, starfsfólki og svæði, þannig við erum bara í miklum vexti eins og er.“ Nú er meðal annars unnið að endurbótum á bátnum sem mun vakta sæstrengi við Ísland. „Hann auðvitað hefur verið notaður áður, þannig að við erum að koma upp í honum nýjustu tækni þannig að hann geti unnið sitt verk sem best,“ segir Stefán.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Öryggis- og varnarmál Tækni Vísindi Nýsköpun Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira