Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 10. mars 2025 15:49 Play þurfti að aflýsa flugi til Berlínar í morgun og hefur verkfallið einnig áhrif á flugið sem átti að fljúga frá Berlin Brandburg flugvellinum og lenda hér í dag kl. 14:20. EPA Hundruðum flugferða hefur verið aflýst vegna óvæntra verkfalla flugvallarstarfsmanna á flugvöllum í Þýskalandi. Verkfallsaðgerðin hófst óvænt á sunndag á flugvellinum í Hamborg vegna launadeilna sem staðið hafa yfir en nær nú til flugvalla víða um Þýskaland og hefur áhrif á alla flugumferð. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verkfallið hafi áhrif á sjötta hundrað farþega Icelandair þar sem aflýsa þurfti ferðum til og frá München, Berlín og Frankfurt. Farþegar hafi fengið senda nýja ferðaáætlun og muni komast á áfangastað, ýmist samdægurs eða næsta dag. Play og Icelandair hafa fundið fyrir óvæntum verkföllum flugvallarstarfsmanna í dag og þurft að aflýsa flugi. Vísir/Vilhelm Flugvél Play sem átti að fara í loftið klukkan sex í morgun og lenda í Brandenburgar-flugvellinum í Berlín var aflýst. Því urðu farþegar í Berlín sem áttu að koma heim með sömu vél strandaglópar þar í borg. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, segir að verkfallið muni ekki hafa frekari áhrif á flugfélagið í bili. Um var að ræða einu flugferð Play til Þýskalands í dag og næstu ferðir ekki áætlaðar fyrr en á fimmtudag og föstudag. Óvænt verkfall hófst á flugvellinum í Hamborg á sunnudag en nær nú til flugvalla víða um Þýskaland. EPA Samkvæmt frétt BBC um málið hafa farþegar í Frankfurt, München, Berlín og um allt Þýskaland verið beðnir um að mæta ekki á flugvellina. Yfirvöld vilja með þessu koma í veg fyrir umferðarteppu til og frá flugvöllum. Þá segir einnig að stéttarfélagið Verdi standi fyrir verkfallinu sem sett var á vegna þess að samningar hafa ekki náðst þrátt fyrir ítrekaðar viðræður. Talsmaður Verdi sagði að þau gerðu sér grein fyrir áhrifunum sem þetta hefði á farþega en að aðgerðirnar væru nauðsynlegar til að ná fram samningum og kalla eftir betra launatilboði. Verdi fer fram á átta prósent launahækkun, þrjá aukafrídaga og einn til viðbótar fyrir meðlimi verkalýðsfélagsins. Þá segir einnig í fréttinni að þrátt fyrir að laun flugvallarstarfsmanna séu yfir lágmarkslaunum séu frídagar færri. Það eigi sérstaklega við um starfsmenn sem sinna öryggisgæslu. Óvænt verkföll hafa víðtæk áhrif Þá segir að BDLS sem er samningsaðili hinum megin við borðið hafi sagt að áhrif verkfallsins væru mest á fyrirtæki sem ekki eru við samningsborðið. Þau kalla eftir því að þýsk stjórnvöld banni fyrirvaralaus verkföll þar sem flugumferð sé nauðsynleg viðskiptaumhverfi Þýskalands sem ekki megi verða fyrir áhrifum af launadeilum. Þýskir fjölmiðlar segja að þúsundum flugferða verði aflýst í dag sem muni hafa áhrif á fleiri en fimm hundruð þúsund farþega. Um er að ræða svokallað „warning strike“ sem er samkvæmt frétt BBC algeng aðgerð til að beita þrýstingi þegar kemur að launaviðræðum í Þýskalandi. Um er að ræða bæði samningaviðræður starfsmanna í öryggismálum flugvalla og svo umfangsmeiri deilur sem snúa að opinberum starfmönnum. Viðræður munu halda áfram fyrir flugvallarstarfsmenn þann 26. mars. Í frétt BBC segja samningsaðilar að ekki verði hægt að mæta kröfum Verdi sem séu einfaldlega óraunhæfar vegna fjárhagsstöðu hins opinbera. Samningsaðilar vinnuveitenda flugvallarstarfsmanna hafa tekið í sama streng og því ekki komið með neitt móttilboð. Þau segja fjármagn til þess ekki fyrir hendi. Fréttir af flugi Þýskaland Icelandair Play Stéttarfélög Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Sjá meira
Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verkfallið hafi áhrif á sjötta hundrað farþega Icelandair þar sem aflýsa þurfti ferðum til og frá München, Berlín og Frankfurt. Farþegar hafi fengið senda nýja ferðaáætlun og muni komast á áfangastað, ýmist samdægurs eða næsta dag. Play og Icelandair hafa fundið fyrir óvæntum verkföllum flugvallarstarfsmanna í dag og þurft að aflýsa flugi. Vísir/Vilhelm Flugvél Play sem átti að fara í loftið klukkan sex í morgun og lenda í Brandenburgar-flugvellinum í Berlín var aflýst. Því urðu farþegar í Berlín sem áttu að koma heim með sömu vél strandaglópar þar í borg. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, segir að verkfallið muni ekki hafa frekari áhrif á flugfélagið í bili. Um var að ræða einu flugferð Play til Þýskalands í dag og næstu ferðir ekki áætlaðar fyrr en á fimmtudag og föstudag. Óvænt verkfall hófst á flugvellinum í Hamborg á sunnudag en nær nú til flugvalla víða um Þýskaland. EPA Samkvæmt frétt BBC um málið hafa farþegar í Frankfurt, München, Berlín og um allt Þýskaland verið beðnir um að mæta ekki á flugvellina. Yfirvöld vilja með þessu koma í veg fyrir umferðarteppu til og frá flugvöllum. Þá segir einnig að stéttarfélagið Verdi standi fyrir verkfallinu sem sett var á vegna þess að samningar hafa ekki náðst þrátt fyrir ítrekaðar viðræður. Talsmaður Verdi sagði að þau gerðu sér grein fyrir áhrifunum sem þetta hefði á farþega en að aðgerðirnar væru nauðsynlegar til að ná fram samningum og kalla eftir betra launatilboði. Verdi fer fram á átta prósent launahækkun, þrjá aukafrídaga og einn til viðbótar fyrir meðlimi verkalýðsfélagsins. Þá segir einnig í fréttinni að þrátt fyrir að laun flugvallarstarfsmanna séu yfir lágmarkslaunum séu frídagar færri. Það eigi sérstaklega við um starfsmenn sem sinna öryggisgæslu. Óvænt verkföll hafa víðtæk áhrif Þá segir að BDLS sem er samningsaðili hinum megin við borðið hafi sagt að áhrif verkfallsins væru mest á fyrirtæki sem ekki eru við samningsborðið. Þau kalla eftir því að þýsk stjórnvöld banni fyrirvaralaus verkföll þar sem flugumferð sé nauðsynleg viðskiptaumhverfi Þýskalands sem ekki megi verða fyrir áhrifum af launadeilum. Þýskir fjölmiðlar segja að þúsundum flugferða verði aflýst í dag sem muni hafa áhrif á fleiri en fimm hundruð þúsund farþega. Um er að ræða svokallað „warning strike“ sem er samkvæmt frétt BBC algeng aðgerð til að beita þrýstingi þegar kemur að launaviðræðum í Þýskalandi. Um er að ræða bæði samningaviðræður starfsmanna í öryggismálum flugvalla og svo umfangsmeiri deilur sem snúa að opinberum starfmönnum. Viðræður munu halda áfram fyrir flugvallarstarfsmenn þann 26. mars. Í frétt BBC segja samningsaðilar að ekki verði hægt að mæta kröfum Verdi sem séu einfaldlega óraunhæfar vegna fjárhagsstöðu hins opinbera. Samningsaðilar vinnuveitenda flugvallarstarfsmanna hafa tekið í sama streng og því ekki komið með neitt móttilboð. Þau segja fjármagn til þess ekki fyrir hendi.
Fréttir af flugi Þýskaland Icelandair Play Stéttarfélög Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Sjá meira