Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Lovísa Arnardóttir skrifar 10. mars 2025 08:00 Flora Mikula og Óli Hall á hátíðinni í fyrra. Aðsend Óli Hall, framkvæmdastjóri Food and fun, segir það ánægjulegt að svo margar konur taki þátt í ár. Gagnrýni á hátíðina í fyrra hafi opnað umræðuna. Hann er spenntur að reyna að borða hjá öllum gestakokkunum en fólk þurfi að hafa hraðar hendur ætli það að fá borð. Hátíðin hefst á miðvikudag. „Þessar athugasemdir í fyrra opnuðu á umræðuna. Þetta var auðvitað mjög óheppilegt en var aldrei meiningin. Við erum veitingastöðum innan handar með að velja kokka en margir veitingamenn eru komnir með mjög góð tengsl við veitingamenn úti í heimi,“ segir Óli um viðtal sem birtist í fyrra þar sem tvær veitingakonur gagnrýndu það harðlega að enginn gestakokkanna væri karlkyns. Þær taka báðar þátt í hátíðinni í ár. Óli segir það óheppilegt að það hafi endað þannig í fyrra að allir gestakokkarnir sem Food & fun valdi og sem veitingamennirnir völdu sjálfir voru karlmenn. „Þær konur sem höfðu sýnt áhuga duttu seint út. Þetta var í fyrsta sinn sem þetta gerðist, að það voru engar konur.“ Óli segir veitingamenn alla hafa verið meðvitaða um þessa stöðu í ár, sem og forsvarsfólk Food & fun. „Þegar ég sendi út fyrsta póstinn til veitingastaða um að hafa augun opin fyrir veitingamönnum sem þau myndu vilja fá á Food & fun tók ég fram að hafa fjölbreytileika í huga. Það virðist hafa skilað sér. Það eru fleiri konur í ár en fyrra.“ Það má búast við góðum mat og góðri stemningu á hátíðinni í ár.Food & fun Ekki til að fylla upp í kvóta Hann segir þó ekki mega líta á það þannig að konurnar séu þarna til að fylla upp í kvóta. „Þetta eru tveggja Michelin-stjörnu kokkur frá Noregi, Michelin-stjörnu kokkur frá Mexíkó og þjálfari finnska kokkalandsliðsins sem fékk gull á Ólympíuleikunum. Þetta eru virkilega flottir kokkar.“ Lateisha Wilson sem komi frá Miami sé yfir Edition-hótelinu þar. „Það er eitt flottasta bougie-hótel í heimi.“ Fimm kvenkokkar eru á hátíðinni í ár. Frá vinstri eru á myndinni Sonja Kristensen, Ana Dolores Gonzáles, Colibrí Jimenez, Katja Tuomainen og Lateisha Wilson. Food & fun Jimenes sem kemur fyrir Skreið er mjög stórt nafn þar í landi og flottur kokkur. Það verður spennandi að sjá hvað þessar konur koma með. Þær eru hérna algjörlega á þeim forsendum að þær eru frábærir matreiðslumenn, kokkar og karakterar.“ Auk kvennanna sem komi sé á lista gestakokka að finna bæði ný og gömul nöfn. „Það er eins á Food & fun og tónlistarhátíðum að það eru alltaf ný nöfn en svo eru alltaf einhverjir sem hafa komið nokkrum sinnum og eru góðvinir hátíðarinnar.“ Ný nöfn í bland við gömul Sem dæmi komi Athanasios Tommy Kargatzidis aftur á Sumac en hann kom á hátíðina á fyrsta ári veitingastaðarins. Hann rekur að sögn Óla veitingastað sem hefur verið valinn besti veitingastaður MENA-landanna, Miðausturlanda og Norður-Afríku. Hann er að opna núna í Portúgal veitingastað. Óli segist einnig spenntur að borða hjá Ben Steigers á Fiskmarkaðnum. „Ég og pabbi borðuðum hjá honum í Boston á Pabu fyrir fjórum eða fimm árum og ég hef sagt við mjög marga að það hafi verið besta sushi-upplifun sem ég hef upplifað á ævinni,“ segir Óli. Til að borða hjá kokkunum bókar fólk borð á þeim veitingastað sem kokkurinn er gestakokkur á. Óli segir best fyrir fólk að drífa sig í því. Það séu margir veitingastaðir að fyllast. „Það var erfitt fyrir mig sjálfan að bóka borð. Það er betra að hafa hraðar hendur.“ „Þessi kokkur er þá að elda og matseðillinn hans í gangi, frá 12. til 16. mars.“ Best að bóka borðið strax Gerirðu ráð fyrir að borða hjá öllum? „Það eru alltaf háleit markmið um það. Ég kem til Íslands frá Svíþjóð 10. mars og svo snýst þetta eiginlega bara um hversu mikið maður getur komið barninu í pössun og hversu mikið maður getur farið út að borða. Ég á bókað borð hjá Ben á föstudaginn og er spenntur fyrir Soniu á Mat og drykk. Svo er einn af mínum uppáhalds Lenny M hjá Jóni á Parliament-hótelinu sem er að taka þátt í fyrsta sinn. Hann er lærlingur Michael Ginor sem var einn af bestu vinum hátíðarinnar, var þátttakandi og dómari og var stórt nafn í New York. Hann féll frá óvænt fyrir aldur fram og Lenny kemur til að heiðra hans minningu. Hann er frábær kokkur og ég get ekki beðið eftir að borða hjá honum.“ Food and Fun Veitingastaðir Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
„Þessar athugasemdir í fyrra opnuðu á umræðuna. Þetta var auðvitað mjög óheppilegt en var aldrei meiningin. Við erum veitingastöðum innan handar með að velja kokka en margir veitingamenn eru komnir með mjög góð tengsl við veitingamenn úti í heimi,“ segir Óli um viðtal sem birtist í fyrra þar sem tvær veitingakonur gagnrýndu það harðlega að enginn gestakokkanna væri karlkyns. Þær taka báðar þátt í hátíðinni í ár. Óli segir það óheppilegt að það hafi endað þannig í fyrra að allir gestakokkarnir sem Food & fun valdi og sem veitingamennirnir völdu sjálfir voru karlmenn. „Þær konur sem höfðu sýnt áhuga duttu seint út. Þetta var í fyrsta sinn sem þetta gerðist, að það voru engar konur.“ Óli segir veitingamenn alla hafa verið meðvitaða um þessa stöðu í ár, sem og forsvarsfólk Food & fun. „Þegar ég sendi út fyrsta póstinn til veitingastaða um að hafa augun opin fyrir veitingamönnum sem þau myndu vilja fá á Food & fun tók ég fram að hafa fjölbreytileika í huga. Það virðist hafa skilað sér. Það eru fleiri konur í ár en fyrra.“ Það má búast við góðum mat og góðri stemningu á hátíðinni í ár.Food & fun Ekki til að fylla upp í kvóta Hann segir þó ekki mega líta á það þannig að konurnar séu þarna til að fylla upp í kvóta. „Þetta eru tveggja Michelin-stjörnu kokkur frá Noregi, Michelin-stjörnu kokkur frá Mexíkó og þjálfari finnska kokkalandsliðsins sem fékk gull á Ólympíuleikunum. Þetta eru virkilega flottir kokkar.“ Lateisha Wilson sem komi frá Miami sé yfir Edition-hótelinu þar. „Það er eitt flottasta bougie-hótel í heimi.“ Fimm kvenkokkar eru á hátíðinni í ár. Frá vinstri eru á myndinni Sonja Kristensen, Ana Dolores Gonzáles, Colibrí Jimenez, Katja Tuomainen og Lateisha Wilson. Food & fun Jimenes sem kemur fyrir Skreið er mjög stórt nafn þar í landi og flottur kokkur. Það verður spennandi að sjá hvað þessar konur koma með. Þær eru hérna algjörlega á þeim forsendum að þær eru frábærir matreiðslumenn, kokkar og karakterar.“ Auk kvennanna sem komi sé á lista gestakokka að finna bæði ný og gömul nöfn. „Það er eins á Food & fun og tónlistarhátíðum að það eru alltaf ný nöfn en svo eru alltaf einhverjir sem hafa komið nokkrum sinnum og eru góðvinir hátíðarinnar.“ Ný nöfn í bland við gömul Sem dæmi komi Athanasios Tommy Kargatzidis aftur á Sumac en hann kom á hátíðina á fyrsta ári veitingastaðarins. Hann rekur að sögn Óla veitingastað sem hefur verið valinn besti veitingastaður MENA-landanna, Miðausturlanda og Norður-Afríku. Hann er að opna núna í Portúgal veitingastað. Óli segist einnig spenntur að borða hjá Ben Steigers á Fiskmarkaðnum. „Ég og pabbi borðuðum hjá honum í Boston á Pabu fyrir fjórum eða fimm árum og ég hef sagt við mjög marga að það hafi verið besta sushi-upplifun sem ég hef upplifað á ævinni,“ segir Óli. Til að borða hjá kokkunum bókar fólk borð á þeim veitingastað sem kokkurinn er gestakokkur á. Óli segir best fyrir fólk að drífa sig í því. Það séu margir veitingastaðir að fyllast. „Það var erfitt fyrir mig sjálfan að bóka borð. Það er betra að hafa hraðar hendur.“ „Þessi kokkur er þá að elda og matseðillinn hans í gangi, frá 12. til 16. mars.“ Best að bóka borðið strax Gerirðu ráð fyrir að borða hjá öllum? „Það eru alltaf háleit markmið um það. Ég kem til Íslands frá Svíþjóð 10. mars og svo snýst þetta eiginlega bara um hversu mikið maður getur komið barninu í pössun og hversu mikið maður getur farið út að borða. Ég á bókað borð hjá Ben á föstudaginn og er spenntur fyrir Soniu á Mat og drykk. Svo er einn af mínum uppáhalds Lenny M hjá Jóni á Parliament-hótelinu sem er að taka þátt í fyrsta sinn. Hann er lærlingur Michael Ginor sem var einn af bestu vinum hátíðarinnar, var þátttakandi og dómari og var stórt nafn í New York. Hann féll frá óvænt fyrir aldur fram og Lenny kemur til að heiðra hans minningu. Hann er frábær kokkur og ég get ekki beðið eftir að borða hjá honum.“
Food and Fun Veitingastaðir Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira