Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Aron Guðmundsson skrifar 7. mars 2025 08:02 Elín Klara fagnar bikarmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum á dögunum eftir sigur gegn Fram í úrslitaleiknum. Vísir/Hulda Margrét Besti leikmaður Olís deildar kvenna undanfarin ár, Elín Klara Þorkelsdóttir, hefur skrifað undir þriggja ára samning við meistaralið í Svíþjóð. Til mikils er ætlast af henni þar en verki Elínar hjá Haukum er þó ekki lokið. Síðustu dagar hafi verið draumkenndir hjá Elínu Klöru. Hún varð bikarmeistari með Haukum á dögunum og í gær var greint frá því að hún muni ganga til liðs við sænsku meistarana í IK Sävehof eftir yfirstandandi tímabil sem eru á góðri leið með að verja titil sinn úti. Það var aldrei spurning um hvort Elín Klara myndi fara í atvinnumennsku, heldur hvenær. Svíarnir hafa lengi haft augun á þessum hæfileikaríka leikmanni. „Þeir heyra í mér í ágúst/september í fyrra, höfðu mikinn áhuga og vildu fá mig út á næsta tímabili. Mér fannst þetta vera mjög spennandi tækifæri. Þarna er á ferðinni frábært félag, mjög sigursælt lið sem vill alltaf vera í toppbaráttu. Ég hafði mikinn áhuga á því, hef hugsað þetta lengi og tek þessa ákvörðun í janúar.“ Hvað þarf maður að hugsa um í svona stöðu? „Það er margt. Eins og þetta er hjá IK Sävehof þá er umgjörðin frábær bæði innan sem utan vallar. Þetta er lið með metnað sem vill alltaf vera í toppbaráttu sem er ótrúlega mikilvægt þá er stefnan sett á að vera með lið í Evrópudeildinni á næsta tímabili sem er frábært upp á alþjóða reynslu að gera. Margir þættir spila inn í. Svo er þetta náttúrulega í Svíþjóð, ekkert svo langt frá Íslandi sem er gott því það er náttúrulega krefjandi að fara út og búa ein í nýju landi og læra nýtt tungumál. Mér fannst þetta mjög fínn kostur.Það voru alveg nokkur önnur lið sem komu til greina en þetta varð fyrir valinu. Mér leist bara ótrúlega vel á félagið. Þeir vilja náttúrulega bara fá mig inn á miðjuna. Að ég sé miðjumaður númer eitt en auðvitað er samkeppni í þessu og maður þarf alltaf að vinna fyrir sínu. Þannig er þessi bolti og maður veit það alveg. Maður er ekki fastur með einhverja stöðu. Það verður gott að fara aðeins út fyrir sinn þægindaramma.“ Elín Klara í leik með Haukumvísir / hulda margrét Kemur tími á allt Elín hefur verið besti leikmaður Olís deildarinnar undanfarin tvö tímabil, gegnt burðarhlutverki í íslenska landsliðinu og oft verið orðuð við atvinnumennskuna. Er þetta bara rétti tímapunkturinn til að taka skrefið út í atvinnumennskuna? „Já ég myndi segja það. Ég hef hugsað þetta fyrr en mér fannst þetta vera besta tímasetningin og kannski bara hjá mér handboltalega séð er kominn tími til að taka næsta skref fram á við. Það hefur verið frábært að spila hérna heima. Ég hef bætt mig mikið og verið með frábæra þjálfara. Sävehof vill spila hraðan bolta og ég held það henti mér mjög vel. Ég vil spila hraðan bolta, finnst það gaman. Leikstíllinn mun því henta mér mjög vel. Það verður ótrúlega að kveðja en það kemur tími á allt.“ Elín Klara hefur einnig gert sig gildandi með A-landsliði Íslands og er fastamaður í því liði Vísir/Anton Brink Þetta er ekki búið Hún mun kveðja Hauka með titli, það var ljóst eftir sigur í bikarúrslitum síðustu helgar gegn Fram en Haukakonur vilja meira og ætla að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. „Það hefur alltaf verið draumurinn að ná titli í meistaraflokki, loksins náðum við því. Ég er bara ótrúlega stolt af liðinu. Þessi helgi var frábær en þetta er ekki búið. Það er nægur tími eftir, það er það sem er jákvætt við þetta. Fullt af leikjum eftir með Haukunum, geggjaður tími framundan í úrslitakeppninni. Við höldum bara áfram. Þetta hefur verið frábært tímabil, það verður erfitt að ná inn fleiri titlum en auðvitað ætlum við okkur það. Við erum ekkert hættar. Fram og Valur eru með frábær lið líka. Þetta verður erfitt en við höfum fulla trú á okkur. Þetta er alveg hægt en verður virkilega krefjandi.“ Erfitt sé að hugsa út í komandi tíma í Svíþjóð þegar enn er óklárað verk með Haukum. „Ég er enn svo mikið niðri á jörðinni. Er enn á Íslandi að spila með Haukum og er ekki komin svo langt. Klárum bara þetta tímabil með stæl og svo tekur það næsta við. Þetta verða miklar breytingar. Ég hef verið hér á Ásvöllum síðan að ég man eftir mér. Inn í ákveðnum þægindaramma, allt frekar þægilegt. Þetta verður skref út fyrir þann ramma og mjög krefjandi. Nýtt tungumál og margt sem spilar inn í eins og handbolti á hærra stigi. Ég er bara spennt fyrir komandi tímum.“ Olís-deild kvenna Haukar Handbolti Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Síðustu dagar hafi verið draumkenndir hjá Elínu Klöru. Hún varð bikarmeistari með Haukum á dögunum og í gær var greint frá því að hún muni ganga til liðs við sænsku meistarana í IK Sävehof eftir yfirstandandi tímabil sem eru á góðri leið með að verja titil sinn úti. Það var aldrei spurning um hvort Elín Klara myndi fara í atvinnumennsku, heldur hvenær. Svíarnir hafa lengi haft augun á þessum hæfileikaríka leikmanni. „Þeir heyra í mér í ágúst/september í fyrra, höfðu mikinn áhuga og vildu fá mig út á næsta tímabili. Mér fannst þetta vera mjög spennandi tækifæri. Þarna er á ferðinni frábært félag, mjög sigursælt lið sem vill alltaf vera í toppbaráttu. Ég hafði mikinn áhuga á því, hef hugsað þetta lengi og tek þessa ákvörðun í janúar.“ Hvað þarf maður að hugsa um í svona stöðu? „Það er margt. Eins og þetta er hjá IK Sävehof þá er umgjörðin frábær bæði innan sem utan vallar. Þetta er lið með metnað sem vill alltaf vera í toppbaráttu sem er ótrúlega mikilvægt þá er stefnan sett á að vera með lið í Evrópudeildinni á næsta tímabili sem er frábært upp á alþjóða reynslu að gera. Margir þættir spila inn í. Svo er þetta náttúrulega í Svíþjóð, ekkert svo langt frá Íslandi sem er gott því það er náttúrulega krefjandi að fara út og búa ein í nýju landi og læra nýtt tungumál. Mér fannst þetta mjög fínn kostur.Það voru alveg nokkur önnur lið sem komu til greina en þetta varð fyrir valinu. Mér leist bara ótrúlega vel á félagið. Þeir vilja náttúrulega bara fá mig inn á miðjuna. Að ég sé miðjumaður númer eitt en auðvitað er samkeppni í þessu og maður þarf alltaf að vinna fyrir sínu. Þannig er þessi bolti og maður veit það alveg. Maður er ekki fastur með einhverja stöðu. Það verður gott að fara aðeins út fyrir sinn þægindaramma.“ Elín Klara í leik með Haukumvísir / hulda margrét Kemur tími á allt Elín hefur verið besti leikmaður Olís deildarinnar undanfarin tvö tímabil, gegnt burðarhlutverki í íslenska landsliðinu og oft verið orðuð við atvinnumennskuna. Er þetta bara rétti tímapunkturinn til að taka skrefið út í atvinnumennskuna? „Já ég myndi segja það. Ég hef hugsað þetta fyrr en mér fannst þetta vera besta tímasetningin og kannski bara hjá mér handboltalega séð er kominn tími til að taka næsta skref fram á við. Það hefur verið frábært að spila hérna heima. Ég hef bætt mig mikið og verið með frábæra þjálfara. Sävehof vill spila hraðan bolta og ég held það henti mér mjög vel. Ég vil spila hraðan bolta, finnst það gaman. Leikstíllinn mun því henta mér mjög vel. Það verður ótrúlega að kveðja en það kemur tími á allt.“ Elín Klara hefur einnig gert sig gildandi með A-landsliði Íslands og er fastamaður í því liði Vísir/Anton Brink Þetta er ekki búið Hún mun kveðja Hauka með titli, það var ljóst eftir sigur í bikarúrslitum síðustu helgar gegn Fram en Haukakonur vilja meira og ætla að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. „Það hefur alltaf verið draumurinn að ná titli í meistaraflokki, loksins náðum við því. Ég er bara ótrúlega stolt af liðinu. Þessi helgi var frábær en þetta er ekki búið. Það er nægur tími eftir, það er það sem er jákvætt við þetta. Fullt af leikjum eftir með Haukunum, geggjaður tími framundan í úrslitakeppninni. Við höldum bara áfram. Þetta hefur verið frábært tímabil, það verður erfitt að ná inn fleiri titlum en auðvitað ætlum við okkur það. Við erum ekkert hættar. Fram og Valur eru með frábær lið líka. Þetta verður erfitt en við höfum fulla trú á okkur. Þetta er alveg hægt en verður virkilega krefjandi.“ Erfitt sé að hugsa út í komandi tíma í Svíþjóð þegar enn er óklárað verk með Haukum. „Ég er enn svo mikið niðri á jörðinni. Er enn á Íslandi að spila með Haukum og er ekki komin svo langt. Klárum bara þetta tímabil með stæl og svo tekur það næsta við. Þetta verða miklar breytingar. Ég hef verið hér á Ásvöllum síðan að ég man eftir mér. Inn í ákveðnum þægindaramma, allt frekar þægilegt. Þetta verður skref út fyrir þann ramma og mjög krefjandi. Nýtt tungumál og margt sem spilar inn í eins og handbolti á hærra stigi. Ég er bara spennt fyrir komandi tímum.“
Olís-deild kvenna Haukar Handbolti Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira