Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2025 07:30 Á slaginu 10 í dag hefjast kosningar til formanns VR. Ég tók við embættinu fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar forveri minn leitaði á ný mið en ég var þá varaformaður félagins. Þessir mánuðir hafa verið ævintýri líkastir. Ég hef farið víða um félagssvæði VR, sem spannar ágætis hluta af landinu, átt samtöl við á annað þúsund VR-inga og heimsótt yfir hundrað vinnustaði. Á þessu flandri hef ég hitt fyrir VR-inga sem starfa á skrifstofu, í verslun og á vöruhótelum (þar sem má m.a. fræðast um miklar tæknibreytingar sem hafa orðið í plöstun bretta frá því að ég vann á lager fyrir dálítið löngu síðan). Ég hef hitt VR-inga á ólíkum aldri, úr mismunandi tekjuhópum og af fjölmörgum þjóðernum. Ég er farin að sjá félagssvæðið í nýju ljósi, vitandi hversu víða VR-félagar eru að störfum. Byggingar sem áður voru nánast ósýnilegar blasa nú við sem líflegir vinnustaðir. Formaður alls félagsfólks Samtölin og heimsóknirnar hafa verið ótrúlega lærdómsrík. Ég hef öðlast innsýn inn í ólíkt starfsumhverfi, kjör og aðstæður félagsfólks, en einnig fengið tækifæri til að kynna sjálfa mig og sýna í verki að hver einasti VR-félagi skiptir mig máli. Ég er og mun vera formaður alls félagsfólks. Forysta VR stendur frammi fyrir mikilvægum verkefnum á næstu misserum. Við þurfum að fylgja eftir þeim kjarasamningum sem voru undirritaðir fyrir tæpu ári síðan og tryggja að þær hækkanir sem þar var samið um hverfi ekki jafnóðum í aukin gjöld og hækkað vöruverð, að ógleymdri hinni botnlausu hít sem húsnæðiskostnaður er fyrir flest vinnandi fólk. Stjórnvöld eiga að standa við sín fyrirheit, þar á meðal um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, og fyrirtækin eiga ekki að komast upp með að auka gróða sinn á tíma þar sem almenningur allur greiðir verðbólguna dýru verði. Enn fremur þarf að koma í veg fyrir að byrðum af sveiflukenndu efnahagslífi sé sífellt varpað á herðar launafólks. Samhent og skipulögð Hljóti ég umboð til áframhaldandi setu sem formaður mun undirbúningur næstu kjaraviðræðna hefjast í apríl eða strax eftir aðalfund félagsins. Okkur ber að mæta samhent og vel skipulögð til leiks og við eigum að geta komið í veg fyrir að við lendum uppi við vegg í kjaraviðræðum. Til þess þarf bæði samningavilja og seiglu, reynslu og vinnugleði. VR-ingar eru fyrst og fremst að kjósa manneskju sem þeir treysta til að vera vakin og sofin yfir kjörum og réttindum félagsfólks. Einstakling sem ber virðingu fyrir arfleifð félagsins, starfsemi þess og þjónustu og vill halda áfram að byggja félagið upp í samvinnu við stjórn, trúnaðarráð, trúnaðarmenn, félagsfólk og starfsfólk. Á þeim stutta tíma sem ég hef gegnt formennsku hef ég lagt mig fram um að sýna VR-ingum hvað í mér býr. Ég óska eftir umboði til að halda áfram að nýta mína krafta í þágu VR – enda er ég bara rétt að byrja! Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum í félaginu sem standa yfir á vr.is 6. til 13. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á slaginu 10 í dag hefjast kosningar til formanns VR. Ég tók við embættinu fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar forveri minn leitaði á ný mið en ég var þá varaformaður félagins. Þessir mánuðir hafa verið ævintýri líkastir. Ég hef farið víða um félagssvæði VR, sem spannar ágætis hluta af landinu, átt samtöl við á annað þúsund VR-inga og heimsótt yfir hundrað vinnustaði. Á þessu flandri hef ég hitt fyrir VR-inga sem starfa á skrifstofu, í verslun og á vöruhótelum (þar sem má m.a. fræðast um miklar tæknibreytingar sem hafa orðið í plöstun bretta frá því að ég vann á lager fyrir dálítið löngu síðan). Ég hef hitt VR-inga á ólíkum aldri, úr mismunandi tekjuhópum og af fjölmörgum þjóðernum. Ég er farin að sjá félagssvæðið í nýju ljósi, vitandi hversu víða VR-félagar eru að störfum. Byggingar sem áður voru nánast ósýnilegar blasa nú við sem líflegir vinnustaðir. Formaður alls félagsfólks Samtölin og heimsóknirnar hafa verið ótrúlega lærdómsrík. Ég hef öðlast innsýn inn í ólíkt starfsumhverfi, kjör og aðstæður félagsfólks, en einnig fengið tækifæri til að kynna sjálfa mig og sýna í verki að hver einasti VR-félagi skiptir mig máli. Ég er og mun vera formaður alls félagsfólks. Forysta VR stendur frammi fyrir mikilvægum verkefnum á næstu misserum. Við þurfum að fylgja eftir þeim kjarasamningum sem voru undirritaðir fyrir tæpu ári síðan og tryggja að þær hækkanir sem þar var samið um hverfi ekki jafnóðum í aukin gjöld og hækkað vöruverð, að ógleymdri hinni botnlausu hít sem húsnæðiskostnaður er fyrir flest vinnandi fólk. Stjórnvöld eiga að standa við sín fyrirheit, þar á meðal um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, og fyrirtækin eiga ekki að komast upp með að auka gróða sinn á tíma þar sem almenningur allur greiðir verðbólguna dýru verði. Enn fremur þarf að koma í veg fyrir að byrðum af sveiflukenndu efnahagslífi sé sífellt varpað á herðar launafólks. Samhent og skipulögð Hljóti ég umboð til áframhaldandi setu sem formaður mun undirbúningur næstu kjaraviðræðna hefjast í apríl eða strax eftir aðalfund félagsins. Okkur ber að mæta samhent og vel skipulögð til leiks og við eigum að geta komið í veg fyrir að við lendum uppi við vegg í kjaraviðræðum. Til þess þarf bæði samningavilja og seiglu, reynslu og vinnugleði. VR-ingar eru fyrst og fremst að kjósa manneskju sem þeir treysta til að vera vakin og sofin yfir kjörum og réttindum félagsfólks. Einstakling sem ber virðingu fyrir arfleifð félagsins, starfsemi þess og þjónustu og vill halda áfram að byggja félagið upp í samvinnu við stjórn, trúnaðarráð, trúnaðarmenn, félagsfólk og starfsfólk. Á þeim stutta tíma sem ég hef gegnt formennsku hef ég lagt mig fram um að sýna VR-ingum hvað í mér býr. Ég óska eftir umboði til að halda áfram að nýta mína krafta í þágu VR – enda er ég bara rétt að byrja! Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum í félaginu sem standa yfir á vr.is 6. til 13. mars.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun