Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2025 07:30 Á slaginu 10 í dag hefjast kosningar til formanns VR. Ég tók við embættinu fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar forveri minn leitaði á ný mið en ég var þá varaformaður félagins. Þessir mánuðir hafa verið ævintýri líkastir. Ég hef farið víða um félagssvæði VR, sem spannar ágætis hluta af landinu, átt samtöl við á annað þúsund VR-inga og heimsótt yfir hundrað vinnustaði. Á þessu flandri hef ég hitt fyrir VR-inga sem starfa á skrifstofu, í verslun og á vöruhótelum (þar sem má m.a. fræðast um miklar tæknibreytingar sem hafa orðið í plöstun bretta frá því að ég vann á lager fyrir dálítið löngu síðan). Ég hef hitt VR-inga á ólíkum aldri, úr mismunandi tekjuhópum og af fjölmörgum þjóðernum. Ég er farin að sjá félagssvæðið í nýju ljósi, vitandi hversu víða VR-félagar eru að störfum. Byggingar sem áður voru nánast ósýnilegar blasa nú við sem líflegir vinnustaðir. Formaður alls félagsfólks Samtölin og heimsóknirnar hafa verið ótrúlega lærdómsrík. Ég hef öðlast innsýn inn í ólíkt starfsumhverfi, kjör og aðstæður félagsfólks, en einnig fengið tækifæri til að kynna sjálfa mig og sýna í verki að hver einasti VR-félagi skiptir mig máli. Ég er og mun vera formaður alls félagsfólks. Forysta VR stendur frammi fyrir mikilvægum verkefnum á næstu misserum. Við þurfum að fylgja eftir þeim kjarasamningum sem voru undirritaðir fyrir tæpu ári síðan og tryggja að þær hækkanir sem þar var samið um hverfi ekki jafnóðum í aukin gjöld og hækkað vöruverð, að ógleymdri hinni botnlausu hít sem húsnæðiskostnaður er fyrir flest vinnandi fólk. Stjórnvöld eiga að standa við sín fyrirheit, þar á meðal um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, og fyrirtækin eiga ekki að komast upp með að auka gróða sinn á tíma þar sem almenningur allur greiðir verðbólguna dýru verði. Enn fremur þarf að koma í veg fyrir að byrðum af sveiflukenndu efnahagslífi sé sífellt varpað á herðar launafólks. Samhent og skipulögð Hljóti ég umboð til áframhaldandi setu sem formaður mun undirbúningur næstu kjaraviðræðna hefjast í apríl eða strax eftir aðalfund félagsins. Okkur ber að mæta samhent og vel skipulögð til leiks og við eigum að geta komið í veg fyrir að við lendum uppi við vegg í kjaraviðræðum. Til þess þarf bæði samningavilja og seiglu, reynslu og vinnugleði. VR-ingar eru fyrst og fremst að kjósa manneskju sem þeir treysta til að vera vakin og sofin yfir kjörum og réttindum félagsfólks. Einstakling sem ber virðingu fyrir arfleifð félagsins, starfsemi þess og þjónustu og vill halda áfram að byggja félagið upp í samvinnu við stjórn, trúnaðarráð, trúnaðarmenn, félagsfólk og starfsfólk. Á þeim stutta tíma sem ég hef gegnt formennsku hef ég lagt mig fram um að sýna VR-ingum hvað í mér býr. Ég óska eftir umboði til að halda áfram að nýta mína krafta í þágu VR – enda er ég bara rétt að byrja! Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum í félaginu sem standa yfir á vr.is 6. til 13. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Á slaginu 10 í dag hefjast kosningar til formanns VR. Ég tók við embættinu fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar forveri minn leitaði á ný mið en ég var þá varaformaður félagins. Þessir mánuðir hafa verið ævintýri líkastir. Ég hef farið víða um félagssvæði VR, sem spannar ágætis hluta af landinu, átt samtöl við á annað þúsund VR-inga og heimsótt yfir hundrað vinnustaði. Á þessu flandri hef ég hitt fyrir VR-inga sem starfa á skrifstofu, í verslun og á vöruhótelum (þar sem má m.a. fræðast um miklar tæknibreytingar sem hafa orðið í plöstun bretta frá því að ég vann á lager fyrir dálítið löngu síðan). Ég hef hitt VR-inga á ólíkum aldri, úr mismunandi tekjuhópum og af fjölmörgum þjóðernum. Ég er farin að sjá félagssvæðið í nýju ljósi, vitandi hversu víða VR-félagar eru að störfum. Byggingar sem áður voru nánast ósýnilegar blasa nú við sem líflegir vinnustaðir. Formaður alls félagsfólks Samtölin og heimsóknirnar hafa verið ótrúlega lærdómsrík. Ég hef öðlast innsýn inn í ólíkt starfsumhverfi, kjör og aðstæður félagsfólks, en einnig fengið tækifæri til að kynna sjálfa mig og sýna í verki að hver einasti VR-félagi skiptir mig máli. Ég er og mun vera formaður alls félagsfólks. Forysta VR stendur frammi fyrir mikilvægum verkefnum á næstu misserum. Við þurfum að fylgja eftir þeim kjarasamningum sem voru undirritaðir fyrir tæpu ári síðan og tryggja að þær hækkanir sem þar var samið um hverfi ekki jafnóðum í aukin gjöld og hækkað vöruverð, að ógleymdri hinni botnlausu hít sem húsnæðiskostnaður er fyrir flest vinnandi fólk. Stjórnvöld eiga að standa við sín fyrirheit, þar á meðal um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, og fyrirtækin eiga ekki að komast upp með að auka gróða sinn á tíma þar sem almenningur allur greiðir verðbólguna dýru verði. Enn fremur þarf að koma í veg fyrir að byrðum af sveiflukenndu efnahagslífi sé sífellt varpað á herðar launafólks. Samhent og skipulögð Hljóti ég umboð til áframhaldandi setu sem formaður mun undirbúningur næstu kjaraviðræðna hefjast í apríl eða strax eftir aðalfund félagsins. Okkur ber að mæta samhent og vel skipulögð til leiks og við eigum að geta komið í veg fyrir að við lendum uppi við vegg í kjaraviðræðum. Til þess þarf bæði samningavilja og seiglu, reynslu og vinnugleði. VR-ingar eru fyrst og fremst að kjósa manneskju sem þeir treysta til að vera vakin og sofin yfir kjörum og réttindum félagsfólks. Einstakling sem ber virðingu fyrir arfleifð félagsins, starfsemi þess og þjónustu og vill halda áfram að byggja félagið upp í samvinnu við stjórn, trúnaðarráð, trúnaðarmenn, félagsfólk og starfsfólk. Á þeim stutta tíma sem ég hef gegnt formennsku hef ég lagt mig fram um að sýna VR-ingum hvað í mér býr. Ég óska eftir umboði til að halda áfram að nýta mína krafta í þágu VR – enda er ég bara rétt að byrja! Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum í félaginu sem standa yfir á vr.is 6. til 13. mars.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar