Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2025 14:48 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Vísir Kvika banki og Landsbankinn gengu í dag frá kaupum Landsbankans á 100 prósentum hlutafjár TM trygginga hf. Afhending á tryggingafélaginu fór fram samhliða því og greiddi Landsbankinn Kviku banka umsamið kaupverð við afhendingu. Með kaupverðsaðlögun nemur verðið 32,3 milljörðum króna en gæti enn tekið breytingum. Í tilkynningu Kviku til Kauphallar segir að endanlegt kaupverð verði aðlagað miðað við breytingar á efnislegu eigin fé TM frá upphafi árs 2024 til afhendingardags, sem sé í dag, 28. febrúar 2025. Munu leggja til sérstaka arðgreiðslu Umsamið kaupverð sé 28,6 ma.kr. en aðlagað kaupverð nemi um 32,3 milljörðum króna með kaupverðsaðlögun ársins 2024, sem hafi nú verið greitt til Kviku banka. Kaupverðið muni taka frekari breytingum þar sem breyting á efnislegu eigin fé TM frá áramótum til afhendingardags muni bætast við eða dragast frá endanlegu kaupverði. Stjórn Kviku banka muni leggja til á aðalfundi bankans þann 26. mars næstkomandi sérstaka arðgreiðslu til hluthafa bankans og sú tillaga verði birt samhliða öðrum tillögum stjórnar til aðalfundar eigi síðar en þann 5. mars næstkomandi. Mikilvægt skref í að skerpa á kjarnastarfseminni „Það er ánægjulegt að kaup Landsbankans á TM séu gengin í gegn en með sölunni erum við að stíga mikilvæg skref í þá átt að skerpa á kjarnastarfsemi okkar. Markmið okkar er að sækja fram á nýja markaði með framúrskarandi vörur og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar og gerum við ráð fyrir að nýta hluta kaupverðsins í þá vegferð. Ég vil þakka stjórnendum og starfsfólki TM kærlega fyrir ánægjulegt og gott samstarf og óska þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku. Landsbankinn og TM séu betri saman Landsbankinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu um viðskiptin undir yfirskriftinni Landsbankinn og TM eru betri saman! Þar kemur fram að TM verði rekið sem dótturfélag bankans. „TM er öflugt tryggingafélag með frábæru starfsfólki sem býr yfir mikilli þekkingu á tryggingamarkaði. Við hlökkum til að vinna með starfsfólki TM að því að þróa spennandi nýjungar. Saman búa Landsbankinn og TM yfir öflugu þjónustu- og söluneti, hvort sem er í gegnum reynslumikið starfsfólk, stafrænar lausnir eða í útibúum um allt land,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Stjórnendur bankans sjái fyrir sér gott aðgengi viðskiptavina að vörum og þjónustu beggja félaga, sem skapi bankanum og TM mörg tækifæri til sóknar. Þeir telji auk þess að kaup bankans á TM muni hafa jákvæð áhrif á rekstur bankans, fjölga tekjustoðum og auka ávinning eigenda bankans til framtíðar. Lilja Björk og Birkir eru spennt fyrir samstarfinu.Landsbankinn „Við hjá TM erum virkilega spennt að ganga til liðs við Landsbankann. Viðskiptavinir Landsbankans hafa um árabil verið meðal ánægðustu viðskiptavina á íslenskum bankamarkaði og TM hefur á undanförnum misserum stigið afgerandi skref í átt að sama marki á tryggingamarkaði. Ég er sannfærður um að þegar við snúum bökum saman munu TM og Landsbankinn veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi alhliða fjármálaþjónustu, hjálpa þeim að vaxa og dafna og grípa þá þegar áföll verða,“ er haft eftir Birki Jóhannssyni, forstjóra TM. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning Landsbankans barst. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04 Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Í tilkynningu Kviku til Kauphallar segir að endanlegt kaupverð verði aðlagað miðað við breytingar á efnislegu eigin fé TM frá upphafi árs 2024 til afhendingardags, sem sé í dag, 28. febrúar 2025. Munu leggja til sérstaka arðgreiðslu Umsamið kaupverð sé 28,6 ma.kr. en aðlagað kaupverð nemi um 32,3 milljörðum króna með kaupverðsaðlögun ársins 2024, sem hafi nú verið greitt til Kviku banka. Kaupverðið muni taka frekari breytingum þar sem breyting á efnislegu eigin fé TM frá áramótum til afhendingardags muni bætast við eða dragast frá endanlegu kaupverði. Stjórn Kviku banka muni leggja til á aðalfundi bankans þann 26. mars næstkomandi sérstaka arðgreiðslu til hluthafa bankans og sú tillaga verði birt samhliða öðrum tillögum stjórnar til aðalfundar eigi síðar en þann 5. mars næstkomandi. Mikilvægt skref í að skerpa á kjarnastarfseminni „Það er ánægjulegt að kaup Landsbankans á TM séu gengin í gegn en með sölunni erum við að stíga mikilvæg skref í þá átt að skerpa á kjarnastarfsemi okkar. Markmið okkar er að sækja fram á nýja markaði með framúrskarandi vörur og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar og gerum við ráð fyrir að nýta hluta kaupverðsins í þá vegferð. Ég vil þakka stjórnendum og starfsfólki TM kærlega fyrir ánægjulegt og gott samstarf og óska þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku. Landsbankinn og TM séu betri saman Landsbankinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu um viðskiptin undir yfirskriftinni Landsbankinn og TM eru betri saman! Þar kemur fram að TM verði rekið sem dótturfélag bankans. „TM er öflugt tryggingafélag með frábæru starfsfólki sem býr yfir mikilli þekkingu á tryggingamarkaði. Við hlökkum til að vinna með starfsfólki TM að því að þróa spennandi nýjungar. Saman búa Landsbankinn og TM yfir öflugu þjónustu- og söluneti, hvort sem er í gegnum reynslumikið starfsfólk, stafrænar lausnir eða í útibúum um allt land,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Stjórnendur bankans sjái fyrir sér gott aðgengi viðskiptavina að vörum og þjónustu beggja félaga, sem skapi bankanum og TM mörg tækifæri til sóknar. Þeir telji auk þess að kaup bankans á TM muni hafa jákvæð áhrif á rekstur bankans, fjölga tekjustoðum og auka ávinning eigenda bankans til framtíðar. Lilja Björk og Birkir eru spennt fyrir samstarfinu.Landsbankinn „Við hjá TM erum virkilega spennt að ganga til liðs við Landsbankann. Viðskiptavinir Landsbankans hafa um árabil verið meðal ánægðustu viðskiptavina á íslenskum bankamarkaði og TM hefur á undanförnum misserum stigið afgerandi skref í átt að sama marki á tryggingamarkaði. Ég er sannfærður um að þegar við snúum bökum saman munu TM og Landsbankinn veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi alhliða fjármálaþjónustu, hjálpa þeim að vaxa og dafna og grípa þá þegar áföll verða,“ er haft eftir Birki Jóhannssyni, forstjóra TM. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning Landsbankans barst.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04 Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04