Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2025 11:02 Martin Hermannsson og félagar í íslenska landsliðinu fá að vita allt um það hverjum þeir mæta á EM þegar dregið verður í riðla 27. mars. vísir/Anton Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. Ísland tryggði sig inn á EM með sigrinum gegn Tyrkjum á sunnudaginn og nú ríkir mikil spenna eftir því að dregið verði í riðla fyrir EM, þann 27. mars. Mótið fer fram í fjórum borgum og má hver gestgjafi velja eina samstarfsþjóð í sinn riðil. Gestgjafarnir eru Riga í Lettlandi (A-riðill), Tampere í Finnlandi (B-riðill), Limassol á Kýpur (C-riðil) og Katowice í Póllandi (D-riðill). Á síðustu dögum hafa þjóðirnar valið sér samstarfsþjóð og munu Eistlendingar fara til Riga, Litháar fara til Finnlands og Grikkir til Kýpur. Finnar og Lettar höfðu sýnt því áhuga að fá Íslendinga til sín en hafa nú farið aðra leið. Aðeins Pólverjar eiga því eftir að velja sér samstarfsþjóð og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, „töluverðar líkur“ á að það verði Ísland. Ekkert sé þó enn frágengið og Hannes hvetur fólk til að bíða með að versla flugmiða. Íslenskir stuðningsmenn koma til með að fjölmenna á EM í lok ágúst og líklegast er að þeir fari til Póllands.vísir/Anton Höll sem að Íslendingar þekkja Íslendingar þekkja höllina glæsilegu í Katowice, Spodek, eftir að íslenska karlalandsliðið spilaði í henni á EM í handbolta árið 2016. Sú keppni fór reyndar hræðilega fyrir Ísland sem endaði neðst í sínum riðli og féll strax úr keppni, þrátt fyrir sigur á Noreg í fyrsta leik. Ef að Pólverjar fara aðra leið og velja til að mynda Þýskaland eða aðra þjóð þá munu Íslendingar þurfa að bíða eftir drættinum 27. mars til að vita í hvaða borg þeir spila. Doncic verður í Katowice Ljóst er að mest umtalaði körfuboltamaður heimsins síðustu vikur, Luka Doncic, og félagar hans í slóvenska landsliðinu munu spila í Katowice. Þó að ekki sé búið að gefa út styrkleikaflokkana sex þá er ljóst að í flokki tvö verða Lettland, Litháen, Grikkland og Slóvenía. Búið er að raða þremur þeirra í aðra riðla svo að Slóvenar verða að fara í D-riðilinn í Póllandi. Ef Ísland endar í sama riðli þá mun það koma í veg fyrir að Doncic og félagar komi til Íslands að spila vináttulandsleik í sumar, miðað við orð Craig Pedersen landsliðsþjálfara Íslands. Leikið verður í fjórum sex liða riðlum á EM og fyrir dráttinn 27. mars verður liðunum raðað í sex styrkleikaflokka. Útlit er fyrir að Ísland verði í neðsta flokknum þrátt fyrir að hafa endað í 2. sæti í sínum undanriðli, fyrir ofan Tyrkland. Horft verður til stöðu á næsta heimslista þegar raðað verður í styrkleikaflokka. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Ísland tryggði sig inn á EM með sigrinum gegn Tyrkjum á sunnudaginn og nú ríkir mikil spenna eftir því að dregið verði í riðla fyrir EM, þann 27. mars. Mótið fer fram í fjórum borgum og má hver gestgjafi velja eina samstarfsþjóð í sinn riðil. Gestgjafarnir eru Riga í Lettlandi (A-riðill), Tampere í Finnlandi (B-riðill), Limassol á Kýpur (C-riðil) og Katowice í Póllandi (D-riðill). Á síðustu dögum hafa þjóðirnar valið sér samstarfsþjóð og munu Eistlendingar fara til Riga, Litháar fara til Finnlands og Grikkir til Kýpur. Finnar og Lettar höfðu sýnt því áhuga að fá Íslendinga til sín en hafa nú farið aðra leið. Aðeins Pólverjar eiga því eftir að velja sér samstarfsþjóð og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, „töluverðar líkur“ á að það verði Ísland. Ekkert sé þó enn frágengið og Hannes hvetur fólk til að bíða með að versla flugmiða. Íslenskir stuðningsmenn koma til með að fjölmenna á EM í lok ágúst og líklegast er að þeir fari til Póllands.vísir/Anton Höll sem að Íslendingar þekkja Íslendingar þekkja höllina glæsilegu í Katowice, Spodek, eftir að íslenska karlalandsliðið spilaði í henni á EM í handbolta árið 2016. Sú keppni fór reyndar hræðilega fyrir Ísland sem endaði neðst í sínum riðli og féll strax úr keppni, þrátt fyrir sigur á Noreg í fyrsta leik. Ef að Pólverjar fara aðra leið og velja til að mynda Þýskaland eða aðra þjóð þá munu Íslendingar þurfa að bíða eftir drættinum 27. mars til að vita í hvaða borg þeir spila. Doncic verður í Katowice Ljóst er að mest umtalaði körfuboltamaður heimsins síðustu vikur, Luka Doncic, og félagar hans í slóvenska landsliðinu munu spila í Katowice. Þó að ekki sé búið að gefa út styrkleikaflokkana sex þá er ljóst að í flokki tvö verða Lettland, Litháen, Grikkland og Slóvenía. Búið er að raða þremur þeirra í aðra riðla svo að Slóvenar verða að fara í D-riðilinn í Póllandi. Ef Ísland endar í sama riðli þá mun það koma í veg fyrir að Doncic og félagar komi til Íslands að spila vináttulandsleik í sumar, miðað við orð Craig Pedersen landsliðsþjálfara Íslands. Leikið verður í fjórum sex liða riðlum á EM og fyrir dráttinn 27. mars verður liðunum raðað í sex styrkleikaflokka. Útlit er fyrir að Ísland verði í neðsta flokknum þrátt fyrir að hafa endað í 2. sæti í sínum undanriðli, fyrir ofan Tyrkland. Horft verður til stöðu á næsta heimslista þegar raðað verður í styrkleikaflokka.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira