Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar 25. febrúar 2025 08:03 Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma? Við svona tímamót er hollt að líta bæði fram og aftur í tíma. Miklar framfarir hafa orðið á þessum 25 árum og tækninni fleygir fram. Gervigreindin er gjarnan kölluð fimmta iðnbyltingin og standa líkur til að hún verði sú áhrifamesta í sögunni. Öflugri tölvur, meiri reiknigeta og möguleg tenging við mannsheilann er framtíðarsýn sem mun bjóða upp á bæði áskoranir og mikil tækifæri. Hvernig er Ísland í stakk búið að takast á við slíkar breytingar? Við erum dugleg að framleiða Landsframleiðsla á mann á Íslandi er nú með því hæsta sem gerist. Er hún svipuð og í Danmörku, 30% hærri en í Frakklandi og í Evrópusambandinu og þrefalt hærri en meðaltalið á heimsvísu. Ísland er í 6. sæti í heiminum hvað þennan mælikvarða varðar og á sama stað hvað það varðar og árið 2000, þó svo að landsframleiðslan á mann hafi hækkað um 146% í dollurum talið. Þá er útlitið einnig nokkuð gott þegar við horfum fram á við. Miklar fjárfestingar eru framundan í innviðum, landeldi og orkuskiptum og einnig er mikill þróttur í hugverkageiranum. Ljóst er að til að Ísland viðhaldi samkeppnishæfni þarf einnig að huga vel að innviðum, hvort sem það er í orku, fjarskiptum eða samgöngum. Þar felast fjölmörg tækifæri fyrir hið opinbera og einkaaðila til að taka höndum saman. Er kökunni rétt skipt? Í efnahagslegu tilliti er mikilvægt að kraftur sé í landsframleiðslunni og að kakan sé sem stærst. Í félagslegu tilliti er einnig mikilvægt að kökunni sé skipt á sanngjarnan hátt. Gini-stuðullinn svokallaði mælir tekjujöfnuð í löndum og er ójöfnuður minni eftir því sem stuðullinn er lægri. Ísland hefur það sem af er þessari öld ávallt verið meðal þeirra þjóða sem búa við hvað minnstan tekjuójöfnuð. Það er einnig athyglisvert að stuðullinn hefur nánast ekkert breyst frá 2003 – ójöfnuður hefur því ekki aukist þrátt fyrir að landsframleiðsla á mann hafi hækkað mikið. Ísland lánar útlöndum Að mínu mati er athyglisverðasta breytingin á efnahagsstærðum ótrúleg bæting á nettó eignastöðu landsins. Um síðustu aldamót skuldaði þjóðin umfram eignir erlendis og nam munurinn 62% af landsframleiðslu. Í lok þriðja ársfjórðungs 2024 vorum við hins vegar komin í plús 40% af landsframleiðslu. Eru eignir Íslendinga umfram skuldir nú um 1.700 milljarðar króna, eða um 4,5 milljónir á hvern landsmann. Eignamyndunin á þessu tímabili hefur því verið ótrúlega hröð og endurspeglar gjörbreytta efnahagsstöðu landins á mjög stuttum tíma í sögulegu tilliti. Er þetta náttúrulega tilkomið vegna krafts í útflutningsgreinum landsins og þar á meðal miklum vexti í ferðaþjónustu. Á undanförnum árum höfum við einnig séð vöxt í tækni- og hugverkaiðnaði og er sá geiri að taka framúr sjávarútvegi hvað varðar útflutningsverðmæti. Þar hafa fjölmörg öflug fyrirtæki sprottið upp þar sem íslenskt hugvit nýtist á alþjóðavettvangi. Má þar til dæmis nefna einhyrninginn Kerecis, Sidekick Health og Alvotech. Kraftmikið fólk í íslensku atvinnulífi keyrir áfram hagvöxt og atvinnusköpun um allt land. Það er ljóst að 21. öldin mun einkennast af miklum tæknibreytingum og áskorunum og tækifærum sem tengjast þeim. Það er gott til þess að hugsa að efnahagsleg staða Íslands er sterk og þjóðin því vel í stakk búin til að taka virkan þátt í þeirri þróun. Fyrsti fjórðungur aldarinnar var góður og sá næsti verður vonandi enn betri. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma? Við svona tímamót er hollt að líta bæði fram og aftur í tíma. Miklar framfarir hafa orðið á þessum 25 árum og tækninni fleygir fram. Gervigreindin er gjarnan kölluð fimmta iðnbyltingin og standa líkur til að hún verði sú áhrifamesta í sögunni. Öflugri tölvur, meiri reiknigeta og möguleg tenging við mannsheilann er framtíðarsýn sem mun bjóða upp á bæði áskoranir og mikil tækifæri. Hvernig er Ísland í stakk búið að takast á við slíkar breytingar? Við erum dugleg að framleiða Landsframleiðsla á mann á Íslandi er nú með því hæsta sem gerist. Er hún svipuð og í Danmörku, 30% hærri en í Frakklandi og í Evrópusambandinu og þrefalt hærri en meðaltalið á heimsvísu. Ísland er í 6. sæti í heiminum hvað þennan mælikvarða varðar og á sama stað hvað það varðar og árið 2000, þó svo að landsframleiðslan á mann hafi hækkað um 146% í dollurum talið. Þá er útlitið einnig nokkuð gott þegar við horfum fram á við. Miklar fjárfestingar eru framundan í innviðum, landeldi og orkuskiptum og einnig er mikill þróttur í hugverkageiranum. Ljóst er að til að Ísland viðhaldi samkeppnishæfni þarf einnig að huga vel að innviðum, hvort sem það er í orku, fjarskiptum eða samgöngum. Þar felast fjölmörg tækifæri fyrir hið opinbera og einkaaðila til að taka höndum saman. Er kökunni rétt skipt? Í efnahagslegu tilliti er mikilvægt að kraftur sé í landsframleiðslunni og að kakan sé sem stærst. Í félagslegu tilliti er einnig mikilvægt að kökunni sé skipt á sanngjarnan hátt. Gini-stuðullinn svokallaði mælir tekjujöfnuð í löndum og er ójöfnuður minni eftir því sem stuðullinn er lægri. Ísland hefur það sem af er þessari öld ávallt verið meðal þeirra þjóða sem búa við hvað minnstan tekjuójöfnuð. Það er einnig athyglisvert að stuðullinn hefur nánast ekkert breyst frá 2003 – ójöfnuður hefur því ekki aukist þrátt fyrir að landsframleiðsla á mann hafi hækkað mikið. Ísland lánar útlöndum Að mínu mati er athyglisverðasta breytingin á efnahagsstærðum ótrúleg bæting á nettó eignastöðu landsins. Um síðustu aldamót skuldaði þjóðin umfram eignir erlendis og nam munurinn 62% af landsframleiðslu. Í lok þriðja ársfjórðungs 2024 vorum við hins vegar komin í plús 40% af landsframleiðslu. Eru eignir Íslendinga umfram skuldir nú um 1.700 milljarðar króna, eða um 4,5 milljónir á hvern landsmann. Eignamyndunin á þessu tímabili hefur því verið ótrúlega hröð og endurspeglar gjörbreytta efnahagsstöðu landins á mjög stuttum tíma í sögulegu tilliti. Er þetta náttúrulega tilkomið vegna krafts í útflutningsgreinum landsins og þar á meðal miklum vexti í ferðaþjónustu. Á undanförnum árum höfum við einnig séð vöxt í tækni- og hugverkaiðnaði og er sá geiri að taka framúr sjávarútvegi hvað varðar útflutningsverðmæti. Þar hafa fjölmörg öflug fyrirtæki sprottið upp þar sem íslenskt hugvit nýtist á alþjóðavettvangi. Má þar til dæmis nefna einhyrninginn Kerecis, Sidekick Health og Alvotech. Kraftmikið fólk í íslensku atvinnulífi keyrir áfram hagvöxt og atvinnusköpun um allt land. Það er ljóst að 21. öldin mun einkennast af miklum tæknibreytingum og áskorunum og tækifærum sem tengjast þeim. Það er gott til þess að hugsa að efnahagsleg staða Íslands er sterk og þjóðin því vel í stakk búin til að taka virkan þátt í þeirri þróun. Fyrsti fjórðungur aldarinnar var góður og sá næsti verður vonandi enn betri. Höfundur er bankastjóri Íslandsbanka.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar