Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 14:27 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Fannar Landsvirkjun, sem er að öllu leyti í eigu ríkisins, hagnaðist um 41,5 milljarða króna í fyrra og hyggst greiða eiganda sínum 25 milljarða króna í arð. Fyrirtækið mun þá hafa greitt eiganda sínum níutíu milljarða króna í arð á árunum 2021 til 2024. „Rekstur Landsvirkjunar gekk áfram vel á árinu 2024, þótt afkoman hafi ekki jafnast á við metárið 2023. Aðstæður voru krefjandi á árinu, vatnsbúskapur sögulega lakur, sem leiddi til þess að tekjur drógust saman vegna minni raforkusölu. Þá urðu breytingar á verðtengingu í samningi við stórnotanda, auk þess sem innleystar áhættuvarnir lækkuðu frá fyrra ári. Afkoman var því vel ásættanleg miðað við aðstæður,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í fréttatilkynningu vegna uppgjörs Landsvirkjunar fyrir árið 2024. Staðan aldrei verið betri Haft er eftir Herði að fjárhagsleg staða fyrirtækisins hafi aldrei verið betri og þar með bolmagn þess til þess að setja þann kraft í orkuöflun sem sé nauðsynlegur til að mæta þörfum íslensks samfélags. „Á árinu 2024 hófust loks framkvæmdir við 120 MW Búrfellslund og 95 MW Hvammsvirkjun, eftir ítrekaðir tafir í leyfisveitingaferlinu. Þessar nýju virkjanir mæta brýnni þörf fyrir frekari raforku til að mæta orkuskiptum og vexti samfélagsins. Afar mikilvægt er að ekki verði frekari tafir á framgangi þessara verkefna.“ Fernar framkvæmdir á sama tíma Þá áformi fyrirtækið einnig að hefja framkvæmdir við stækkun Þeistareykja- og Sigöldustöðvar á árinu 2025. Fyrirtækið hafi aldrei áður unnuð að fernum nýframkvæmdum á sama tíma, með þremur mismunandi orkugjöfum. „Mikið reyndi á innviði Landsvirkjunar við þær erfiðu aðstæður sem ríktu á síðasta ári vegna mikillar eftirspurnar og sögulega lítils innrennslis til lóna. Álag var mikið á starfsfólk, sem og þau kerfi og verklag sem þróuð hafa verið innan fyrirtækisins. Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu vel tókst að takast á við þessar krefjandi aðstæður og standa við allar skuldbindingar fyrirtækisins.“ Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Rekstur hins opinbera Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
„Rekstur Landsvirkjunar gekk áfram vel á árinu 2024, þótt afkoman hafi ekki jafnast á við metárið 2023. Aðstæður voru krefjandi á árinu, vatnsbúskapur sögulega lakur, sem leiddi til þess að tekjur drógust saman vegna minni raforkusölu. Þá urðu breytingar á verðtengingu í samningi við stórnotanda, auk þess sem innleystar áhættuvarnir lækkuðu frá fyrra ári. Afkoman var því vel ásættanleg miðað við aðstæður,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í fréttatilkynningu vegna uppgjörs Landsvirkjunar fyrir árið 2024. Staðan aldrei verið betri Haft er eftir Herði að fjárhagsleg staða fyrirtækisins hafi aldrei verið betri og þar með bolmagn þess til þess að setja þann kraft í orkuöflun sem sé nauðsynlegur til að mæta þörfum íslensks samfélags. „Á árinu 2024 hófust loks framkvæmdir við 120 MW Búrfellslund og 95 MW Hvammsvirkjun, eftir ítrekaðir tafir í leyfisveitingaferlinu. Þessar nýju virkjanir mæta brýnni þörf fyrir frekari raforku til að mæta orkuskiptum og vexti samfélagsins. Afar mikilvægt er að ekki verði frekari tafir á framgangi þessara verkefna.“ Fernar framkvæmdir á sama tíma Þá áformi fyrirtækið einnig að hefja framkvæmdir við stækkun Þeistareykja- og Sigöldustöðvar á árinu 2025. Fyrirtækið hafi aldrei áður unnuð að fernum nýframkvæmdum á sama tíma, með þremur mismunandi orkugjöfum. „Mikið reyndi á innviði Landsvirkjunar við þær erfiðu aðstæður sem ríktu á síðasta ári vegna mikillar eftirspurnar og sögulega lítils innrennslis til lóna. Álag var mikið á starfsfólk, sem og þau kerfi og verklag sem þróuð hafa verið innan fyrirtækisins. Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu vel tókst að takast á við þessar krefjandi aðstæður og standa við allar skuldbindingar fyrirtækisins.“
Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Rekstur hins opinbera Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira