Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 13:37 Loðnuveiðimenn á Barða NK eru í startholunum. Hér má sjá kollega þeirra á Beiti NK. Vísir/Sigurjón Barði NK, uppsjávarskip Síldarvinnslunar, mun taka loðnunótina um borð í dag og halda til veiða eftir að loðnukvóti var gefinn út í gær. „Loðnukvótinn sem gefinn var út í gær var ekki merkilegur en engu að síður skapaði hann þessa klassísku loðnuspennu,“ segir í tilkynningu á vef Síldarvinnslunar. Gæti verið ríflega milljarðs virði Hafrannsóknastofnun tilkynnti í gær að loðnustofninn hefði mælst nægilega sterkur til að óhætt væri að heimila veiðar, en þó mjög takmarkaðar. Atvinnuvegaráðherra brást snarlega við og gaf út loðnukvóta. Af ráðleggingu Hafró um 8.600 tonna kvóta fá íslenskar útgerðir um 4.600 tonn í sinn hlut. Útgerðarmenn sem fréttastofan ræddi við síðdegis í gær telja að það ætti að vera hægt að finna meiri loðnu. Þeir þrýsta á Hafrannsóknastofnun að leita betur og tala um sín á milli að skipuleggja eigin leit. Þessir sömu útgerðarmenn sögðust áætla að örkvótinn gæti skilað yfir eins milljarðs króna útflutningstekjum, ef loðnunni verður komið heilfrystri á verðmætustu markaði, til að mynda í Japan. Spenntir og glaðir Í tilkynningu Síldarvinnslunar er haft eftir Þorkatli Péturssyni, skipstjóra á Barða NK, að um borð væru menn kátir og glaðir. „Það er alltaf gaman að glíma við loðnuna þó kvótinn sé eins og upp í nös á ketti. Þegar nótin verður komin um borð verður haldið rakleiðis í Faxaflóann en loðnan er sennilega komin þangað. Það er tilhlökkun að fá að kasta á loðnu og vonandi verður gott veður. Mér skilst að stefnt sé að því að vinna hrygnuna sem veiðist fyrir Japansmarkað og hænginn þá fyrir markað í Austur-Evrópu.“ Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025. 24. janúar 2025 16:48 Fjögur skip hefja leit að loðnu Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. 16. janúar 2025 23:14 Mest lesið Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fleiri fréttir Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Sjá meira
„Loðnukvótinn sem gefinn var út í gær var ekki merkilegur en engu að síður skapaði hann þessa klassísku loðnuspennu,“ segir í tilkynningu á vef Síldarvinnslunar. Gæti verið ríflega milljarðs virði Hafrannsóknastofnun tilkynnti í gær að loðnustofninn hefði mælst nægilega sterkur til að óhætt væri að heimila veiðar, en þó mjög takmarkaðar. Atvinnuvegaráðherra brást snarlega við og gaf út loðnukvóta. Af ráðleggingu Hafró um 8.600 tonna kvóta fá íslenskar útgerðir um 4.600 tonn í sinn hlut. Útgerðarmenn sem fréttastofan ræddi við síðdegis í gær telja að það ætti að vera hægt að finna meiri loðnu. Þeir þrýsta á Hafrannsóknastofnun að leita betur og tala um sín á milli að skipuleggja eigin leit. Þessir sömu útgerðarmenn sögðust áætla að örkvótinn gæti skilað yfir eins milljarðs króna útflutningstekjum, ef loðnunni verður komið heilfrystri á verðmætustu markaði, til að mynda í Japan. Spenntir og glaðir Í tilkynningu Síldarvinnslunar er haft eftir Þorkatli Péturssyni, skipstjóra á Barða NK, að um borð væru menn kátir og glaðir. „Það er alltaf gaman að glíma við loðnuna þó kvótinn sé eins og upp í nös á ketti. Þegar nótin verður komin um borð verður haldið rakleiðis í Faxaflóann en loðnan er sennilega komin þangað. Það er tilhlökkun að fá að kasta á loðnu og vonandi verður gott veður. Mér skilst að stefnt sé að því að vinna hrygnuna sem veiðist fyrir Japansmarkað og hænginn þá fyrir markað í Austur-Evrópu.“
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025. 24. janúar 2025 16:48 Fjögur skip hefja leit að loðnu Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. 16. janúar 2025 23:14 Mest lesið Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fleiri fréttir Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Sjá meira
Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28
Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025. 24. janúar 2025 16:48
Fjögur skip hefja leit að loðnu Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. 16. janúar 2025 23:14
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur