Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 13:37 Loðnuveiðimenn á Barða NK eru í startholunum. Hér má sjá kollega þeirra á Beiti NK. Vísir/Sigurjón Barði NK, uppsjávarskip Síldarvinnslunar, mun taka loðnunótina um borð í dag og halda til veiða eftir að loðnukvóti var gefinn út í gær. „Loðnukvótinn sem gefinn var út í gær var ekki merkilegur en engu að síður skapaði hann þessa klassísku loðnuspennu,“ segir í tilkynningu á vef Síldarvinnslunar. Gæti verið ríflega milljarðs virði Hafrannsóknastofnun tilkynnti í gær að loðnustofninn hefði mælst nægilega sterkur til að óhætt væri að heimila veiðar, en þó mjög takmarkaðar. Atvinnuvegaráðherra brást snarlega við og gaf út loðnukvóta. Af ráðleggingu Hafró um 8.600 tonna kvóta fá íslenskar útgerðir um 4.600 tonn í sinn hlut. Útgerðarmenn sem fréttastofan ræddi við síðdegis í gær telja að það ætti að vera hægt að finna meiri loðnu. Þeir þrýsta á Hafrannsóknastofnun að leita betur og tala um sín á milli að skipuleggja eigin leit. Þessir sömu útgerðarmenn sögðust áætla að örkvótinn gæti skilað yfir eins milljarðs króna útflutningstekjum, ef loðnunni verður komið heilfrystri á verðmætustu markaði, til að mynda í Japan. Spenntir og glaðir Í tilkynningu Síldarvinnslunar er haft eftir Þorkatli Péturssyni, skipstjóra á Barða NK, að um borð væru menn kátir og glaðir. „Það er alltaf gaman að glíma við loðnuna þó kvótinn sé eins og upp í nös á ketti. Þegar nótin verður komin um borð verður haldið rakleiðis í Faxaflóann en loðnan er sennilega komin þangað. Það er tilhlökkun að fá að kasta á loðnu og vonandi verður gott veður. Mér skilst að stefnt sé að því að vinna hrygnuna sem veiðist fyrir Japansmarkað og hænginn þá fyrir markað í Austur-Evrópu.“ Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025. 24. janúar 2025 16:48 Fjögur skip hefja leit að loðnu Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. 16. janúar 2025 23:14 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
„Loðnukvótinn sem gefinn var út í gær var ekki merkilegur en engu að síður skapaði hann þessa klassísku loðnuspennu,“ segir í tilkynningu á vef Síldarvinnslunar. Gæti verið ríflega milljarðs virði Hafrannsóknastofnun tilkynnti í gær að loðnustofninn hefði mælst nægilega sterkur til að óhætt væri að heimila veiðar, en þó mjög takmarkaðar. Atvinnuvegaráðherra brást snarlega við og gaf út loðnukvóta. Af ráðleggingu Hafró um 8.600 tonna kvóta fá íslenskar útgerðir um 4.600 tonn í sinn hlut. Útgerðarmenn sem fréttastofan ræddi við síðdegis í gær telja að það ætti að vera hægt að finna meiri loðnu. Þeir þrýsta á Hafrannsóknastofnun að leita betur og tala um sín á milli að skipuleggja eigin leit. Þessir sömu útgerðarmenn sögðust áætla að örkvótinn gæti skilað yfir eins milljarðs króna útflutningstekjum, ef loðnunni verður komið heilfrystri á verðmætustu markaði, til að mynda í Japan. Spenntir og glaðir Í tilkynningu Síldarvinnslunar er haft eftir Þorkatli Péturssyni, skipstjóra á Barða NK, að um borð væru menn kátir og glaðir. „Það er alltaf gaman að glíma við loðnuna þó kvótinn sé eins og upp í nös á ketti. Þegar nótin verður komin um borð verður haldið rakleiðis í Faxaflóann en loðnan er sennilega komin þangað. Það er tilhlökkun að fá að kasta á loðnu og vonandi verður gott veður. Mér skilst að stefnt sé að því að vinna hrygnuna sem veiðist fyrir Japansmarkað og hænginn þá fyrir markað í Austur-Evrópu.“
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025. 24. janúar 2025 16:48 Fjögur skip hefja leit að loðnu Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. 16. janúar 2025 23:14 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28
Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025. 24. janúar 2025 16:48
Fjögur skip hefja leit að loðnu Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. 16. janúar 2025 23:14