Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. febrúar 2025 18:01 Þór Þorlákshöfn er sem stendur ekki í úrslitakeppnissæti. Þjálfari liðsins kallar eftir því að íslensku leikmennirnir stígi meira upp. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, kallaði eftir því í viðtali eftir síðasta leik að íslensku leikmenn liðsins myndu stíga meira upp. Körfuboltakvöld ræddi ummælin og velti fyrir sér vandamálum Þórs, sem er í tíunda sæti deildarinnar eins og er. „Núna reynir svolítið á okkar heimastráka, íslenska kjarnann. Að þeir þori að vera til. Við förum bara eins langt og þeir ætla sér, það er enginn að fara að bjarga þeim. Þeir eru ekki að fara að stækka um einhverja sentimetra en þeir þurfa að sýna okkur hvað þeir eru með risastórt Þórshjarta. Það er það eina sem er að fara að hjálpa okkur í vetur,“ sagði Lárus eftir 109-96 tap gegn Tindastóli í síðustu umferð. Lárus vill ekki missa af úrslitakeppninni. Emil Karel, Davíð Arnar og Ragnar Örn Bragason spiluðu allir tíu til fimmtán mínútur en enginn þeirra skilaði stigum á töfluna. Emil átti eina skottilraun fyrir utan þriggja stiga línuna og Ragnar tvær, Davíð átti ekki skot. „Það má túlka þessi skilaboð tvenns konar. Þurfa þeir að gera meira inni á vellinum? Eins og þú kemur inn á, að þeir hafi ekki skotið nóg. Þurfa þeir að taka pláss þar? Eða þurfa þeir bara að taka pláss sem leiðtogar liðsins? Sem mennirnir sem drífa þetta áfram…“ velti Helgi Már Magnússon fyrir sér. „Þeir eru ekki að fara að breytast allt í einu og eiga einhverja tuttugu stiga leiki, en maður þarf að finna meira fyrir þeim inni á vellinum…“ sagði Helgi einnig. Davíð Arnar átti ekki skottilraun gegn Tindastóli. Það reiðir enn meira á íslenska leikmenn liðsins í ljósi þess að einn af fimm erlendu leikmönnunum, Steeve Ho You Fat, er hnéskelsbrotinn og verður ekki meira með á tímabilinu. Þurfa meira framlag frá öllum leikmönnum „Ég er kannski ekki endilega sammála því að núll stig, ef það er verið að vísa í það, að það sé það sem er að hjá Þór,“ skaut Pavel Ermolinskij inn í umræðuna. Pavel segir erlenda leikmenn Þórs líka þurfa að stíga upp. Sérstaklega varnarlega. „Það er hópur af erlendum leikmönnum þarna, fyrir utan Jordan Semple, sem gera jafnvel ekkert í vörn. Ekki að íslensku strákarnir séu að gera eitthvað mikið betur… Ég á bara við að stigaskor þeirra þriggja er langt því frá að vera vandamálið sem þarf að leysa þarna. Það á samt alveg rétt á sér að þeir þurfi að gera betur,“ bætti Pavel við. Umræðuna má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Næsti leikur Þórs er á föstudaginn gegn Stjörnunni. Klippa: Þarf íslenski kjarninn hjá Þór Þorlákshöfn að stíga upp? Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Púað á Butler í endurkomunni til Miami Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Sjá meira
„Núna reynir svolítið á okkar heimastráka, íslenska kjarnann. Að þeir þori að vera til. Við förum bara eins langt og þeir ætla sér, það er enginn að fara að bjarga þeim. Þeir eru ekki að fara að stækka um einhverja sentimetra en þeir þurfa að sýna okkur hvað þeir eru með risastórt Þórshjarta. Það er það eina sem er að fara að hjálpa okkur í vetur,“ sagði Lárus eftir 109-96 tap gegn Tindastóli í síðustu umferð. Lárus vill ekki missa af úrslitakeppninni. Emil Karel, Davíð Arnar og Ragnar Örn Bragason spiluðu allir tíu til fimmtán mínútur en enginn þeirra skilaði stigum á töfluna. Emil átti eina skottilraun fyrir utan þriggja stiga línuna og Ragnar tvær, Davíð átti ekki skot. „Það má túlka þessi skilaboð tvenns konar. Þurfa þeir að gera meira inni á vellinum? Eins og þú kemur inn á, að þeir hafi ekki skotið nóg. Þurfa þeir að taka pláss þar? Eða þurfa þeir bara að taka pláss sem leiðtogar liðsins? Sem mennirnir sem drífa þetta áfram…“ velti Helgi Már Magnússon fyrir sér. „Þeir eru ekki að fara að breytast allt í einu og eiga einhverja tuttugu stiga leiki, en maður þarf að finna meira fyrir þeim inni á vellinum…“ sagði Helgi einnig. Davíð Arnar átti ekki skottilraun gegn Tindastóli. Það reiðir enn meira á íslenska leikmenn liðsins í ljósi þess að einn af fimm erlendu leikmönnunum, Steeve Ho You Fat, er hnéskelsbrotinn og verður ekki meira með á tímabilinu. Þurfa meira framlag frá öllum leikmönnum „Ég er kannski ekki endilega sammála því að núll stig, ef það er verið að vísa í það, að það sé það sem er að hjá Þór,“ skaut Pavel Ermolinskij inn í umræðuna. Pavel segir erlenda leikmenn Þórs líka þurfa að stíga upp. Sérstaklega varnarlega. „Það er hópur af erlendum leikmönnum þarna, fyrir utan Jordan Semple, sem gera jafnvel ekkert í vörn. Ekki að íslensku strákarnir séu að gera eitthvað mikið betur… Ég á bara við að stigaskor þeirra þriggja er langt því frá að vera vandamálið sem þarf að leysa þarna. Það á samt alveg rétt á sér að þeir þurfi að gera betur,“ bætti Pavel við. Umræðuna má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Næsti leikur Þórs er á föstudaginn gegn Stjörnunni. Klippa: Þarf íslenski kjarninn hjá Þór Þorlákshöfn að stíga upp?
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Púað á Butler í endurkomunni til Miami Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti