Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2025 17:32 Shaquille O'Neal og Kenny Smith fögnuðu með Jaren Barajas eftir að hann sigraði Damian Lillard í skotkeppni. getty/Thearon W. Henderson Heppinn áhorfandi á Stjörnuleiknum í NBA fékk rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna fyrir að vinna Damian Lillard í skotkeppni. Stjörnuleikurinn í NBA fór fram í Chase Center, heimavelli Golden State Warriors, í nótt. Leikurinn var með nýju sniði en fjögur lið öttu þar kappi; lið sem sjónvarpsmennirnir og fyrrverandi leikmennirnir Shaquille O'Neal, Kenny Smith, og Charles Barkley völdu og svo úrvalslið nýliða í deildinni. Liðið hans Shaq bar sigur úr býtum en það vann liðið hans Barkley í úrslitaleiknum, 42-35. Stephen Curry skoraði tólf stig og var valinn bestur á sínum heimavelli. Fleiri fóru glaðir út úr Chase Center í gær, þar á meðal átján ára háskólanemi að nafni Jaren Barajas. Hann mætti Lillard, leikmanni Milwaukee Bucks, í skotkeppni. Hann þurfti að hitta úr einu þriggja stiga skoti frá NBA-merkinu (milli teigsins og miðjunnar) áður en Lillard hitti úr þremur til að vinna hundrað þúsund Bandaríkjadollara. Lillard hitti úr tveimur skotum áður en Jaren negldi einu niður, spjaldið og ofan í, í þann mund sem klukkan rann út. Hann fór því hundrað þúsund Bandaríkjadölum ríkari frá Stjörnuleiknum. Það samsvarar rúmlega fjórtán milljónum íslenskra króna. “I played basketball growing up, I stopped… but I play basketball a lot”- Jaren the absolute beast pre-winning 100k in a 3 point contest against Damian Lillard pic.twitter.com/iWWi3kJ20e— Sports (@Sports) February 17, 2025 „Þetta skiptir öllu máli fyrir mig. Þetta hjálpar fjölskyldu minni og framtíð minni mikið. Vonandi borgar þetta námið mitt,“ sagði Jaren eftir skotkeppnina. Jaren bjóst ekki við að fara á Stjörnuleikinn en pabbi hans Jarens keypti miða á laugardaginn. Hann var svo óvænt beðinn um að taka þátt í skotkeppninni. Hann nýtti spjaldið þegar allt var undir, eins og pabbi hans hafði kennt honum. „Tíminn var að renna út. Það voru þrjátíu sekúndur eftir og pabbi segir mér alltaf að nota spjaldið. Og ég gerði það. Ég vann Damian Lillard,“ sagði Jaren. NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Stjörnuleikurinn í NBA fór fram í Chase Center, heimavelli Golden State Warriors, í nótt. Leikurinn var með nýju sniði en fjögur lið öttu þar kappi; lið sem sjónvarpsmennirnir og fyrrverandi leikmennirnir Shaquille O'Neal, Kenny Smith, og Charles Barkley völdu og svo úrvalslið nýliða í deildinni. Liðið hans Shaq bar sigur úr býtum en það vann liðið hans Barkley í úrslitaleiknum, 42-35. Stephen Curry skoraði tólf stig og var valinn bestur á sínum heimavelli. Fleiri fóru glaðir út úr Chase Center í gær, þar á meðal átján ára háskólanemi að nafni Jaren Barajas. Hann mætti Lillard, leikmanni Milwaukee Bucks, í skotkeppni. Hann þurfti að hitta úr einu þriggja stiga skoti frá NBA-merkinu (milli teigsins og miðjunnar) áður en Lillard hitti úr þremur til að vinna hundrað þúsund Bandaríkjadollara. Lillard hitti úr tveimur skotum áður en Jaren negldi einu niður, spjaldið og ofan í, í þann mund sem klukkan rann út. Hann fór því hundrað þúsund Bandaríkjadölum ríkari frá Stjörnuleiknum. Það samsvarar rúmlega fjórtán milljónum íslenskra króna. “I played basketball growing up, I stopped… but I play basketball a lot”- Jaren the absolute beast pre-winning 100k in a 3 point contest against Damian Lillard pic.twitter.com/iWWi3kJ20e— Sports (@Sports) February 17, 2025 „Þetta skiptir öllu máli fyrir mig. Þetta hjálpar fjölskyldu minni og framtíð minni mikið. Vonandi borgar þetta námið mitt,“ sagði Jaren eftir skotkeppnina. Jaren bjóst ekki við að fara á Stjörnuleikinn en pabbi hans Jarens keypti miða á laugardaginn. Hann var svo óvænt beðinn um að taka þátt í skotkeppninni. Hann nýtti spjaldið þegar allt var undir, eins og pabbi hans hafði kennt honum. „Tíminn var að renna út. Það voru þrjátíu sekúndur eftir og pabbi segir mér alltaf að nota spjaldið. Og ég gerði það. Ég vann Damian Lillard,“ sagði Jaren.
NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira