Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2025 13:18 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. Vilhjálmur stingur niður penna á Facebook í tilefni uppgjörs íslensku bankanna fyrir árið 2024. Þeir skiluðu samanlögðum hagnaði upp á tæpa hundrað milljarða og stefna á að greiða hluthöfum sínum arðgreiðslur upp á samannlagt 69 milljarða króna. „Það er galið að horfa upp á það að Arion banki, Íslandsbanki og Kvika séu að greiða hluthöfum sínum samtals 50 milljarða króna í arð á næstu misserum – en nú hefur Landsbankinn einnig tilkynnt að hann muni greiða 19 milljarða í arðgreiðslu,“ segir Vilhjálmur. „Samtals nema arðgreiðslur þessara fjögurra banka því 69 milljörðum króna – meira en sjálfir kjarasamningarnir kostuðu! Til samanburðar var fullyrt að stöðugleikasamningarnir, sem gerðir voru í mars í fyrra og kostuðu 60 milljarða, væru nauðsynlegir til að tryggja efnahagslegan stöðugleika.“ Fjármagnið komi ekki úr lausu lofti. „Það er rifið út úr vösum almennings með okurvöxtum, himinháum þjónustugjöldum og gríðarlegum vaxtamun sem bankarnir græða óhikað á. Á meðan heimili og fyrirtæki berjast við að ná endum saman, moka bankarnir hagnaði sínum í vasa fjárfesta í stað þess að lækka kostnað fyrir almenning.“ Vilhálmur sendir ríkisstjórninni óformlega fyrirspurn í færslu sinni. „Ætlar ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju, réttlæti og jöfnuð að láta þetta átölulaust? Því þessi græðgisvæðing í bankakerfinu er ekkert annað en dulin skattlagning á launafólk, heimili og almenning!“ Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Kvika banki Kjaramál Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Vilhjálmur stingur niður penna á Facebook í tilefni uppgjörs íslensku bankanna fyrir árið 2024. Þeir skiluðu samanlögðum hagnaði upp á tæpa hundrað milljarða og stefna á að greiða hluthöfum sínum arðgreiðslur upp á samannlagt 69 milljarða króna. „Það er galið að horfa upp á það að Arion banki, Íslandsbanki og Kvika séu að greiða hluthöfum sínum samtals 50 milljarða króna í arð á næstu misserum – en nú hefur Landsbankinn einnig tilkynnt að hann muni greiða 19 milljarða í arðgreiðslu,“ segir Vilhjálmur. „Samtals nema arðgreiðslur þessara fjögurra banka því 69 milljörðum króna – meira en sjálfir kjarasamningarnir kostuðu! Til samanburðar var fullyrt að stöðugleikasamningarnir, sem gerðir voru í mars í fyrra og kostuðu 60 milljarða, væru nauðsynlegir til að tryggja efnahagslegan stöðugleika.“ Fjármagnið komi ekki úr lausu lofti. „Það er rifið út úr vösum almennings með okurvöxtum, himinháum þjónustugjöldum og gríðarlegum vaxtamun sem bankarnir græða óhikað á. Á meðan heimili og fyrirtæki berjast við að ná endum saman, moka bankarnir hagnaði sínum í vasa fjárfesta í stað þess að lækka kostnað fyrir almenning.“ Vilhálmur sendir ríkisstjórninni óformlega fyrirspurn í færslu sinni. „Ætlar ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju, réttlæti og jöfnuð að láta þetta átölulaust? Því þessi græðgisvæðing í bankakerfinu er ekkert annað en dulin skattlagning á launafólk, heimili og almenning!“
Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Kvika banki Kjaramál Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira