Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2025 21:42 Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson fer fyrir loðnuleitinni. Mynd/Hafrannsóknastofnun. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur fundið loðnu norður af Vestfjörðum. Ekki verður ljóst fyrr en eftir helgi hvort magnið sé nægileg viðbót til að unnt verði að gangsetja síðbúna loðnuvertíð og koma þannig í veg fyrir loðnubrest þennan veturinn. Þrjú skip hafa verið við loðnuleit þessa vikuna. Árni Friðriksson hélt út síðastliðinn laugardag og síðan bættust við fiskiskipin Heimaey og Polar Ammassak. Auk þeirra er rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson í árlegum vetrarleiðangri umhverfis landið til að kanna ástand sjávar. Siglingarferlar skipanna. Árni Friðriksson og Polar Ammassak voru í kvöld norður af Húnaflóa og Skaga en Heimaey við Grímsey. Bjarni Sæmundsson var undan Ingólfshöfða.Hafrannsóknastofnun „Árni Friðriksson hefur verið í loðnu en ekki komin nein mynd á magnið þar ennþá. Árni er að sjá loðnu með landgrunnskantinum á sömu slóðum og í janúar,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. „Ennþá hefur ekki verið neitt að sjá hjá Heimaey og Polar Ammassak,“ segir hann. Spurður hvort þær lykkjur sem sjást á siglingaferli Polar Ammassak norður af Skaga í dag tákni að þar hafi orðið vart loðnu svarar Guðmundur: „Þetta var ekkert hjá Polar, bara smá loðna.“ Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.Einar Árnason Skipin klára yfirferðina þarna á morgun og í framhaldinu munu þau leita á grunnunum fyrir norðan land, að sögn Guðmundar. „Það verður ekki komið mat á magnið hjá Árna fyrr en í fyrsta lagi á mánudaginn, og þá hvort þetta sé einhver viðbót við það sem áður hafði verið mælt á þessum slóðum,“ segir fiskifræðingurinn. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Efnahagsmál Tengdar fréttir Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun í samvinnu við loðnuútgerðir gerir núna lokatilraun til að finna loðnu við landið í nægjanlegu magni svo unnt sé að gefa út veiðikvóta áður en loðnan hrygnir og drepst. Að öðrum kosti blasir við loðnubrestur, annað árið í röð. 10. febrúar 2025 10:51 Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Þrjú skip hafa verið við loðnuleit þessa vikuna. Árni Friðriksson hélt út síðastliðinn laugardag og síðan bættust við fiskiskipin Heimaey og Polar Ammassak. Auk þeirra er rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson í árlegum vetrarleiðangri umhverfis landið til að kanna ástand sjávar. Siglingarferlar skipanna. Árni Friðriksson og Polar Ammassak voru í kvöld norður af Húnaflóa og Skaga en Heimaey við Grímsey. Bjarni Sæmundsson var undan Ingólfshöfða.Hafrannsóknastofnun „Árni Friðriksson hefur verið í loðnu en ekki komin nein mynd á magnið þar ennþá. Árni er að sjá loðnu með landgrunnskantinum á sömu slóðum og í janúar,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. „Ennþá hefur ekki verið neitt að sjá hjá Heimaey og Polar Ammassak,“ segir hann. Spurður hvort þær lykkjur sem sjást á siglingaferli Polar Ammassak norður af Skaga í dag tákni að þar hafi orðið vart loðnu svarar Guðmundur: „Þetta var ekkert hjá Polar, bara smá loðna.“ Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.Einar Árnason Skipin klára yfirferðina þarna á morgun og í framhaldinu munu þau leita á grunnunum fyrir norðan land, að sögn Guðmundar. „Það verður ekki komið mat á magnið hjá Árna fyrr en í fyrsta lagi á mánudaginn, og þá hvort þetta sé einhver viðbót við það sem áður hafði verið mælt á þessum slóðum,“ segir fiskifræðingurinn.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Efnahagsmál Tengdar fréttir Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun í samvinnu við loðnuútgerðir gerir núna lokatilraun til að finna loðnu við landið í nægjanlegu magni svo unnt sé að gefa út veiðikvóta áður en loðnan hrygnir og drepst. Að öðrum kosti blasir við loðnubrestur, annað árið í röð. 10. febrúar 2025 10:51 Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun í samvinnu við loðnuútgerðir gerir núna lokatilraun til að finna loðnu við landið í nægjanlegu magni svo unnt sé að gefa út veiðikvóta áður en loðnan hrygnir og drepst. Að öðrum kosti blasir við loðnubrestur, annað árið í röð. 10. febrúar 2025 10:51
Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35
Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28
Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58