Alvotech vígir Frumuna Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2025 11:36 Upphaflega hýsti húsnæði Frumunnar við Klettagarða í Sundahöfn rannsóknar- og þróunardeild Alvotech, sem hefur nú flutt í höfuðstöðvar félagsins í Vatnsmýri. Alvotech Alvotech vígir mun í dag vígja Frumuna, nýja miðstöð líftækni á Íslandi. Henni er ætlað að styðja við aukna nýsköpun, rannsóknir, þróun og samvinnu vísindamanna og frumkvöðla í líftækni á Íslandi. Í tilkynningu frá Alvotech kemur fram að upphaflega hafi húsnæði Frumunnar við Klettagarða í Sundahöfn hýst rannsóknar- og þróunardeild Alvotech, sem hafi nú flutt í höfuðstöðvar félagsins í Vatnsmýri. Í húsnæðinu hafi verið komið upp fullkominni aðstöðu fyrir rannsóknarstofu Háskóla Íslands í iðnaðarlíftækni, nýsköpunar- og þróunarsetur Alvotech, Alvotech Akademíuna og fyrsta líftækniklasann hér á landi. Alvotech Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech að félagið vilji að Fruman verði lifandi samfélag nemenda, vísindamanna og frumkvöðla, vettvangur þar sem sérfræðingar úr ólíkum áttum geti miðlað þekkingu og lagt grunninn að framtíðarvexti líftækni á Íslandi. „Við bindum miklar vonir við að samfélagið sem þarna myndast geti af sér nýja sprota í líftækniiðnaðinum og efli nýsköpun og þekkingu í greininni hér á landi. Með því að bjóða fram þessa fullkomnu aðstöðu fyrir vísindamenn við Háskóla Íslands og nemendur í Alvotech Akademíunni, stuðlum við einnig að auknu framboði af hæfu starfsfólki í þróun og framleiðslu líftæknilyfja,” segir Róbert. Í tilkynningunni segir að Fruman sé nýjung hér á landi en eigi sér ýmsar erlendar fyrirmyndir. „Í mörgum nágrannalandanna hefur sambærilegri aðstöðu verið komið á fót í nánum tengslum við fyrirtæki í lyfjaiðnaði, líftækni og lífvísindum, með þátttöku rannsóknarháskóla. Alvotech hefur þróað verkefnið í samráði við Háskóla Íslands. Félagið og háskólinn hafa um árabil átt nána samvinnu um námsleið í iðnaðarlíftækni, þar sem Alvotech hefur meðal annars lagt til kennara og tækjabúnað. Alvotech Fruman byggir á fjórum meginstoðum: Rannsóknarstofa í iðnaðarlíftækni. Aðstaða fyrir kennslu nemenda við námsleið Háskóla Íslands í iðnaðarlíftækni, þar sem þeir fá raunhæfa þjálfun í notkun nýjustu tækni og vinnubrögðum. Líftækniklasinn. Ný miðstöð fyrir sprotafyrirtæki í líftækni, sem býðst aðgangur að fullkominni rannsóknaraðstöðu, þekkingu, tengslaneti og handleiðslu sérfræðinga. Byrjað verður að taka við umsóknum um aðstöðu í líftækniklasanum í maí nk. Alvotech Akademían. Skóli þar sem nýir starfsmenn Alvotech stunda fræðilegt nám og fá verklega þjálfun í vinnubrögðum við framleiðslu líftæknilyfja og hliðstæða þeirra. Nýsköpunarsetur Alvotech. Aðstaða fyrir rannsóknir og þróun á nýjum aðferðum, ferlum og tækni til framleiðslu á líftæknilyfjum. Opnunarhátíðin fer fram í húsnæði Frumunnar að Klettagörðum 6, við Sundahöfn og hefst kl. 16:00 miðvikudaginn 12. febrúar. Meðal þeirra sem flytja ávörp við opnunina er Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech og Joseph McClellan, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá Alvotech,“ segir í tilkynningunni. Alvotech Líftækni Reykjavík Vísindi Alvotech Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Í tilkynningu frá Alvotech kemur fram að upphaflega hafi húsnæði Frumunnar við Klettagarða í Sundahöfn hýst rannsóknar- og þróunardeild Alvotech, sem hafi nú flutt í höfuðstöðvar félagsins í Vatnsmýri. Í húsnæðinu hafi verið komið upp fullkominni aðstöðu fyrir rannsóknarstofu Háskóla Íslands í iðnaðarlíftækni, nýsköpunar- og þróunarsetur Alvotech, Alvotech Akademíuna og fyrsta líftækniklasann hér á landi. Alvotech Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech að félagið vilji að Fruman verði lifandi samfélag nemenda, vísindamanna og frumkvöðla, vettvangur þar sem sérfræðingar úr ólíkum áttum geti miðlað þekkingu og lagt grunninn að framtíðarvexti líftækni á Íslandi. „Við bindum miklar vonir við að samfélagið sem þarna myndast geti af sér nýja sprota í líftækniiðnaðinum og efli nýsköpun og þekkingu í greininni hér á landi. Með því að bjóða fram þessa fullkomnu aðstöðu fyrir vísindamenn við Háskóla Íslands og nemendur í Alvotech Akademíunni, stuðlum við einnig að auknu framboði af hæfu starfsfólki í þróun og framleiðslu líftæknilyfja,” segir Róbert. Í tilkynningunni segir að Fruman sé nýjung hér á landi en eigi sér ýmsar erlendar fyrirmyndir. „Í mörgum nágrannalandanna hefur sambærilegri aðstöðu verið komið á fót í nánum tengslum við fyrirtæki í lyfjaiðnaði, líftækni og lífvísindum, með þátttöku rannsóknarháskóla. Alvotech hefur þróað verkefnið í samráði við Háskóla Íslands. Félagið og háskólinn hafa um árabil átt nána samvinnu um námsleið í iðnaðarlíftækni, þar sem Alvotech hefur meðal annars lagt til kennara og tækjabúnað. Alvotech Fruman byggir á fjórum meginstoðum: Rannsóknarstofa í iðnaðarlíftækni. Aðstaða fyrir kennslu nemenda við námsleið Háskóla Íslands í iðnaðarlíftækni, þar sem þeir fá raunhæfa þjálfun í notkun nýjustu tækni og vinnubrögðum. Líftækniklasinn. Ný miðstöð fyrir sprotafyrirtæki í líftækni, sem býðst aðgangur að fullkominni rannsóknaraðstöðu, þekkingu, tengslaneti og handleiðslu sérfræðinga. Byrjað verður að taka við umsóknum um aðstöðu í líftækniklasanum í maí nk. Alvotech Akademían. Skóli þar sem nýir starfsmenn Alvotech stunda fræðilegt nám og fá verklega þjálfun í vinnubrögðum við framleiðslu líftæknilyfja og hliðstæða þeirra. Nýsköpunarsetur Alvotech. Aðstaða fyrir rannsóknir og þróun á nýjum aðferðum, ferlum og tækni til framleiðslu á líftæknilyfjum. Opnunarhátíðin fer fram í húsnæði Frumunnar að Klettagörðum 6, við Sundahöfn og hefst kl. 16:00 miðvikudaginn 12. febrúar. Meðal þeirra sem flytja ávörp við opnunina er Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech og Joseph McClellan, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá Alvotech,“ segir í tilkynningunni. Alvotech
Líftækni Reykjavík Vísindi Alvotech Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira