Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Vont veður vetur í Reykjavík Skattaleg áhrif helstu greina ferðaþjónustunnar á Íslandi námu allt að 180 milljörðum króna árið 2023. Þar af eru svokölluð þröng skattaleg áhrif metin um 106,5 milljarðar en ef horft er til víðtækari áhrifa ferðaþjónustunnar nema skattaleg áhrif greinarinnar rúmum 180 milljörðum. Miðað við tölur í árslok 2023 voru starfrækt hátt í fimm þúsund fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar á Íslandi samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar. Þá var fjöldi starfsfólks í greininni áætlaður um þrjátíu þúsund og meðallaun fyrir störf í ferðaþjónustu það árið um 657 þúsund krónur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar sem kynnt er í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Greinin einnig borin uppi af Íslendingum Hlutdeild ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu hefur vaxið mikið að því er fram kemur í skýrslunni en árið 2023 var hlutdeild greinarinnar 8,8%. Til samanburðar var hlutdeild greinarinnar í vergri landsframleiðslu aðeins 3,5% árið 2009. „Álykta má sem svo að ferðaþjónustan hér á landi sé í jöfnum og góðum vexti. Það hefur tekist að viðhalda áhuga erlendra ferðamanna á áfangastaðnum Ísland með markvissri kynningu og mörkun landsins,“ segir í skýrslunni. „Þegar horft er á virðiskeðju ferðaþjónustunnar er ljóst að hún snertir fleiri þætti íslensks þjóðlífs en einungis einkennandi greinar ferðaþjónustunnar. Einnig er rétt að taka fram að neysla einkennandi greina ferðaþjónustunnar er einnig borin uppi af innlendum aðilum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Langflestir ferðamenn sem heimsækja Ísland koma frá Bandaríkjunum.Vísir/Vilhelm Þegar litið er til einstakra greina kemur í ljós samkvæmt skýrslunni að langmestum skattalegum áhrifum skila farþegaflutningar með flugi, þá hótel- og gistiheimili og næst veitingastaðir, ferðaskrifstofur og þjónustustarfsemi tengd flugi. Aðrar ferðaþjónustugreinar á borð við bílaleigur og aðra farþegaflutninga skila minnstum skattalegum áhrifum samkvæmt skýrslunn. „Þrátt fyrir að arðsemi greinarinnar hafi batnað á árinu 2023 er hún samt sem áður almennt lægri en í viðskiptahagkerfinu. Án efa munu stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa þetta í huga ásamt því að nýta betur þær miklu fjárfestingar sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum,“ segir ennfremur í skýrslunni. Ferðaþjónusta Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Miðað við tölur í árslok 2023 voru starfrækt hátt í fimm þúsund fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar á Íslandi samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar. Þá var fjöldi starfsfólks í greininni áætlaður um þrjátíu þúsund og meðallaun fyrir störf í ferðaþjónustu það árið um 657 þúsund krónur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar sem kynnt er í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Greinin einnig borin uppi af Íslendingum Hlutdeild ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu hefur vaxið mikið að því er fram kemur í skýrslunni en árið 2023 var hlutdeild greinarinnar 8,8%. Til samanburðar var hlutdeild greinarinnar í vergri landsframleiðslu aðeins 3,5% árið 2009. „Álykta má sem svo að ferðaþjónustan hér á landi sé í jöfnum og góðum vexti. Það hefur tekist að viðhalda áhuga erlendra ferðamanna á áfangastaðnum Ísland með markvissri kynningu og mörkun landsins,“ segir í skýrslunni. „Þegar horft er á virðiskeðju ferðaþjónustunnar er ljóst að hún snertir fleiri þætti íslensks þjóðlífs en einungis einkennandi greinar ferðaþjónustunnar. Einnig er rétt að taka fram að neysla einkennandi greina ferðaþjónustunnar er einnig borin uppi af innlendum aðilum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Langflestir ferðamenn sem heimsækja Ísland koma frá Bandaríkjunum.Vísir/Vilhelm Þegar litið er til einstakra greina kemur í ljós samkvæmt skýrslunni að langmestum skattalegum áhrifum skila farþegaflutningar með flugi, þá hótel- og gistiheimili og næst veitingastaðir, ferðaskrifstofur og þjónustustarfsemi tengd flugi. Aðrar ferðaþjónustugreinar á borð við bílaleigur og aðra farþegaflutninga skila minnstum skattalegum áhrifum samkvæmt skýrslunn. „Þrátt fyrir að arðsemi greinarinnar hafi batnað á árinu 2023 er hún samt sem áður almennt lægri en í viðskiptahagkerfinu. Án efa munu stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa þetta í huga ásamt því að nýta betur þær miklu fjárfestingar sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum,“ segir ennfremur í skýrslunni.
Ferðaþjónusta Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira