Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Vont veður vetur í Reykjavík Skattaleg áhrif helstu greina ferðaþjónustunnar á Íslandi námu allt að 180 milljörðum króna árið 2023. Þar af eru svokölluð þröng skattaleg áhrif metin um 106,5 milljarðar en ef horft er til víðtækari áhrifa ferðaþjónustunnar nema skattaleg áhrif greinarinnar rúmum 180 milljörðum. Miðað við tölur í árslok 2023 voru starfrækt hátt í fimm þúsund fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar á Íslandi samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar. Þá var fjöldi starfsfólks í greininni áætlaður um þrjátíu þúsund og meðallaun fyrir störf í ferðaþjónustu það árið um 657 þúsund krónur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar sem kynnt er í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Greinin einnig borin uppi af Íslendingum Hlutdeild ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu hefur vaxið mikið að því er fram kemur í skýrslunni en árið 2023 var hlutdeild greinarinnar 8,8%. Til samanburðar var hlutdeild greinarinnar í vergri landsframleiðslu aðeins 3,5% árið 2009. „Álykta má sem svo að ferðaþjónustan hér á landi sé í jöfnum og góðum vexti. Það hefur tekist að viðhalda áhuga erlendra ferðamanna á áfangastaðnum Ísland með markvissri kynningu og mörkun landsins,“ segir í skýrslunni. „Þegar horft er á virðiskeðju ferðaþjónustunnar er ljóst að hún snertir fleiri þætti íslensks þjóðlífs en einungis einkennandi greinar ferðaþjónustunnar. Einnig er rétt að taka fram að neysla einkennandi greina ferðaþjónustunnar er einnig borin uppi af innlendum aðilum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Langflestir ferðamenn sem heimsækja Ísland koma frá Bandaríkjunum.Vísir/Vilhelm Þegar litið er til einstakra greina kemur í ljós samkvæmt skýrslunni að langmestum skattalegum áhrifum skila farþegaflutningar með flugi, þá hótel- og gistiheimili og næst veitingastaðir, ferðaskrifstofur og þjónustustarfsemi tengd flugi. Aðrar ferðaþjónustugreinar á borð við bílaleigur og aðra farþegaflutninga skila minnstum skattalegum áhrifum samkvæmt skýrslunn. „Þrátt fyrir að arðsemi greinarinnar hafi batnað á árinu 2023 er hún samt sem áður almennt lægri en í viðskiptahagkerfinu. Án efa munu stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa þetta í huga ásamt því að nýta betur þær miklu fjárfestingar sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum,“ segir ennfremur í skýrslunni. Ferðaþjónusta Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Miðað við tölur í árslok 2023 voru starfrækt hátt í fimm þúsund fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar á Íslandi samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar. Þá var fjöldi starfsfólks í greininni áætlaður um þrjátíu þúsund og meðallaun fyrir störf í ferðaþjónustu það árið um 657 þúsund krónur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar sem kynnt er í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Greinin einnig borin uppi af Íslendingum Hlutdeild ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu hefur vaxið mikið að því er fram kemur í skýrslunni en árið 2023 var hlutdeild greinarinnar 8,8%. Til samanburðar var hlutdeild greinarinnar í vergri landsframleiðslu aðeins 3,5% árið 2009. „Álykta má sem svo að ferðaþjónustan hér á landi sé í jöfnum og góðum vexti. Það hefur tekist að viðhalda áhuga erlendra ferðamanna á áfangastaðnum Ísland með markvissri kynningu og mörkun landsins,“ segir í skýrslunni. „Þegar horft er á virðiskeðju ferðaþjónustunnar er ljóst að hún snertir fleiri þætti íslensks þjóðlífs en einungis einkennandi greinar ferðaþjónustunnar. Einnig er rétt að taka fram að neysla einkennandi greina ferðaþjónustunnar er einnig borin uppi af innlendum aðilum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Langflestir ferðamenn sem heimsækja Ísland koma frá Bandaríkjunum.Vísir/Vilhelm Þegar litið er til einstakra greina kemur í ljós samkvæmt skýrslunni að langmestum skattalegum áhrifum skila farþegaflutningar með flugi, þá hótel- og gistiheimili og næst veitingastaðir, ferðaskrifstofur og þjónustustarfsemi tengd flugi. Aðrar ferðaþjónustugreinar á borð við bílaleigur og aðra farþegaflutninga skila minnstum skattalegum áhrifum samkvæmt skýrslunn. „Þrátt fyrir að arðsemi greinarinnar hafi batnað á árinu 2023 er hún samt sem áður almennt lægri en í viðskiptahagkerfinu. Án efa munu stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa þetta í huga ásamt því að nýta betur þær miklu fjárfestingar sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum,“ segir ennfremur í skýrslunni.
Ferðaþjónusta Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira