Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Vont veður vetur í Reykjavík Skattaleg áhrif helstu greina ferðaþjónustunnar á Íslandi námu allt að 180 milljörðum króna árið 2023. Þar af eru svokölluð þröng skattaleg áhrif metin um 106,5 milljarðar en ef horft er til víðtækari áhrifa ferðaþjónustunnar nema skattaleg áhrif greinarinnar rúmum 180 milljörðum. Miðað við tölur í árslok 2023 voru starfrækt hátt í fimm þúsund fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar á Íslandi samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar. Þá var fjöldi starfsfólks í greininni áætlaður um þrjátíu þúsund og meðallaun fyrir störf í ferðaþjónustu það árið um 657 þúsund krónur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar sem kynnt er í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Greinin einnig borin uppi af Íslendingum Hlutdeild ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu hefur vaxið mikið að því er fram kemur í skýrslunni en árið 2023 var hlutdeild greinarinnar 8,8%. Til samanburðar var hlutdeild greinarinnar í vergri landsframleiðslu aðeins 3,5% árið 2009. „Álykta má sem svo að ferðaþjónustan hér á landi sé í jöfnum og góðum vexti. Það hefur tekist að viðhalda áhuga erlendra ferðamanna á áfangastaðnum Ísland með markvissri kynningu og mörkun landsins,“ segir í skýrslunni. „Þegar horft er á virðiskeðju ferðaþjónustunnar er ljóst að hún snertir fleiri þætti íslensks þjóðlífs en einungis einkennandi greinar ferðaþjónustunnar. Einnig er rétt að taka fram að neysla einkennandi greina ferðaþjónustunnar er einnig borin uppi af innlendum aðilum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Langflestir ferðamenn sem heimsækja Ísland koma frá Bandaríkjunum.Vísir/Vilhelm Þegar litið er til einstakra greina kemur í ljós samkvæmt skýrslunni að langmestum skattalegum áhrifum skila farþegaflutningar með flugi, þá hótel- og gistiheimili og næst veitingastaðir, ferðaskrifstofur og þjónustustarfsemi tengd flugi. Aðrar ferðaþjónustugreinar á borð við bílaleigur og aðra farþegaflutninga skila minnstum skattalegum áhrifum samkvæmt skýrslunn. „Þrátt fyrir að arðsemi greinarinnar hafi batnað á árinu 2023 er hún samt sem áður almennt lægri en í viðskiptahagkerfinu. Án efa munu stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa þetta í huga ásamt því að nýta betur þær miklu fjárfestingar sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum,“ segir ennfremur í skýrslunni. Ferðaþjónusta Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Miðað við tölur í árslok 2023 voru starfrækt hátt í fimm þúsund fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar á Íslandi samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar. Þá var fjöldi starfsfólks í greininni áætlaður um þrjátíu þúsund og meðallaun fyrir störf í ferðaþjónustu það árið um 657 þúsund krónur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar sem kynnt er í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Greinin einnig borin uppi af Íslendingum Hlutdeild ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu hefur vaxið mikið að því er fram kemur í skýrslunni en árið 2023 var hlutdeild greinarinnar 8,8%. Til samanburðar var hlutdeild greinarinnar í vergri landsframleiðslu aðeins 3,5% árið 2009. „Álykta má sem svo að ferðaþjónustan hér á landi sé í jöfnum og góðum vexti. Það hefur tekist að viðhalda áhuga erlendra ferðamanna á áfangastaðnum Ísland með markvissri kynningu og mörkun landsins,“ segir í skýrslunni. „Þegar horft er á virðiskeðju ferðaþjónustunnar er ljóst að hún snertir fleiri þætti íslensks þjóðlífs en einungis einkennandi greinar ferðaþjónustunnar. Einnig er rétt að taka fram að neysla einkennandi greina ferðaþjónustunnar er einnig borin uppi af innlendum aðilum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Langflestir ferðamenn sem heimsækja Ísland koma frá Bandaríkjunum.Vísir/Vilhelm Þegar litið er til einstakra greina kemur í ljós samkvæmt skýrslunni að langmestum skattalegum áhrifum skila farþegaflutningar með flugi, þá hótel- og gistiheimili og næst veitingastaðir, ferðaskrifstofur og þjónustustarfsemi tengd flugi. Aðrar ferðaþjónustugreinar á borð við bílaleigur og aðra farþegaflutninga skila minnstum skattalegum áhrifum samkvæmt skýrslunn. „Þrátt fyrir að arðsemi greinarinnar hafi batnað á árinu 2023 er hún samt sem áður almennt lægri en í viðskiptahagkerfinu. Án efa munu stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa þetta í huga ásamt því að nýta betur þær miklu fjárfestingar sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum,“ segir ennfremur í skýrslunni.
Ferðaþjónusta Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira