Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2025 18:01 Feilspor fyrri kjarasamninga kennara eru mörg, hin og þessi réttindi seld en einkennilegast hefur mér þótt ákvæðið um teymiskennslu. Teymiskennsla er hugsuð til þess að auðvelda starf kennara og auka gæði náms fyrir nemendur. Því er svo sérstakt að þetta ákvæði sem býður upp hvata fyrir verri laun kennara og verri kennslu nemenda. Þetta lýsir sér í því að ef meðlimir teymis forfallast, er hvati rekstraraðilans, í þessu tilviki skólans til að spara. Því þeir kennarar sem eru á vaktinni má bjóða hálfvirði forfallakennslu fyrir að dekka tvo nemendahópa, í stað þess að greiða fulla yfirvinnu fyrir annan kennara sem kemur inn. Þetta kemur auðvitað fyrst og fremst niður á kennslunni, því kennarinn sinnir nemendum ekki 50% betur þó hann fái auka 50% fyrir tímann sem hann tekur við tveimur hópum. Þar verðum við kennarar líka að passa upp á okkur. Ekki taka sífellt lægri taxta til að redda. Við töpum á því fjárhagslega og nemendur námslega. Þú heldur að þú sért að hlaupa undir bagga og redda hlutunum. En þú verður líklega bara þreyttari, sem gerir þig svo verr í stakk búinn til þess að kenna nemendunum sem þú ert nú þegar með ábyrgð á. Svo ekki sé talað um nemendurna sem koma til þín í tímana eftir tvöfaldan nemendahóp. Dagurinn verður líklega erfiðari og þú kemur þreyttari heim. Og ef þetta er gert þá ertu að búa til fordæmi fyrir vinnuveitandann að þetta sé í boði. Jákvæða styrkingu á því að bjóða þér afslátt á laununum þínum. Sem gerir það að verkum að oftar er spurt og þá getur vítahringurinn byrjaður. Setjum okkur og nemendur okkar í forgang. Gerum sjálfum okkur greiða sem stétt og verum ekki að undirbjóða okkur í launum. Það er nóg að aðrir séu að sjá um það fyrir okkur. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Feilspor fyrri kjarasamninga kennara eru mörg, hin og þessi réttindi seld en einkennilegast hefur mér þótt ákvæðið um teymiskennslu. Teymiskennsla er hugsuð til þess að auðvelda starf kennara og auka gæði náms fyrir nemendur. Því er svo sérstakt að þetta ákvæði sem býður upp hvata fyrir verri laun kennara og verri kennslu nemenda. Þetta lýsir sér í því að ef meðlimir teymis forfallast, er hvati rekstraraðilans, í þessu tilviki skólans til að spara. Því þeir kennarar sem eru á vaktinni má bjóða hálfvirði forfallakennslu fyrir að dekka tvo nemendahópa, í stað þess að greiða fulla yfirvinnu fyrir annan kennara sem kemur inn. Þetta kemur auðvitað fyrst og fremst niður á kennslunni, því kennarinn sinnir nemendum ekki 50% betur þó hann fái auka 50% fyrir tímann sem hann tekur við tveimur hópum. Þar verðum við kennarar líka að passa upp á okkur. Ekki taka sífellt lægri taxta til að redda. Við töpum á því fjárhagslega og nemendur námslega. Þú heldur að þú sért að hlaupa undir bagga og redda hlutunum. En þú verður líklega bara þreyttari, sem gerir þig svo verr í stakk búinn til þess að kenna nemendunum sem þú ert nú þegar með ábyrgð á. Svo ekki sé talað um nemendurna sem koma til þín í tímana eftir tvöfaldan nemendahóp. Dagurinn verður líklega erfiðari og þú kemur þreyttari heim. Og ef þetta er gert þá ertu að búa til fordæmi fyrir vinnuveitandann að þetta sé í boði. Jákvæða styrkingu á því að bjóða þér afslátt á laununum þínum. Sem gerir það að verkum að oftar er spurt og þá getur vítahringurinn byrjaður. Setjum okkur og nemendur okkar í forgang. Gerum sjálfum okkur greiða sem stétt og verum ekki að undirbjóða okkur í launum. Það er nóg að aðrir séu að sjá um það fyrir okkur. Höfundur er kennari.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar