Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Árni Sæberg skrifar 31. janúar 2025 13:54 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði lækkað um hálft prósentustig næst þegar peningastefnunefnd kemur saman þann 5. febrúar. Deildin telur þó að aðeins 25 punkta lækkun sé möguleg. Í tilkynningu á vef Íslandsbanka segir að hjöðnun verðbólgu, lægri verðbólguvæntingar og merki um minni eftirspurnarspennu í hagkerfinu séu meðal helstu áhrifaþátta á vaxtalækkun. Horfur séu á áframhaldandi lækkun stýrivaxta niður í 6,5 prósent um næstu áramót og nokkra viðbótarlækkun á árinu 2026. Landsbankinn tilkynnti í gær að greiningardeild hans reiknaði með fimmtíu punkta lækkun. Nefndin hefur sagt meira svigrúm nú en síðast Í nóvember hafi peningastefnunefndin ákveðið samhljóða að lækka stýrivextina um 0,5 prósentur. Þá hafi verið tekið fram að næsti reglulegi fundur nefndarinnar yrði ekki fyrr en á nýju ári og nefndin teldi að svigrúm væri til að taka stærra skref til lækkunar vaxta og viðhalda um leið hæfilegu aðhaldsstigi til þess að styðja við áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og draga úr framleiðsluspennu á komandi misserum. Útlit væri þó fyrir að taumhald peningastefnunnar þyrfti áfram að vera þétt. Mismunandi þættir togast á Í tilkynningu á vef Íslandsbanka segir að í ákvörðun peningastefnunefndar muni eftirfarandi þættir einna helst togast á: Til meiri lækkunar: Hjöðnun verðbólgu milli vaxtaákvarðana Lægri verðbólguvæntingar, sér í lagi til skemmri tíma Vísbendingar um betra jafnvægi á vinnumarkaði Minnkandi eftirspurnarspenna á íbúðamarkaði Hátt raunvaxtastig þrátt fyrir lækkun stýrivaxta undanfarna mánuði Til minni lækkunar: Vísbendingar um að eftirspurn gæti sótt í sig veðrið á næstunni Merki um að allnokkur þróttur sé enn í þjóðarbúskapnum Óvissa vegna yfirvofandi verkfalla hjá kennurum og möguleg áhrif af samningum við þá á aðhaldsstig opinberra fjármála og framvindu á vinnumarkaði síðar meir Sjónarmið um að of hröð lækkun vaxta geti skaðað trúverðugleika peningastefnunnar. Sú staðreynd að aðeins 6 vikur líða fram að næstu vaxtaákvörðun í seinni hluta marsmánaðar Raunvextir enn háir Í tilkynningunni segir að þrátt fyrir lækkun stýrivaxta um 0,75 prósentur frá októberbyrjun hafi raunvextir í hagkerfinu lítið gefið eftir og séu enn býsna háir á flesta ef ekki alla mælikvarða. Það endurspegli þróun verðbólgu og verðbólguvæntinga sem hafi almennt haldið í við vaxtalækkunina og jafnvel gott betur á suma mælikvarða. Íslandsbanki „Eins og sést á myndinni eru skammtíma raunvextir á bilinu 3,7% - 4,3% á þá mælikvarða sem við styðjumst við hér. Langtíma raunvextir eru svo í kring um um 2,7% miðað við 10 ára punktinn á vaxtaferli ríkisbréfa. Þá eru verðtryggðir vextir á íbúðalánamarkaði þeir hæstu í rúman áratug. Það er því svigrúm til lækkunar stýrivaxta um þessar mundir án þess að aðhald peningastefnunnar minnki verulega miðað við stöðuna áður en vaxtalækkunarferli Seðlabankans var hleypt af stokkunum síðasta haust.“ Íslandsbanki Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Í tilkynningu á vef Íslandsbanka segir að hjöðnun verðbólgu, lægri verðbólguvæntingar og merki um minni eftirspurnarspennu í hagkerfinu séu meðal helstu áhrifaþátta á vaxtalækkun. Horfur séu á áframhaldandi lækkun stýrivaxta niður í 6,5 prósent um næstu áramót og nokkra viðbótarlækkun á árinu 2026. Landsbankinn tilkynnti í gær að greiningardeild hans reiknaði með fimmtíu punkta lækkun. Nefndin hefur sagt meira svigrúm nú en síðast Í nóvember hafi peningastefnunefndin ákveðið samhljóða að lækka stýrivextina um 0,5 prósentur. Þá hafi verið tekið fram að næsti reglulegi fundur nefndarinnar yrði ekki fyrr en á nýju ári og nefndin teldi að svigrúm væri til að taka stærra skref til lækkunar vaxta og viðhalda um leið hæfilegu aðhaldsstigi til þess að styðja við áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og draga úr framleiðsluspennu á komandi misserum. Útlit væri þó fyrir að taumhald peningastefnunnar þyrfti áfram að vera þétt. Mismunandi þættir togast á Í tilkynningu á vef Íslandsbanka segir að í ákvörðun peningastefnunefndar muni eftirfarandi þættir einna helst togast á: Til meiri lækkunar: Hjöðnun verðbólgu milli vaxtaákvarðana Lægri verðbólguvæntingar, sér í lagi til skemmri tíma Vísbendingar um betra jafnvægi á vinnumarkaði Minnkandi eftirspurnarspenna á íbúðamarkaði Hátt raunvaxtastig þrátt fyrir lækkun stýrivaxta undanfarna mánuði Til minni lækkunar: Vísbendingar um að eftirspurn gæti sótt í sig veðrið á næstunni Merki um að allnokkur þróttur sé enn í þjóðarbúskapnum Óvissa vegna yfirvofandi verkfalla hjá kennurum og möguleg áhrif af samningum við þá á aðhaldsstig opinberra fjármála og framvindu á vinnumarkaði síðar meir Sjónarmið um að of hröð lækkun vaxta geti skaðað trúverðugleika peningastefnunnar. Sú staðreynd að aðeins 6 vikur líða fram að næstu vaxtaákvörðun í seinni hluta marsmánaðar Raunvextir enn háir Í tilkynningunni segir að þrátt fyrir lækkun stýrivaxta um 0,75 prósentur frá októberbyrjun hafi raunvextir í hagkerfinu lítið gefið eftir og séu enn býsna háir á flesta ef ekki alla mælikvarða. Það endurspegli þróun verðbólgu og verðbólguvæntinga sem hafi almennt haldið í við vaxtalækkunina og jafnvel gott betur á suma mælikvarða. Íslandsbanki „Eins og sést á myndinni eru skammtíma raunvextir á bilinu 3,7% - 4,3% á þá mælikvarða sem við styðjumst við hér. Langtíma raunvextir eru svo í kring um um 2,7% miðað við 10 ára punktinn á vaxtaferli ríkisbréfa. Þá eru verðtryggðir vextir á íbúðalánamarkaði þeir hæstu í rúman áratug. Það er því svigrúm til lækkunar stýrivaxta um þessar mundir án þess að aðhald peningastefnunnar minnki verulega miðað við stöðuna áður en vaxtalækkunarferli Seðlabankans var hleypt af stokkunum síðasta haust.“
Íslandsbanki Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira