Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2025 18:18 Valdimar Sveinsson með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Mynd/Arnaldur Halldórsson Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2025 fyrir verkefnið Lífupplýsingafræðileg greining á kælisvari frumna. Valdimar er nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur verkefnisins voru Kimberley Anderson Rannsóknarstofustjóri og Hans Tómas Björnsson Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Verðlaunin í ár er LAVA Vasi, handblásinn úr endurunnu gleri frá Fólk Reykjavik. Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin á Bessastöðum í dag.Mynd/Arnaldur Halldórsson Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti verðlaunin. Verkefnið snerist um greiningu á kælisvari frumna. Vitað er að tímabundinn súrefnisskortur í heila getur valdið langvarandi taugaskaða. Marksækin hitastýring (e. targeted temperature management) er inngrip sem felst í því að lækka líkamshitastig sjúklinga niður í væga ofkælingu (32-35°C) til að vernda heilann eftir súrefnisskort. Væg ofkæling virkjar taugaverndandi viðbragð í heilanum og gerir hann þannig þolnari fyrir súrefnisskorti. Þetta taugaverndandi viðbragð hefur verið nefnt „væga ofkælingarviðbragðið“ (e. mild hypothermic response). Vandamálið við marksækna hitastýringu er að hún hefur í för með sér alvarlegar aukaverkanir. Markmið verkefnisins var að kortleggja þætti sem gegna lykilhlutverki í væga ofkælingarviðbragðinu, svo unnt verði að virkja viðbragðið með lyfjum í stað ofkælingar. Í dag hafa fimm þættir verið staðfestir sem hlutar af væga ofkælingaviðbragðinu og verkefnið uppgötvaði eitt lyf sem virðist virkja ferilinn en verkunarhátturinn er óljós. Þróað var lífupplýsingafræðileg greining sem nýtti opinber RNA-raðgreiningargögn frá alþjóðlegum gagnasöfnum. Greiningin nýtti bæði gervigreind og þekkt greiningatól og skiptist í þrjá meginhluta: 1) Uppgötvun á öllum rannsóknargögnum þar sem gen sem mögulega tengist væga ofkælingarviðbragðinu út frá þekktum eiginleikum kælingar hefur verið slegið út. 2) Stöðlun á RNA-raðgreiningargögnum og undirbúningur fyrir greiningu. 3) Greining á gögnum og myndræn framsetningu á því hvernig tjáning kæligenanna breytist þegar genin af listanum eru slegin út. Með þessu móti nýtti verkefnið öll tiltæk gögn úr gagnagrunnum og greindi þau öll á samræmdan hátt. Þessi greiningaraðferð er ekki bundin við þessa ákveðnu rannsóknarspurningu. Hún getur nýst til að svara ýmsum öðrum spurningum með því að nýta fyrirliggjandi rannsóknargögn og spara þannig bæði tíma og kostnað áður en lengra er haldið í frekari tilraunum. Með þessu móti má flýta uppgötvunum og draga úr þörf fyrir dýrarannsóknir. Niðurstöður í þessu verkefni eru afar lofandi og benda til þess að þættir sem miðla m6A-breytingar á mRNA umritum gegni lykilhlutverki í stjórnun kælisvarsins en þessu hefur ekki verið lýst áður. Það sem meira er, lyf sem áður fannst í lyfjaskimun sem framkvæmd var af verkefninu, virðist virkja þetta sama svar. Gerðar voru rannsóknir til að prófa þetta sem virðast styðja við verkunarhátt lyfsins sem verkefnið fann við lyfjaskimunina sem gæti grundvallast á m6A-breytingum. Þessar niðurstöður opna því á möguleikann að færa þetta lyf í dýratilraunir og síðan í klínískar prófanir á mönnum til að sjá hvort hægt sé að lyfja væga ofkælingaviðbragðið til að draga úr heilaskaða eftir súrefnisskorti á heila. Verkefnið var unnið af Valdimari Sveinssyni nema í læknisfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Kimberley Anderson Rannsóknarstofustjóri og Hans Tómas Björnsson Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu: Fataframleiðsla framtíðar Verkefnið var unnið af Írisi Lind Magnúsdóttur nema í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Valdís Steinarsdóttir hönnuður ásamt Má Másyni og Vivien Nagy, Minamo ehf.Mynd/Arnaldur Halldórsson Þarahrat Verkefnið er unnið af Sólrúnu Arnarsdóttur MA nema í Sustainable Cities frá Norman Foster Institute í London og Universidad Autonoma de Madrid og Ísafold Kristínu Halldórsdóttur efnaverkfræðinema við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Jan Eric Jessen hjá AlgalífMynd/Arnaldur Halldórsson Eins og í sögu Verkefnið var unnið af Berglindi Ernu Tryggvadóttur og Þórunni Rakel Gylfadóttur nemum í ritlist í Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Rúnar Helgi Vignisson Prófessor við Ritlist í Háskóla ÍslandsMynd/Arnaldur Halldórsson One man’s trash is another man’s treasure Verkefnið var unnið af Sigrúnu Emelíu Karlsdóttur nemenda í líftækni við Háskólann á Akureyri og Liam F O M Adams O´Malley nemanda í búvísindum við Landbúnaðarháskólann. Leiðbeinandi var Hreinn Óskarsson hjá Land og SkógurMynd/Arnaldur Halldórsson Íslandssaga skynfæra: Sjálfsbókmenntir á Ísland Verkefnið var unnið af Ragnhildi Björt Björnsdóttur, BA-nema í sagnfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í menningarsögu við Háskóla ÍslandsMynd/Arnaldur Halldórsson Nánar um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru fyrst veitt árið 1996 og eru því nú veitt í 29 skipti. Í stjórn sjóðsins 2023-2026 sitja; Björgvin Stefán Pétursson, formaður, skipaður án tilnefningar, Sævar Helgi Bragason, tilnefndur af vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs, Ásdís Jóhannesdóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins, Alexandra Briem, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir, tilnefnd af Landssamtökum íslenskra stúdenta. Árlega velur stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna um 10 verkefni sem unnin eru á árinu sem úrvalsverkefni. Af þeim eru svo 4-6 verkefni valin sem öndvegisverkefni og hljóta þau tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Stjórn sjóðsins byggir mat sitt á verkefnum á mati fagráða sjóðsins, en þau eru sex: ·fagráð á sviði félagsvísinda, lögfræði og menntavísinda ·fagráð á sviði lífvísinda, klínískar rannsókna og lýðheilsu ·fagráð á sviði hugvísinda og lista ·fagráð á sviði náttúru- og umhverfisvísinda ·fagráð á sviði raunvísinda og stærðfræði ·fagráð á sviði verkfræði og tæknivísinda Lesa má um öll tilnefnd verkefni hér. Nýsköpun Tækni Forseti Íslands Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin á Bessastöðum í dag.Mynd/Arnaldur Halldórsson Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti verðlaunin. Verkefnið snerist um greiningu á kælisvari frumna. Vitað er að tímabundinn súrefnisskortur í heila getur valdið langvarandi taugaskaða. Marksækin hitastýring (e. targeted temperature management) er inngrip sem felst í því að lækka líkamshitastig sjúklinga niður í væga ofkælingu (32-35°C) til að vernda heilann eftir súrefnisskort. Væg ofkæling virkjar taugaverndandi viðbragð í heilanum og gerir hann þannig þolnari fyrir súrefnisskorti. Þetta taugaverndandi viðbragð hefur verið nefnt „væga ofkælingarviðbragðið“ (e. mild hypothermic response). Vandamálið við marksækna hitastýringu er að hún hefur í för með sér alvarlegar aukaverkanir. Markmið verkefnisins var að kortleggja þætti sem gegna lykilhlutverki í væga ofkælingarviðbragðinu, svo unnt verði að virkja viðbragðið með lyfjum í stað ofkælingar. Í dag hafa fimm þættir verið staðfestir sem hlutar af væga ofkælingaviðbragðinu og verkefnið uppgötvaði eitt lyf sem virðist virkja ferilinn en verkunarhátturinn er óljós. Þróað var lífupplýsingafræðileg greining sem nýtti opinber RNA-raðgreiningargögn frá alþjóðlegum gagnasöfnum. Greiningin nýtti bæði gervigreind og þekkt greiningatól og skiptist í þrjá meginhluta: 1) Uppgötvun á öllum rannsóknargögnum þar sem gen sem mögulega tengist væga ofkælingarviðbragðinu út frá þekktum eiginleikum kælingar hefur verið slegið út. 2) Stöðlun á RNA-raðgreiningargögnum og undirbúningur fyrir greiningu. 3) Greining á gögnum og myndræn framsetningu á því hvernig tjáning kæligenanna breytist þegar genin af listanum eru slegin út. Með þessu móti nýtti verkefnið öll tiltæk gögn úr gagnagrunnum og greindi þau öll á samræmdan hátt. Þessi greiningaraðferð er ekki bundin við þessa ákveðnu rannsóknarspurningu. Hún getur nýst til að svara ýmsum öðrum spurningum með því að nýta fyrirliggjandi rannsóknargögn og spara þannig bæði tíma og kostnað áður en lengra er haldið í frekari tilraunum. Með þessu móti má flýta uppgötvunum og draga úr þörf fyrir dýrarannsóknir. Niðurstöður í þessu verkefni eru afar lofandi og benda til þess að þættir sem miðla m6A-breytingar á mRNA umritum gegni lykilhlutverki í stjórnun kælisvarsins en þessu hefur ekki verið lýst áður. Það sem meira er, lyf sem áður fannst í lyfjaskimun sem framkvæmd var af verkefninu, virðist virkja þetta sama svar. Gerðar voru rannsóknir til að prófa þetta sem virðast styðja við verkunarhátt lyfsins sem verkefnið fann við lyfjaskimunina sem gæti grundvallast á m6A-breytingum. Þessar niðurstöður opna því á möguleikann að færa þetta lyf í dýratilraunir og síðan í klínískar prófanir á mönnum til að sjá hvort hægt sé að lyfja væga ofkælingaviðbragðið til að draga úr heilaskaða eftir súrefnisskorti á heila. Verkefnið var unnið af Valdimari Sveinssyni nema í læknisfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Kimberley Anderson Rannsóknarstofustjóri og Hans Tómas Björnsson Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu: Fataframleiðsla framtíðar Verkefnið var unnið af Írisi Lind Magnúsdóttur nema í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Valdís Steinarsdóttir hönnuður ásamt Má Másyni og Vivien Nagy, Minamo ehf.Mynd/Arnaldur Halldórsson Þarahrat Verkefnið er unnið af Sólrúnu Arnarsdóttur MA nema í Sustainable Cities frá Norman Foster Institute í London og Universidad Autonoma de Madrid og Ísafold Kristínu Halldórsdóttur efnaverkfræðinema við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Jan Eric Jessen hjá AlgalífMynd/Arnaldur Halldórsson Eins og í sögu Verkefnið var unnið af Berglindi Ernu Tryggvadóttur og Þórunni Rakel Gylfadóttur nemum í ritlist í Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Rúnar Helgi Vignisson Prófessor við Ritlist í Háskóla ÍslandsMynd/Arnaldur Halldórsson One man’s trash is another man’s treasure Verkefnið var unnið af Sigrúnu Emelíu Karlsdóttur nemenda í líftækni við Háskólann á Akureyri og Liam F O M Adams O´Malley nemanda í búvísindum við Landbúnaðarháskólann. Leiðbeinandi var Hreinn Óskarsson hjá Land og SkógurMynd/Arnaldur Halldórsson Íslandssaga skynfæra: Sjálfsbókmenntir á Ísland Verkefnið var unnið af Ragnhildi Björt Björnsdóttur, BA-nema í sagnfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í menningarsögu við Háskóla ÍslandsMynd/Arnaldur Halldórsson Nánar um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru fyrst veitt árið 1996 og eru því nú veitt í 29 skipti. Í stjórn sjóðsins 2023-2026 sitja; Björgvin Stefán Pétursson, formaður, skipaður án tilnefningar, Sævar Helgi Bragason, tilnefndur af vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs, Ásdís Jóhannesdóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins, Alexandra Briem, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir, tilnefnd af Landssamtökum íslenskra stúdenta. Árlega velur stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna um 10 verkefni sem unnin eru á árinu sem úrvalsverkefni. Af þeim eru svo 4-6 verkefni valin sem öndvegisverkefni og hljóta þau tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Stjórn sjóðsins byggir mat sitt á verkefnum á mati fagráða sjóðsins, en þau eru sex: ·fagráð á sviði félagsvísinda, lögfræði og menntavísinda ·fagráð á sviði lífvísinda, klínískar rannsókna og lýðheilsu ·fagráð á sviði hugvísinda og lista ·fagráð á sviði náttúru- og umhverfisvísinda ·fagráð á sviði raunvísinda og stærðfræði ·fagráð á sviði verkfræði og tæknivísinda Lesa má um öll tilnefnd verkefni hér.
Nýsköpun Tækni Forseti Íslands Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira