37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2025 18:01 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Landsbankinn hagnaðist um 37,5 milljarða króna, eftir skatta, á síðasta ári. Það er aukning um rúma fjóra milljarða frá árinu 2023 þegar hagnaðurinn var 33,2 milljarðar króna. Til stendur að greiða nítján milljarða króna í arð vegna ársins, eða um helming af hagnaði. Arðsemi eiginfjár var 12,1 prósent, samanborið við 11,6 prósent árið 2023. Í tilkynningu frá bankanum segir að bankaráð ætli að leggja til við aðalfund að tæplega nítján milljarðar króna verði greiddir í arð til hluthafa eða um helmingur hagnaðar síðasta árs. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, segir að öll markmið hafi náðst í fyrra og að fjórði ársfjórðungur hafi verið einn sá sterkasti í sögu bankans. Þá segir hún að heildareignir Landsbankans hafi aukist um meira en billjón króna, eða 1.083 milljarða á undanförnum tíu árum. Útlán Landsbankans jukust um 177 milljarða króna á síðasta ári, sem samsvarar um 10,8 prósentum. Þá jukust innlán um 180 milljarða eða 17,2 prósent. Áhugasamir geta séð frekari upplýsingar, uppgjörið, glærur og annað, hér á vef Landsbankans. „Góð rekstrarafkoma bankans byggir á traustum grunni. Á síðustu tíu árum hafa heildareignir bankans aukist um 1.083 milljarða króna og eigið fé um 74 milljarða króna, samhliða arðgreiðslum til eigenda samtals að upphæð 192 milljarðar króna. Kostnaður við rekstur bankans hefur verið stöðugur, stöðugildum hefur fækkað samhliða aukinni tæknivæðingu og rekstrarkostnaður sem hlutfall af stöðu heildareigna, sem er algengur mælikvarði á hagkvæmni banka, hefur aldrei verið lægri. Með þessu hefur samkeppnishæfni og slagkraftur bankans aukist sem gerir honum kleift að styðja enn betur við verðmætasköpun og fjárfestingar. Vaxtamunurinn lækkar á milli tímabila og bankinn er í aðstöðu til að bjóða betri kjör en um leið skila ásættanlegri arðsemi,“ segir Lilja í áðurnefndri tilkynningu. Hún segir einnig að kaup bankans á TM muni gefa fyrirtækinu mörg sóknarfæri, meðal bæði fyrirtækja og einstaklinga. „Við teljum að samþætting banka- og tryggingastarfsemi komi sér vel fyrir viðskiptavini, sé hagkvæm og feli í sér mörg tækifæri, eins og reynslan af slíkum rekstri víða í Evrópu hefur sýnt. Um leið munu kaupin fjölga tekjustoðum og styðja við arðsemi til framtíðar. Það er ekki síst markviss stefna bankans undanfarin ár, að bjóða viðskiptavinum um allt land framúrskarandi þjónustu, bæði með því að vera á staðnum og í gegnum frábært app og aðrar tæknilausnir, sem skapar tækifæri fyrir bankann og TM.“ Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Sjá meira
Arðsemi eiginfjár var 12,1 prósent, samanborið við 11,6 prósent árið 2023. Í tilkynningu frá bankanum segir að bankaráð ætli að leggja til við aðalfund að tæplega nítján milljarðar króna verði greiddir í arð til hluthafa eða um helmingur hagnaðar síðasta árs. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, segir að öll markmið hafi náðst í fyrra og að fjórði ársfjórðungur hafi verið einn sá sterkasti í sögu bankans. Þá segir hún að heildareignir Landsbankans hafi aukist um meira en billjón króna, eða 1.083 milljarða á undanförnum tíu árum. Útlán Landsbankans jukust um 177 milljarða króna á síðasta ári, sem samsvarar um 10,8 prósentum. Þá jukust innlán um 180 milljarða eða 17,2 prósent. Áhugasamir geta séð frekari upplýsingar, uppgjörið, glærur og annað, hér á vef Landsbankans. „Góð rekstrarafkoma bankans byggir á traustum grunni. Á síðustu tíu árum hafa heildareignir bankans aukist um 1.083 milljarða króna og eigið fé um 74 milljarða króna, samhliða arðgreiðslum til eigenda samtals að upphæð 192 milljarðar króna. Kostnaður við rekstur bankans hefur verið stöðugur, stöðugildum hefur fækkað samhliða aukinni tæknivæðingu og rekstrarkostnaður sem hlutfall af stöðu heildareigna, sem er algengur mælikvarði á hagkvæmni banka, hefur aldrei verið lægri. Með þessu hefur samkeppnishæfni og slagkraftur bankans aukist sem gerir honum kleift að styðja enn betur við verðmætasköpun og fjárfestingar. Vaxtamunurinn lækkar á milli tímabila og bankinn er í aðstöðu til að bjóða betri kjör en um leið skila ásættanlegri arðsemi,“ segir Lilja í áðurnefndri tilkynningu. Hún segir einnig að kaup bankans á TM muni gefa fyrirtækinu mörg sóknarfæri, meðal bæði fyrirtækja og einstaklinga. „Við teljum að samþætting banka- og tryggingastarfsemi komi sér vel fyrir viðskiptavini, sé hagkvæm og feli í sér mörg tækifæri, eins og reynslan af slíkum rekstri víða í Evrópu hefur sýnt. Um leið munu kaupin fjölga tekjustoðum og styðja við arðsemi til framtíðar. Það er ekki síst markviss stefna bankans undanfarin ár, að bjóða viðskiptavinum um allt land framúrskarandi þjónustu, bæði með því að vera á staðnum og í gegnum frábært app og aðrar tæknilausnir, sem skapar tækifæri fyrir bankann og TM.“
Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Sjá meira