Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar 30. janúar 2025 09:31 Fyrirsögnin, „Bókvitið verður í askana látið“, undirstrikar mikilvægi þess að tileinka sér þekkingu. Í bændasamfélagi fyrri alda þótti þessu þveröfugt farið enda verkleg vinna í fyrirrúmi, en nú er þekking afl sem umbreytir lífi og samfélagi. Nútíminn hefur fært okkur heim sanninn um: „Að betur vinnur vit en strit“ svo vitnað sé í annað máltæki. Gildi bóklesturs fyrir heilabúið: „Í dag lesandi, á morgun leiðtogi,“ sagði Margaret Fuller (1810-1850). Bækur stuðla að þroska, persónuþróun og símenntun, hvort sem um er að ræða fræðibækur eða skáldsögur, og eru æfing sem styrkir hugræna færni okkar. Lestur eflir orðaforða, málskynjun og málþroska, sem útvíkkar hugmyndaheiminn og breytir upplifun okkar af veröldinni. Leiðtogar lesa! Með reglulegum lestri geturðu komist í fremstu röð í þínu nærumhverfi innan árs og í heimsklassa á áratug, eins og fyrirlesarinn og Íslandsvinurinn Brian Tracy bendir á og klikkir svo út með: „Enginn getur stöðvað þig nema þú sjálf(ur).“ Charlie Munger (1924-2023), samstarfsmaður Warren Buffett, sagði: „Alla mína ævi hef ég ekki þekkt neinn með viti sem er ekki sílesandi. Engan. Ekki neinn!“ Þessi orð undirstrika mikilvægi stöðugs lesturs til að þroska hugann og þróa þekkingu. Fræðibækur bæta vitneskju, skáldsögur útvíkka hugmyndaheiminn, og ljóð bæta hrynjanda tungunnar og göfga sálina. Allt þetta eflir okkur, eykur starfsgetu og bætir samskiptafærni. Gerir okkur að betri manneskjum. Lestur þjálfar hugann: Lestur þjálfar einbeitingu og athygli, sem er mikilvæg færni í truflandi nútímasamfélagi. Með því að sökkva okkur í sögur og hugmyndir þjálfum við ímyndunaraflið og tengjum saman upplýsingar á nýjan hátt. Þetta eykur ekki aðeins skilning okkar á heiminum, heldur einnig hæfni okkar til að hugsa gagnrýnið og leysa vandamál—grundvallarhæfni fyrir ákvarðanatöku og úrlausn áskorunarefna í daglegu lífi. „Sá sem les ekki hefur enga yfirburði yfir þann sem getur ekki lesið,“ sagði Mark Twain (1835-1910). Efling samkenndar og tilfinningagreindar: Skáldverk hjálpa lesendum að skilja sjónarhorn og tilfinningar annarra sem stuðlar að meiri samkennd og tilfinningagreind. Með því að setja okkur í spor persóna í sögum og öðlast skilning á fjölbreytileika mannlegrar tilveru, lærum við að setja okkur í spor annarra og skilja mismunandi sjónarhorn, sem bætir tilfinningagreind okkar. Fræðibækur bæta persónulegan vöxt og vitræna getu og gera lestur að öflugu tæki fyrir sjálfsþroska. Með því að læra af reynslu annarra getum við bætt okkur á nær öllum sviðum lífsins. Lífið er of stutt til að læra bara af mistökum sínum. Uppsöfnuð þekking og viska kynslóðanna varða greiða örugga leið framhjá torfærum og í humátt að tækifærum framtíðar. Gerðu lestur að daglegri venju: Margir eiga erfitt með að finna tíma til að lesa í samfélagi með auknum skjátíma en lausnin er að gera lestur að daglegri venju. Byrjaðu með 10 mínútum á dag og auktu svo smám saman. Veldu efni sem vekur áhuga þinn á að halda áfram, eitthvað sem fangar forvitni og athygli þína. Mundu að það er líka í lagi að leggja frá sér bók ef hún höfðar ekki til þín. Sumar bækur eiga ekki erindi fyrr en á ákveðnum stað á lífsleiðinni og þá er ágætt að eiga þær uppi í hillu til að grípa til. Ef einbeiting er vandamál getur verið gagnlegt að finna rólegan stað til að lesa eða nýta sér hljóðbækur. Einfaldasta ráðið til að allt að tvöfalda lestrarhraða er að fylgja línunni með fingri eða penna. Ósjálfráðar augnhreyfingar verða til þess að við marglesum hvert orð en með því að fylgja textanum eftir þá minnkar sú tilhneiging þar til hjálpartæki verður óþarft. Lesfærni er eins og hver annar eiginleiki sem við getum þjálfað og tileinkað okkur. Hvort sem þú lest á morgnana eða kvöldin, þá er lestur sem hluti af daglegri rútínu líklega eitt það allra besta og gagnlegasta sem þú getur tileinkað þér. Heilsubætandi áhrif lesturs: Rannsóknir hafa sýnt að reglulegur lestur getur seinkað hrörnun heilans og dregið úr líkum á sjúkdómum eins og Alzheimers. Bóklestur örvar heilastarfsemina, eykur orðaforða og bætir minnið. „Lestur er fyrir hugann það sem æfing er fyrir líkamann,“sagði Joseph Addison (1672-1719). Orð eru til alls fyrst: Í nútímasamfélagi er þekking og þjálfaður hugur verðmætasta auðlindin. Bækur eru frábær uppspretta þekkingar á fjölbreyttum sviðum, sem stuðlar beint að persónulegum vexti og símenntun. Með hverri bók sem við lesum bætum við þekkingu okkar og skilning á heiminum. Þetta gerir okkur kleift að taka betri ákvarðanir, vera skapandi og tengjast öðrum á dýpri hátt. „Bókvitið verður í askana látið!“ Látum þessi orð vera hvatningu til okkar allra. Með því að gera lestur að ómissandi hluta af daglegu lífi okkar getum við orðið vitrari, meðvitaðri og betur í stakk búin til að takast á við áskoranir lífsins og grípa þau tækifæri sem það færir okkur. Enginn getur stöðvað okkur nema við sjálf. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 37 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin, „Bókvitið verður í askana látið“, undirstrikar mikilvægi þess að tileinka sér þekkingu. Í bændasamfélagi fyrri alda þótti þessu þveröfugt farið enda verkleg vinna í fyrirrúmi, en nú er þekking afl sem umbreytir lífi og samfélagi. Nútíminn hefur fært okkur heim sanninn um: „Að betur vinnur vit en strit“ svo vitnað sé í annað máltæki. Gildi bóklesturs fyrir heilabúið: „Í dag lesandi, á morgun leiðtogi,“ sagði Margaret Fuller (1810-1850). Bækur stuðla að þroska, persónuþróun og símenntun, hvort sem um er að ræða fræðibækur eða skáldsögur, og eru æfing sem styrkir hugræna færni okkar. Lestur eflir orðaforða, málskynjun og málþroska, sem útvíkkar hugmyndaheiminn og breytir upplifun okkar af veröldinni. Leiðtogar lesa! Með reglulegum lestri geturðu komist í fremstu röð í þínu nærumhverfi innan árs og í heimsklassa á áratug, eins og fyrirlesarinn og Íslandsvinurinn Brian Tracy bendir á og klikkir svo út með: „Enginn getur stöðvað þig nema þú sjálf(ur).“ Charlie Munger (1924-2023), samstarfsmaður Warren Buffett, sagði: „Alla mína ævi hef ég ekki þekkt neinn með viti sem er ekki sílesandi. Engan. Ekki neinn!“ Þessi orð undirstrika mikilvægi stöðugs lesturs til að þroska hugann og þróa þekkingu. Fræðibækur bæta vitneskju, skáldsögur útvíkka hugmyndaheiminn, og ljóð bæta hrynjanda tungunnar og göfga sálina. Allt þetta eflir okkur, eykur starfsgetu og bætir samskiptafærni. Gerir okkur að betri manneskjum. Lestur þjálfar hugann: Lestur þjálfar einbeitingu og athygli, sem er mikilvæg færni í truflandi nútímasamfélagi. Með því að sökkva okkur í sögur og hugmyndir þjálfum við ímyndunaraflið og tengjum saman upplýsingar á nýjan hátt. Þetta eykur ekki aðeins skilning okkar á heiminum, heldur einnig hæfni okkar til að hugsa gagnrýnið og leysa vandamál—grundvallarhæfni fyrir ákvarðanatöku og úrlausn áskorunarefna í daglegu lífi. „Sá sem les ekki hefur enga yfirburði yfir þann sem getur ekki lesið,“ sagði Mark Twain (1835-1910). Efling samkenndar og tilfinningagreindar: Skáldverk hjálpa lesendum að skilja sjónarhorn og tilfinningar annarra sem stuðlar að meiri samkennd og tilfinningagreind. Með því að setja okkur í spor persóna í sögum og öðlast skilning á fjölbreytileika mannlegrar tilveru, lærum við að setja okkur í spor annarra og skilja mismunandi sjónarhorn, sem bætir tilfinningagreind okkar. Fræðibækur bæta persónulegan vöxt og vitræna getu og gera lestur að öflugu tæki fyrir sjálfsþroska. Með því að læra af reynslu annarra getum við bætt okkur á nær öllum sviðum lífsins. Lífið er of stutt til að læra bara af mistökum sínum. Uppsöfnuð þekking og viska kynslóðanna varða greiða örugga leið framhjá torfærum og í humátt að tækifærum framtíðar. Gerðu lestur að daglegri venju: Margir eiga erfitt með að finna tíma til að lesa í samfélagi með auknum skjátíma en lausnin er að gera lestur að daglegri venju. Byrjaðu með 10 mínútum á dag og auktu svo smám saman. Veldu efni sem vekur áhuga þinn á að halda áfram, eitthvað sem fangar forvitni og athygli þína. Mundu að það er líka í lagi að leggja frá sér bók ef hún höfðar ekki til þín. Sumar bækur eiga ekki erindi fyrr en á ákveðnum stað á lífsleiðinni og þá er ágætt að eiga þær uppi í hillu til að grípa til. Ef einbeiting er vandamál getur verið gagnlegt að finna rólegan stað til að lesa eða nýta sér hljóðbækur. Einfaldasta ráðið til að allt að tvöfalda lestrarhraða er að fylgja línunni með fingri eða penna. Ósjálfráðar augnhreyfingar verða til þess að við marglesum hvert orð en með því að fylgja textanum eftir þá minnkar sú tilhneiging þar til hjálpartæki verður óþarft. Lesfærni er eins og hver annar eiginleiki sem við getum þjálfað og tileinkað okkur. Hvort sem þú lest á morgnana eða kvöldin, þá er lestur sem hluti af daglegri rútínu líklega eitt það allra besta og gagnlegasta sem þú getur tileinkað þér. Heilsubætandi áhrif lesturs: Rannsóknir hafa sýnt að reglulegur lestur getur seinkað hrörnun heilans og dregið úr líkum á sjúkdómum eins og Alzheimers. Bóklestur örvar heilastarfsemina, eykur orðaforða og bætir minnið. „Lestur er fyrir hugann það sem æfing er fyrir líkamann,“sagði Joseph Addison (1672-1719). Orð eru til alls fyrst: Í nútímasamfélagi er þekking og þjálfaður hugur verðmætasta auðlindin. Bækur eru frábær uppspretta þekkingar á fjölbreyttum sviðum, sem stuðlar beint að persónulegum vexti og símenntun. Með hverri bók sem við lesum bætum við þekkingu okkar og skilning á heiminum. Þetta gerir okkur kleift að taka betri ákvarðanir, vera skapandi og tengjast öðrum á dýpri hátt. „Bókvitið verður í askana látið!“ Látum þessi orð vera hvatningu til okkar allra. Með því að gera lestur að ómissandi hluta af daglegu lífi okkar getum við orðið vitrari, meðvitaðri og betur í stakk búin til að takast á við áskoranir lífsins og grípa þau tækifæri sem það færir okkur. Enginn getur stöðvað okkur nema við sjálf. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 37 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun