Markaðurinn væntir vaxtalækkana Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2025 11:33 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Markaðurinn væntir þess að hann lækki stýrivexti. Vísir/Vilhelm Niðurstöður könnunar Seðlabankans meðal markaðsaðila gefa til kynna að verðbólguvæntingar þeirra til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember. Þeir vænti þess að stýrivextir verði orðnir 5,75 prósent eftir tvö ár. Í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands segir að bankinn hafi kannað væntingar markaðsaðila dagana 20. til 22. janúar síðastliðinn. Leitað hafi verið til 39 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, það er banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör hafi fengist frá þrjátíu aðilum og svarhlutfallið hafi því verið 77 prósent. Óbreyttar verðbólguvæntingar til skamms tíma en ekki lengri Niðurstöður könnunarinnar gefi til kynna að verðbólguvæntingar markaðsaðila til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember síðastliðnum. Þeir vænti þess að verðbólga hjaðni áfram og verði 3,6 prósent eftir eitt ár, 3,3 prósent eftir tvö ár og 3,4 prósent að meðaltali næstu fimm ár. Langtímaverðbólguvæntingar þeirra hafi hins vegar hækkað milli kannana og þeir búist nú við því að verðbólga verði 3,4 prósent að meðaltali næstu tíu ár samanborið við 3 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt niðurstöðum úr könnuninni búist markaðsaðilar við því að gengi krónunnar lækki á næstu misserum og að gengi evru gagnvart krónu verði 150 krónur eftir eitt ár. Færri telja taumhaldið of þétt Miðað við miðgildi svara í könnuninni geri markaðsaðilar ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans lækki áfram og verði 7,75 prósent í lok núverandi ársfjórðungs, 6,75 prósent eftir eitt ár og 5,75 prósent eftir tvö ár. Þetta séu sömu vextir og markaðsaðilar væntu í síðustu könnun. Hlutfall svarenda sem taldi taumhaldið vera of þétt hafi minnkað lítillega milli kannana og verið 80 prósent, samanborið við 87 prósent í síðustu könnun. Um 20 prósent hafi talið taumhaldið vera hæfilegt samanborið við 13 prósent í nóvember en enginn hafi svarað því að taumhaldið væri of laust. Dreifing svara um væntingar til verðbólgu hafi verið minni en í nóvemberkönnuninni á flesta mælikvarða. Dreifing svara markaðsaðila um væntingar til vaxta hafi hins vegar aukist á nær alla mælikvarða milli kannana. Velta á fasteignamarkaði fari minnkandi Markaðsaðilar hafi einnig verið spurðir um þróun fasteignamarkaðarins á næstu tólf mánuðum. Helmingur svarenda hafi talið að velta á fasteignamarkaði muni minnka á næstu tólf mánuðum. Svör markaðsaðila varðandi verðþróun hafi verið nokkuð dreifð en þriðjungur svarenda hafi tekið fram að hann telji að raunverð húsnæðis lækki á næstu tólf mánuðum og annar þriðjungur að það hækki. Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands segir að bankinn hafi kannað væntingar markaðsaðila dagana 20. til 22. janúar síðastliðinn. Leitað hafi verið til 39 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, það er banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör hafi fengist frá þrjátíu aðilum og svarhlutfallið hafi því verið 77 prósent. Óbreyttar verðbólguvæntingar til skamms tíma en ekki lengri Niðurstöður könnunarinnar gefi til kynna að verðbólguvæntingar markaðsaðila til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember síðastliðnum. Þeir vænti þess að verðbólga hjaðni áfram og verði 3,6 prósent eftir eitt ár, 3,3 prósent eftir tvö ár og 3,4 prósent að meðaltali næstu fimm ár. Langtímaverðbólguvæntingar þeirra hafi hins vegar hækkað milli kannana og þeir búist nú við því að verðbólga verði 3,4 prósent að meðaltali næstu tíu ár samanborið við 3 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt niðurstöðum úr könnuninni búist markaðsaðilar við því að gengi krónunnar lækki á næstu misserum og að gengi evru gagnvart krónu verði 150 krónur eftir eitt ár. Færri telja taumhaldið of þétt Miðað við miðgildi svara í könnuninni geri markaðsaðilar ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans lækki áfram og verði 7,75 prósent í lok núverandi ársfjórðungs, 6,75 prósent eftir eitt ár og 5,75 prósent eftir tvö ár. Þetta séu sömu vextir og markaðsaðilar væntu í síðustu könnun. Hlutfall svarenda sem taldi taumhaldið vera of þétt hafi minnkað lítillega milli kannana og verið 80 prósent, samanborið við 87 prósent í síðustu könnun. Um 20 prósent hafi talið taumhaldið vera hæfilegt samanborið við 13 prósent í nóvember en enginn hafi svarað því að taumhaldið væri of laust. Dreifing svara um væntingar til verðbólgu hafi verið minni en í nóvemberkönnuninni á flesta mælikvarða. Dreifing svara markaðsaðila um væntingar til vaxta hafi hins vegar aukist á nær alla mælikvarða milli kannana. Velta á fasteignamarkaði fari minnkandi Markaðsaðilar hafi einnig verið spurðir um þróun fasteignamarkaðarins á næstu tólf mánuðum. Helmingur svarenda hafi talið að velta á fasteignamarkaði muni minnka á næstu tólf mánuðum. Svör markaðsaðila varðandi verðþróun hafi verið nokkuð dreifð en þriðjungur svarenda hafi tekið fram að hann telji að raunverð húsnæðis lækki á næstu tólf mánuðum og annar þriðjungur að það hækki.
Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira