Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 18:28 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Egill Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. Hafrannsóknarstofnun tilkynnti í gær að mælingar bentu til þess að engin loðnukvóti yrði gefinn út veturinn 2024/2025. Rannsóknarskip stofnunarinnar hafa verið við mælingar síðustu rúmu vikuna og eru þær langt komnar. Loðnuvinnslur má finna í níu bæjum á landinu. Einn þriðji kvótans er í eigu fyrirtækja í Vestmannaeyjum og segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, það mikið áfall ef engin loðna verður veidd þennan veturinn. „Þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið hjá okkur hér, enda er einn þriðji loðnukvótans hjá fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. En þetta hefur líka mikil áhrif á þjóðarbúið í heild, og bara ekki góð tíðindi,“ segir Íris. Loðnuveiðar eru mikilvægar fyrir íbúa Vestmannaeyja.Vísir/Egill Miklir hagsmunir séu í húfi fyrir alla þjóðina, ekki bara sveitarfélögin með loðnuvinnslur. „Ég bara vil trúa því að þetta sé ekki lokaniðurstaðan. Maður er ekki bjartsýnn eftir þessar fréttir en loðnan er mjög brellin og hún á það til að skjóta upp kollinum þegar síst varir. Þannig ég vil halda í vonina um að við getum fengið einhverja vertíð á verðmætasta tímanum, þegar hrognin eru í henni,“ segir Íris. Ekkert grípi sveitarfélögin sem lenda í brestinum. „Við missum af þessum tekjum og fólk í landi og sjómennirnir missa af því að fara að veiða loðnu, vinna loðnu og vinna hrognin. Það kemur ekkert í staðinn,“ segir Íris. „Það verður að tryggja það að Hafró sé gefinn kostur á að fara aftur í leit, því þetta eru svo mikil verðmæti sem eru undir. Leitin er bara dropi í hafið ef það finnst loðna.“ Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun tilkynnti í gær að mælingar bentu til þess að engin loðnukvóti yrði gefinn út veturinn 2024/2025. Rannsóknarskip stofnunarinnar hafa verið við mælingar síðustu rúmu vikuna og eru þær langt komnar. Loðnuvinnslur má finna í níu bæjum á landinu. Einn þriðji kvótans er í eigu fyrirtækja í Vestmannaeyjum og segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, það mikið áfall ef engin loðna verður veidd þennan veturinn. „Þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið hjá okkur hér, enda er einn þriðji loðnukvótans hjá fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. En þetta hefur líka mikil áhrif á þjóðarbúið í heild, og bara ekki góð tíðindi,“ segir Íris. Loðnuveiðar eru mikilvægar fyrir íbúa Vestmannaeyja.Vísir/Egill Miklir hagsmunir séu í húfi fyrir alla þjóðina, ekki bara sveitarfélögin með loðnuvinnslur. „Ég bara vil trúa því að þetta sé ekki lokaniðurstaðan. Maður er ekki bjartsýnn eftir þessar fréttir en loðnan er mjög brellin og hún á það til að skjóta upp kollinum þegar síst varir. Þannig ég vil halda í vonina um að við getum fengið einhverja vertíð á verðmætasta tímanum, þegar hrognin eru í henni,“ segir Íris. Ekkert grípi sveitarfélögin sem lenda í brestinum. „Við missum af þessum tekjum og fólk í landi og sjómennirnir missa af því að fara að veiða loðnu, vinna loðnu og vinna hrognin. Það kemur ekkert í staðinn,“ segir Íris. „Það verður að tryggja það að Hafró sé gefinn kostur á að fara aftur í leit, því þetta eru svo mikil verðmæti sem eru undir. Leitin er bara dropi í hafið ef það finnst loðna.“
Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira