„Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2025 09:00 Viktor Gísli Hallgrímsson fagnar einni af fjölmörgum markvörslum sínum í gær. Vísir/Vilhelm Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórkostlegan leik í marki Íslands og hann fékk líka hrós fyrir sína mögnuðu frammistöðu. Sérfræðingarnir eru á því að íslenski markvörðurinn sé einn sá besti í heimi að verja frá mönnum úr dauðafærum. „Ég held að allir séu í skýjunum með þetta. Þetta var hreint út sagt bara stórkostleg frammistaða. Strákarnir, þjálfararnir og allir eiga heiður skilinn fyrir það hvernig þetta var lagt upp og hvernig þetta var framkvæmt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Ég verð bara að segja fyrir mitt leyti. Aðra eins markmanns- og varnarframmistöðu hef ég ekki séð í helvíti langan tíma,“ sagði Ásgeir. „Þegar frammistaðan er svona þá er ekki hægt að setja út á eitt eða neitt,“ sagði Ásgeir. Íslenska liðið komst í 11-4 í leiknum og þeir slóvensku aðeins búnir að skora fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútunum í leiknum. Viktor var mikið að verja bolta úr mjög góðum færum. Einn sá besti í heiminum „Viktor Gísli er einn af bestu markvörðum í heiminum. Ég held að hann sé einn af tveimur, þremur bestu sex metra markvörðum í heiminum,“ sagði Einar Jónsson og á þá við að verja frá mönnum í návígi. „Svo sér maður stundum sjónarhornið þegar myndavélarnar eru þannig. Þegar leikmennirnir eru að fara inn og vinkillinn hjá þeim með hann fyrir framan sig. Maður skilur alveg að það sér erfitt að koma tuðrunni fram hjá honum,“ sagði Einar. Hann á fimmtán ár eftir „Þetta er ekkert smá stykki, faðmurinn á honum og allt þetta. Hann er alltaf að verða betri og betri leikmaður. Það má ekki gleyma því að Viktor Gísli er bara 25 ára gamall,“ sagði Einar. „Hann á ekkert eðlilega mikið eftir,“ sagði Einar. „Hann á fimmtán ár eftir,“ skaut Ásgeir Örn inn. „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því. Þetta er enginn smá gullmoli sem við eigum. Ég er búinn að segja það þrjú, fjögur síðustu mót. Mér finnst markvarslan vera búin að vera fín á öllum þessum mótum,“ sagði Einar. „Þetta var líka stöðug markvarsla yfir sextíu mínútur. Þetta var ekki eins og maður sér svo rosalega oft hjá markvörðum sem detta í stuð og eiga einhverja svakalega kafla. Maður hugsar kannski: Hann er bara búinn með kvótann í fyrri hálfleik. Þetta var bara stöðugt, áfram, áfram og áfram,“ sagði Ásgeir. „Alltaf þegar þeir eru aðeins líklegir þá tekur hann skot. Það voru þessi móment. Hann slökkti í þeim,“ sagði Ásgeir. Hér fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn þar sem strákarnir fóru vel yfir leikinn á móti Slóvenum. HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórkostlegan leik í marki Íslands og hann fékk líka hrós fyrir sína mögnuðu frammistöðu. Sérfræðingarnir eru á því að íslenski markvörðurinn sé einn sá besti í heimi að verja frá mönnum úr dauðafærum. „Ég held að allir séu í skýjunum með þetta. Þetta var hreint út sagt bara stórkostleg frammistaða. Strákarnir, þjálfararnir og allir eiga heiður skilinn fyrir það hvernig þetta var lagt upp og hvernig þetta var framkvæmt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Ég verð bara að segja fyrir mitt leyti. Aðra eins markmanns- og varnarframmistöðu hef ég ekki séð í helvíti langan tíma,“ sagði Ásgeir. „Þegar frammistaðan er svona þá er ekki hægt að setja út á eitt eða neitt,“ sagði Ásgeir. Íslenska liðið komst í 11-4 í leiknum og þeir slóvensku aðeins búnir að skora fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútunum í leiknum. Viktor var mikið að verja bolta úr mjög góðum færum. Einn sá besti í heiminum „Viktor Gísli er einn af bestu markvörðum í heiminum. Ég held að hann sé einn af tveimur, þremur bestu sex metra markvörðum í heiminum,“ sagði Einar Jónsson og á þá við að verja frá mönnum í návígi. „Svo sér maður stundum sjónarhornið þegar myndavélarnar eru þannig. Þegar leikmennirnir eru að fara inn og vinkillinn hjá þeim með hann fyrir framan sig. Maður skilur alveg að það sér erfitt að koma tuðrunni fram hjá honum,“ sagði Einar. Hann á fimmtán ár eftir „Þetta er ekkert smá stykki, faðmurinn á honum og allt þetta. Hann er alltaf að verða betri og betri leikmaður. Það má ekki gleyma því að Viktor Gísli er bara 25 ára gamall,“ sagði Einar. „Hann á ekkert eðlilega mikið eftir,“ sagði Einar. „Hann á fimmtán ár eftir,“ skaut Ásgeir Örn inn. „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því. Þetta er enginn smá gullmoli sem við eigum. Ég er búinn að segja það þrjú, fjögur síðustu mót. Mér finnst markvarslan vera búin að vera fín á öllum þessum mótum,“ sagði Einar. „Þetta var líka stöðug markvarsla yfir sextíu mínútur. Þetta var ekki eins og maður sér svo rosalega oft hjá markvörðum sem detta í stuð og eiga einhverja svakalega kafla. Maður hugsar kannski: Hann er bara búinn með kvótann í fyrri hálfleik. Þetta var bara stöðugt, áfram, áfram og áfram,“ sagði Ásgeir. „Alltaf þegar þeir eru aðeins líklegir þá tekur hann skot. Það voru þessi móment. Hann slökkti í þeim,“ sagði Ásgeir. Hér fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn þar sem strákarnir fóru vel yfir leikinn á móti Slóvenum.
HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Sjá meira