Hagnaðurinn dregst saman Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2025 16:25 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Hagnaður Ölgerðarinnar eftir skatta nam 1.160 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Það gerir 22 prósent lækkun hagnaðar milli ára. Þetta kemur fram í árshlutareikningi samstæðu Ölgerðarinnar fyrir tímabilið 1. mars 2024 til 30. nóvember 2024, sem var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi í dag. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að helstu niðurstöður árshlutareikningsins hafi verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hækkaði um 0,9% á þriðja ársfjórðungi 2024 miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,4% EBITDA nam 1.160 millj. kr. samanborið við 1.390 millj. kr. á Q3 2023, sem jafngildir 16,5% lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta var 568 millj. kr. á Q3 2024 og lækkar um 22% frá fyrra ári. Þá hafi helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrstu 9 mánuði fjárhagsársins 2024 verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 0,7% á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,8% EBITDA nam 3.872 millj. kr. á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins, samanborið við 4.479 millj. kr. sem jafngildir 13,6% lækkun milli ára. Útflutningur á Collab gengur samkvæmt áætlunum og voru 219 millj. kr. settar í verkefnið á tímabilinu. Hagnaður eftir skatta var 1.980 millj. kr. samanborið við 2.881 millj. kr. á fyrra ári. Hagnaður eftir skatta án einskiptisliða (hlutdeildartekjur vegna áhrifa af kaupum á meirihluta í Iceland Spring ehf.) lækkaði um 21% frá fyrra ári. Í október keypti Ölgerðin vöruhús við Köllunarklettsveg 6, undirbúningur að viðbyggingu er hafinn. Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 9.017 millj. kr. í lok Q3 2024 samanborið við 5.755 millj. kr. í lok árs 2023. Afkomuspá fyrir fjárhagsárið 2024 er óbreytt og gerir ráð fyrir EBITDA á bilinu 4,9 – 5,3 ma. kr. Finna fyrir krefjandi aðstæðum eins og aðrir Í tilkynningu er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, að félagið haldi áfram að renna styrkum stoðum undir rekstur sinn, þó vissulega finni félagið fyrir krefjandi ytri aðstæðum, eins og flest fyrirtæki. „Vörusala á ársfjórðungnum jókst og munar þar mestu um betri sölu til hótela og veitingastaða, fyrirtækja og ÁTVR. Á ársfjórðungnum hélt vöxtur Iceland Spring áfram og framundan eru spennandi nýjungar sem munu styrkja vöruframboðið enn frekar. Markaðssetning Collab á erlendum mörkum gengur samkvæmt áætlunum og er nú áætlað að sala á Collab í Þýskalandi hefjist á fyrri hluta næsta fjárhagsárs, en þegar hefur verið gengið frá fyrstu samningum við sölu- og dreifingaraðila.“ Horfa bjartsýn til framtíðar Fjárfestingaráætlanir Ölgerðarinnar hafi gengið eftir en á ársfjórðungnum hafi félagið uppfært framleiðslulínu sína fyrir bjórkúta og bætt að auki við tveimur rafmagnsvörubílum til dreifingar, en reynsla af rekstri slíkra bíla hjá Ölgerðinni hafi verið góð. Þá hafi verið fjárfest í nýju vöruhúsi við Köllunarklettsveg sem verður tekið í notkun undir lok þessa mánaðar. Undirbúningur að viðbyggingu sé hafinn sem tvöfaldi rýmið og stefnt sé að því að síðari helmingur vöruhúss verði tekinn í notkun á fyrri hluta næsta árs. Markmiðið með kaupunum sé að bæta þjónustu samstæðunnara til viðskiptvini á sviði stóreldhúsa með því að Ölgerðin sjái sjálf um hýsingu og tínslu á þeim vörum í stað útvistunar til þriðja aðila. „Við horfum með bjartsýni til framtíðar, enda verkefnin næg og tækifærin svo sannarlega til staðar,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Ölgerðin Kauphöllin Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi samstæðu Ölgerðarinnar fyrir tímabilið 1. mars 2024 til 30. nóvember 2024, sem var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi í dag. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að helstu niðurstöður árshlutareikningsins hafi verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hækkaði um 0,9% á þriðja ársfjórðungi 2024 miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,4% EBITDA nam 1.160 millj. kr. samanborið við 1.390 millj. kr. á Q3 2023, sem jafngildir 16,5% lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta var 568 millj. kr. á Q3 2024 og lækkar um 22% frá fyrra ári. Þá hafi helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrstu 9 mánuði fjárhagsársins 2024 verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 0,7% á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,8% EBITDA nam 3.872 millj. kr. á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins, samanborið við 4.479 millj. kr. sem jafngildir 13,6% lækkun milli ára. Útflutningur á Collab gengur samkvæmt áætlunum og voru 219 millj. kr. settar í verkefnið á tímabilinu. Hagnaður eftir skatta var 1.980 millj. kr. samanborið við 2.881 millj. kr. á fyrra ári. Hagnaður eftir skatta án einskiptisliða (hlutdeildartekjur vegna áhrifa af kaupum á meirihluta í Iceland Spring ehf.) lækkaði um 21% frá fyrra ári. Í október keypti Ölgerðin vöruhús við Köllunarklettsveg 6, undirbúningur að viðbyggingu er hafinn. Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 9.017 millj. kr. í lok Q3 2024 samanborið við 5.755 millj. kr. í lok árs 2023. Afkomuspá fyrir fjárhagsárið 2024 er óbreytt og gerir ráð fyrir EBITDA á bilinu 4,9 – 5,3 ma. kr. Finna fyrir krefjandi aðstæðum eins og aðrir Í tilkynningu er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, að félagið haldi áfram að renna styrkum stoðum undir rekstur sinn, þó vissulega finni félagið fyrir krefjandi ytri aðstæðum, eins og flest fyrirtæki. „Vörusala á ársfjórðungnum jókst og munar þar mestu um betri sölu til hótela og veitingastaða, fyrirtækja og ÁTVR. Á ársfjórðungnum hélt vöxtur Iceland Spring áfram og framundan eru spennandi nýjungar sem munu styrkja vöruframboðið enn frekar. Markaðssetning Collab á erlendum mörkum gengur samkvæmt áætlunum og er nú áætlað að sala á Collab í Þýskalandi hefjist á fyrri hluta næsta fjárhagsárs, en þegar hefur verið gengið frá fyrstu samningum við sölu- og dreifingaraðila.“ Horfa bjartsýn til framtíðar Fjárfestingaráætlanir Ölgerðarinnar hafi gengið eftir en á ársfjórðungnum hafi félagið uppfært framleiðslulínu sína fyrir bjórkúta og bætt að auki við tveimur rafmagnsvörubílum til dreifingar, en reynsla af rekstri slíkra bíla hjá Ölgerðinni hafi verið góð. Þá hafi verið fjárfest í nýju vöruhúsi við Köllunarklettsveg sem verður tekið í notkun undir lok þessa mánaðar. Undirbúningur að viðbyggingu sé hafinn sem tvöfaldi rýmið og stefnt sé að því að síðari helmingur vöruhúss verði tekinn í notkun á fyrri hluta næsta árs. Markmiðið með kaupunum sé að bæta þjónustu samstæðunnara til viðskiptvini á sviði stóreldhúsa með því að Ölgerðin sjái sjálf um hýsingu og tínslu á þeim vörum í stað útvistunar til þriðja aðila. „Við horfum með bjartsýni til framtíðar, enda verkefnin næg og tækifærin svo sannarlega til staðar,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Ölgerðin Kauphöllin Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf