Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. janúar 2025 12:09 Morgunumferð í Reykjavík. Nýskráning bíla dróst saman árið 2024 samanborið við árið 2023. Vísir/Vilhelm Nýskráning fólksbíla árið 2024 dróst saman um 42% samanborið við árið 2023 samkvæmt Bílgreinasambandinu. Samdrátturinn nær bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að alls hafi verið nýskráðir 10.243 nýir fólksbílar á árinu og var tæplega helmingur þeirra skráður sem bílaleigubílar. Flestar nýskráningar hafi átt sér stað í maí 2024 þegar 2.008 fólksbílar voru nýskráðir. Samanburður á nýskráningum bíla síðustu sex ár.Bílgreinasambandið Flestir nýskráðir fólksbílar á árinu voru rafmagnsbílar, meira en einn af hverjum fjórum nýskráðum bílum var rafmagnsbíll. Næstalgengustu fólksbílarnir voru díselbílar sem voru 22 prósent af öllum nýskráningum. Algengustu nýskráðu bílategundirnar árið 2024 voru Toytota og Kia. Hvort er það Tesla eða Toyota? Einstaklingar voru skráðir fyrir 3.817 nýjum fólksbílum á árinu 2024 samkvæmt tilkynningunni. Það eru helmingi færri nýskráðir fólksbílar en árið 2023 þegar þeir voru 7.875 talsins. Samanburður á nýskráningum bíla hjá einstaklingum undanfarin sex ár.Bílgreinasambandið Flestar nýskráningar ársins 2024 voru í október þegar 465 fólksbílar voru nýskráðir. Flestir nýskráðir fólksbílar á einstaklinga voru rafmagnsbílar eða tæplega helmingur. Þar á eftir voru tengiltvinnbílar. Algengustu nýskráðu tegundir einstaklinga á árinu 2024 voru Toyota og Tesla. Almenn fyrirtæki og bílaleigur Bílaleigubílar voru um helmingur allra nýskráðra fólksbíla á árinu. Samtals voru nýskráðir 4.904 bílaleigubílar árið 2024 sem er 30% lækkun frá fyrra ári. Samanburður á nýskráningum hjá ökutækjaleigum undanfarin sex ár.Bílgreinasambandið Flestir bílaleigubílar voru nýskráðir í maí 2024 og algengustu bílategundirnar voru Kia og Hyundai. Nýskráningar fólksbíla hjá almennum fyrirtækjum (án ökutækjaleiga) hafi dregist saman um 44 prósent. Samanlagt voru 1.520 fólksbílar nýskráðir árið 2024 en 2023 voru þeir 2.695. Flestir þessara bíla voru nýskráðir í desember og var algengasta bílategundin Toyota. Bílar Bílaleigur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að alls hafi verið nýskráðir 10.243 nýir fólksbílar á árinu og var tæplega helmingur þeirra skráður sem bílaleigubílar. Flestar nýskráningar hafi átt sér stað í maí 2024 þegar 2.008 fólksbílar voru nýskráðir. Samanburður á nýskráningum bíla síðustu sex ár.Bílgreinasambandið Flestir nýskráðir fólksbílar á árinu voru rafmagnsbílar, meira en einn af hverjum fjórum nýskráðum bílum var rafmagnsbíll. Næstalgengustu fólksbílarnir voru díselbílar sem voru 22 prósent af öllum nýskráningum. Algengustu nýskráðu bílategundirnar árið 2024 voru Toytota og Kia. Hvort er það Tesla eða Toyota? Einstaklingar voru skráðir fyrir 3.817 nýjum fólksbílum á árinu 2024 samkvæmt tilkynningunni. Það eru helmingi færri nýskráðir fólksbílar en árið 2023 þegar þeir voru 7.875 talsins. Samanburður á nýskráningum bíla hjá einstaklingum undanfarin sex ár.Bílgreinasambandið Flestar nýskráningar ársins 2024 voru í október þegar 465 fólksbílar voru nýskráðir. Flestir nýskráðir fólksbílar á einstaklinga voru rafmagnsbílar eða tæplega helmingur. Þar á eftir voru tengiltvinnbílar. Algengustu nýskráðu tegundir einstaklinga á árinu 2024 voru Toyota og Tesla. Almenn fyrirtæki og bílaleigur Bílaleigubílar voru um helmingur allra nýskráðra fólksbíla á árinu. Samtals voru nýskráðir 4.904 bílaleigubílar árið 2024 sem er 30% lækkun frá fyrra ári. Samanburður á nýskráningum hjá ökutækjaleigum undanfarin sex ár.Bílgreinasambandið Flestir bílaleigubílar voru nýskráðir í maí 2024 og algengustu bílategundirnar voru Kia og Hyundai. Nýskráningar fólksbíla hjá almennum fyrirtækjum (án ökutækjaleiga) hafi dregist saman um 44 prósent. Samanlagt voru 1.520 fólksbílar nýskráðir árið 2024 en 2023 voru þeir 2.695. Flestir þessara bíla voru nýskráðir í desember og var algengasta bílategundin Toyota.
Bílar Bílaleigur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira