Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2024 22:43 Hrólfur Andri Tómasson er framkvæmdastjóri Dropp. Vísir/Sigurjón Stóraukin netverslun Íslendinga skilar sér í auknu álagi hjá sendingarfyrirtækjum. Einhverjar tafir hafa verið á afhendingu sendinga sem framkvæmdastjóri dreifingarfyrirtækis segir vera vegna plássleysis í flugvélum á leið til landsins Erlend netverslun Íslendinga hefur tvöfaldast á milli ára og Rannsóknarsetur verslunarinnar spáir því að hún nái 45 milljörðum á þessu ári. Netverslun eykst alltaf síðustu mánuði ársins þegar það styttist í jólin með tilheyrandi álagi á sendingarfyrirtæki sem reyna að koma mögulegum jólagjöfum og áramótakjólum til skila á réttum tíma. Fleiri og fleiri verslanir nýta sér þjónustu dreifingarfyrirtækisins Dropp til að koma sendingum til skila og eru þær orðnar átta hundruð talsins. „Við erum með mjög mikið af duglegu starfsfólki og samstarfsaðilum. Allir hafa látið þetta ganga. Þetta er vertíð í sex vikur og þetta hefur gengið vel,“ segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp. „Það sem kemur erlendis frá hefur verið aðeins lengur á leiðinni en við vorum að vona. Það er einfaldlega vegna þess að flugvélar hafa verið fullar.“ Starfsmenn Dropp voru á fullu að flokka sendingar þegar fréttastofu bar að garði. Starfsmannafjöldinn er tvöfaldaður dagana fyrir jól til að anna eftirspurn. „Allar sendingar koma í gegnum húsið hjá okkar og eru flokkaðar. Við förum á 115 afhendingarstaði um land allt. Hér finnum við út úr því hvað á að fara hvert, svo fara þeir beint aftur úr húsi,“ segir Hrólfur. Starfsmenn Dropp vinna hörðum höndum að því að koma öllum sendingum til skila.Vísir/Sigurjón Hann vonast til þess að allir pakkar komist til síns heima fyrir jól. „Allt sem við fáum í hús til hádegis á morgun og á að fara á landsbyggðina fer út, og það sem við fáum á Þorláksmessu til hádegis á höfuðborgarsvæðinu sömuleiðis. Það mun allt komast til skila,“ segir Hrólfur. Neytendur Jól Pósturinn Verslun Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Erlend netverslun Íslendinga hefur tvöfaldast á milli ára og Rannsóknarsetur verslunarinnar spáir því að hún nái 45 milljörðum á þessu ári. Netverslun eykst alltaf síðustu mánuði ársins þegar það styttist í jólin með tilheyrandi álagi á sendingarfyrirtæki sem reyna að koma mögulegum jólagjöfum og áramótakjólum til skila á réttum tíma. Fleiri og fleiri verslanir nýta sér þjónustu dreifingarfyrirtækisins Dropp til að koma sendingum til skila og eru þær orðnar átta hundruð talsins. „Við erum með mjög mikið af duglegu starfsfólki og samstarfsaðilum. Allir hafa látið þetta ganga. Þetta er vertíð í sex vikur og þetta hefur gengið vel,“ segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp. „Það sem kemur erlendis frá hefur verið aðeins lengur á leiðinni en við vorum að vona. Það er einfaldlega vegna þess að flugvélar hafa verið fullar.“ Starfsmenn Dropp voru á fullu að flokka sendingar þegar fréttastofu bar að garði. Starfsmannafjöldinn er tvöfaldaður dagana fyrir jól til að anna eftirspurn. „Allar sendingar koma í gegnum húsið hjá okkar og eru flokkaðar. Við förum á 115 afhendingarstaði um land allt. Hér finnum við út úr því hvað á að fara hvert, svo fara þeir beint aftur úr húsi,“ segir Hrólfur. Starfsmenn Dropp vinna hörðum höndum að því að koma öllum sendingum til skila.Vísir/Sigurjón Hann vonast til þess að allir pakkar komist til síns heima fyrir jól. „Allt sem við fáum í hús til hádegis á morgun og á að fara á landsbyggðina fer út, og það sem við fáum á Þorláksmessu til hádegis á höfuðborgarsvæðinu sömuleiðis. Það mun allt komast til skila,“ segir Hrólfur.
Neytendur Jól Pósturinn Verslun Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira