Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2024 22:43 Hrólfur Andri Tómasson er framkvæmdastjóri Dropp. Vísir/Sigurjón Stóraukin netverslun Íslendinga skilar sér í auknu álagi hjá sendingarfyrirtækjum. Einhverjar tafir hafa verið á afhendingu sendinga sem framkvæmdastjóri dreifingarfyrirtækis segir vera vegna plássleysis í flugvélum á leið til landsins Erlend netverslun Íslendinga hefur tvöfaldast á milli ára og Rannsóknarsetur verslunarinnar spáir því að hún nái 45 milljörðum á þessu ári. Netverslun eykst alltaf síðustu mánuði ársins þegar það styttist í jólin með tilheyrandi álagi á sendingarfyrirtæki sem reyna að koma mögulegum jólagjöfum og áramótakjólum til skila á réttum tíma. Fleiri og fleiri verslanir nýta sér þjónustu dreifingarfyrirtækisins Dropp til að koma sendingum til skila og eru þær orðnar átta hundruð talsins. „Við erum með mjög mikið af duglegu starfsfólki og samstarfsaðilum. Allir hafa látið þetta ganga. Þetta er vertíð í sex vikur og þetta hefur gengið vel,“ segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp. „Það sem kemur erlendis frá hefur verið aðeins lengur á leiðinni en við vorum að vona. Það er einfaldlega vegna þess að flugvélar hafa verið fullar.“ Starfsmenn Dropp voru á fullu að flokka sendingar þegar fréttastofu bar að garði. Starfsmannafjöldinn er tvöfaldaður dagana fyrir jól til að anna eftirspurn. „Allar sendingar koma í gegnum húsið hjá okkar og eru flokkaðar. Við förum á 115 afhendingarstaði um land allt. Hér finnum við út úr því hvað á að fara hvert, svo fara þeir beint aftur úr húsi,“ segir Hrólfur. Starfsmenn Dropp vinna hörðum höndum að því að koma öllum sendingum til skila.Vísir/Sigurjón Hann vonast til þess að allir pakkar komist til síns heima fyrir jól. „Allt sem við fáum í hús til hádegis á morgun og á að fara á landsbyggðina fer út, og það sem við fáum á Þorláksmessu til hádegis á höfuðborgarsvæðinu sömuleiðis. Það mun allt komast til skila,“ segir Hrólfur. Neytendur Jól Pósturinn Verslun Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Erlend netverslun Íslendinga hefur tvöfaldast á milli ára og Rannsóknarsetur verslunarinnar spáir því að hún nái 45 milljörðum á þessu ári. Netverslun eykst alltaf síðustu mánuði ársins þegar það styttist í jólin með tilheyrandi álagi á sendingarfyrirtæki sem reyna að koma mögulegum jólagjöfum og áramótakjólum til skila á réttum tíma. Fleiri og fleiri verslanir nýta sér þjónustu dreifingarfyrirtækisins Dropp til að koma sendingum til skila og eru þær orðnar átta hundruð talsins. „Við erum með mjög mikið af duglegu starfsfólki og samstarfsaðilum. Allir hafa látið þetta ganga. Þetta er vertíð í sex vikur og þetta hefur gengið vel,“ segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp. „Það sem kemur erlendis frá hefur verið aðeins lengur á leiðinni en við vorum að vona. Það er einfaldlega vegna þess að flugvélar hafa verið fullar.“ Starfsmenn Dropp voru á fullu að flokka sendingar þegar fréttastofu bar að garði. Starfsmannafjöldinn er tvöfaldaður dagana fyrir jól til að anna eftirspurn. „Allar sendingar koma í gegnum húsið hjá okkar og eru flokkaðar. Við förum á 115 afhendingarstaði um land allt. Hér finnum við út úr því hvað á að fara hvert, svo fara þeir beint aftur úr húsi,“ segir Hrólfur. Starfsmenn Dropp vinna hörðum höndum að því að koma öllum sendingum til skila.Vísir/Sigurjón Hann vonast til þess að allir pakkar komist til síns heima fyrir jól. „Allt sem við fáum í hús til hádegis á morgun og á að fara á landsbyggðina fer út, og það sem við fáum á Þorláksmessu til hádegis á höfuðborgarsvæðinu sömuleiðis. Það mun allt komast til skila,“ segir Hrólfur.
Neytendur Jól Pósturinn Verslun Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira