Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2024 14:31 Ráðgert er að nýja þjóðarhöllin verði allt að 19.000 fermetrar að stærð, taki 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 manns á tónleikum. Reykjavíkurborg Þrjú teymi hafa verið valin til þátttöku í samkeppnisútboði um hönnun og byggingu nýrrar Þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir í Laugardal í Reykjavík. Frá þessu segir á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að teymin sem taki þátt í samkeppnisútboðinu séu: Eykt ásamt T.ark arkitektum, HKS Architects, Verkís, Maffeis Engineering, Landslagi og Brekke & Strand Akustikk. ÍAV ásamt ASK arkitektum, COWI, LPO arkitektum, Ísloft, EOH og Landhönnun. Ístak ásamt Eflu ehf., Nordic Office of Architecture og Populus. Að loknu samkeppnisútboði verði gerður verksamningur við eitt teymi um fullnaðarhönnun og byggingu mannvirkisins. Á vef borgarinnar segir að forval hafi verið auglýst í vor og liggi niðurstöður þess fyrir. Samkeppnisgögnin hafu nú verið afhent teymunum og sé samkeppnin formlega hafin. „Samkeppnisgögn byggja á vinnu framkvæmdanefndar og síðar Þjóðarhallar ehf. frá miðju ári 2022 og síðan með aðkomu Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna. Þjóðarhöll ehf. er í eigu ríkis og borgar, sem skipa stjórn Þjóðarhallar ehf. Kostnaðarskipting milli ríkis og borgar liggur fyrir og er framkvæmdin fjármögnuð á fjárlögum, í fjármálaáætlun 2025–2029 og í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta mikilvægt skref fyrir Reykjavíkurborg. „Með tilkomu Þjóðarhallar fjölgar æfingatímum barnanna í hverfinu verulega og Reykjavík styrkir sig mjög sem borg sem leggur áherslu á öflugt íþróttastarf og lýðheilsu. Þjóðarhöll verður mikið notað samfélagshús með góða tengingu við almenningssamgöngur og brýnt að höllin rísi hratt og örugglega,“ er haft eftir Einari. Fyrirhuguð staðsetning nýrra Þjóðarhallar Fram kemur að í samkeppnisgögnum sé lögð áhersla á að tryggja framúrskarandi gæði í hönnun, byggingu og rekstri Þjóðarhallar með áherslu á notagildi, útlit, frágang, aðgengi, sjálfbærni og hagkvæmni. „Ný Þjóðarhöll mun umbylta umgjörð í kringum landsliðsfólk í fjölmörgum íþróttagreinum, stórbæta aðstöðu fyrir börn og ungmenni og aðra íþróttaiðkendur auk þess að vera fjölnota hús fyrir þjóðina alla. Ráðgert er að hún verði allt að 19.000m2 að stærð, taki 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 manns á tónleikum. Þjóðarhöllin mun rísa í hjarta Laugardals, sunnan Laugardalshallar, með góðri tengingu við borgarlínu, göngu- og hjólaleiðir og fyrirliggjandi mannvirki; Laugardalshöll og Frjálsíþróttahöll. Notendur verða íþróttafélög, landsliðshópar sérsambanda fyrir æfingar og keppni, skólar í nágrenninu, háskólar fyrir íþróttakennslu og ýmsir viðburðahaldarar. Þá er ætlunin að höllin sé aðgengileg öllum, vettvangur lýðheilsuverkefna og samkomustaður íþróttafólks og almennings með tilheyrandi veitingarekstri sem tengist safnsvæði áhorfenda,“ segir í tilkynningunni. Ný þjóðarhöll Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Frá þessu segir á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að teymin sem taki þátt í samkeppnisútboðinu séu: Eykt ásamt T.ark arkitektum, HKS Architects, Verkís, Maffeis Engineering, Landslagi og Brekke & Strand Akustikk. ÍAV ásamt ASK arkitektum, COWI, LPO arkitektum, Ísloft, EOH og Landhönnun. Ístak ásamt Eflu ehf., Nordic Office of Architecture og Populus. Að loknu samkeppnisútboði verði gerður verksamningur við eitt teymi um fullnaðarhönnun og byggingu mannvirkisins. Á vef borgarinnar segir að forval hafi verið auglýst í vor og liggi niðurstöður þess fyrir. Samkeppnisgögnin hafu nú verið afhent teymunum og sé samkeppnin formlega hafin. „Samkeppnisgögn byggja á vinnu framkvæmdanefndar og síðar Þjóðarhallar ehf. frá miðju ári 2022 og síðan með aðkomu Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna. Þjóðarhöll ehf. er í eigu ríkis og borgar, sem skipa stjórn Þjóðarhallar ehf. Kostnaðarskipting milli ríkis og borgar liggur fyrir og er framkvæmdin fjármögnuð á fjárlögum, í fjármálaáætlun 2025–2029 og í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta mikilvægt skref fyrir Reykjavíkurborg. „Með tilkomu Þjóðarhallar fjölgar æfingatímum barnanna í hverfinu verulega og Reykjavík styrkir sig mjög sem borg sem leggur áherslu á öflugt íþróttastarf og lýðheilsu. Þjóðarhöll verður mikið notað samfélagshús með góða tengingu við almenningssamgöngur og brýnt að höllin rísi hratt og örugglega,“ er haft eftir Einari. Fyrirhuguð staðsetning nýrra Þjóðarhallar Fram kemur að í samkeppnisgögnum sé lögð áhersla á að tryggja framúrskarandi gæði í hönnun, byggingu og rekstri Þjóðarhallar með áherslu á notagildi, útlit, frágang, aðgengi, sjálfbærni og hagkvæmni. „Ný Þjóðarhöll mun umbylta umgjörð í kringum landsliðsfólk í fjölmörgum íþróttagreinum, stórbæta aðstöðu fyrir börn og ungmenni og aðra íþróttaiðkendur auk þess að vera fjölnota hús fyrir þjóðina alla. Ráðgert er að hún verði allt að 19.000m2 að stærð, taki 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 manns á tónleikum. Þjóðarhöllin mun rísa í hjarta Laugardals, sunnan Laugardalshallar, með góðri tengingu við borgarlínu, göngu- og hjólaleiðir og fyrirliggjandi mannvirki; Laugardalshöll og Frjálsíþróttahöll. Notendur verða íþróttafélög, landsliðshópar sérsambanda fyrir æfingar og keppni, skólar í nágrenninu, háskólar fyrir íþróttakennslu og ýmsir viðburðahaldarar. Þá er ætlunin að höllin sé aðgengileg öllum, vettvangur lýðheilsuverkefna og samkomustaður íþróttafólks og almennings með tilheyrandi veitingarekstri sem tengist safnsvæði áhorfenda,“ segir í tilkynningunni.
Ný þjóðarhöll Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira