„Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 07:31 María Þórisdóttir er afar ánægð með föður sinn, ekki bara hvað vann mikið heldur hvernig hann fór að því. Getty/Ryan Pierse/Andrea Kareth/ María Þórisdóttir sendi föður sínum fallega kveðju eftir að Þórir Hergeirsson endaði þjálfaraferil sinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta með því að vinna sitt ellefta stórmót með norska landsliðinu. Norska liðið varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir hans stjórn eftir sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. María, sem spilar með enska félaginu Brighton, skrifaði sæta kveðju til föður síns á samfélagsmiðlum. María skrifaði kveðjuna á norsku nema hún notaði íslenska heitið yfir pabba. „Í dag lokaðir þú tilkomumiklum kafla í norsku handboltasögunni með einu gullinu í viðbót. Með þessum þrjátíu árum í handbolta og ótrúlegum fimmtán árum sem landsliðsþjálfari þá hefur þú verið innblástur og gleðigjafi til heillar þjóðar og alls heimsins. Öll verðlaunin tala sínu máli,“ skrifaði María. „Það eru samt ekki bara verðlaunapeningarnir sem mér þykir mikið til koma heldur er ég stoltust af því hvernig manneskja þú ert. Ástríða, yfirvegun og klók leiðtogahæfni þín hefur haft góð áhrif á svo marga. Þú hefur frábæra hæfileika til að sjá það besta í fólki, vekja upp áhuga hjá því og lyfta öðrum upp,“ skrifaði María. „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi. Ekki aðeins fyrir því sem þú hefur afrekað inn á vellinum heldur hvernig þú hefur verið sem leiðtogi, hvernig þú hefur byggt upp þín lið og hvernig þú hefur verið uppspretta innblásturs fyrir svo marga,“ skrifaði María. „Sautján verðlaun á stórmótum sem landsliðsþjálfari er tala sem fáir, ef þá einhver, getur náð. Nú er komið að öðrum kafla og nýjum ævintýrum. Ég get ekki beðið eftir því hverju þú tekur upp á í framtíðinni. Ég er viss um að þú hittir þar naglann líka á höfuðið,“ skrifaði María. „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið handboltanum. Nú getur þú komið heim sem kóngurinn sem þú hefur alltaf verið. Nú fyrir fullt og allt,“ skrifaði María. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir) EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Tárin runnu niður kinnar Noru Mørk þegar Þórir Hergeirsson mætti í viðtal hjá Viaplay eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 10:01 Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Danskir fjölmiðlar fóru engum silkihönskum um kvennalandsliðið í handbolta eftir að það tapaði fyrir Noregi í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 11:00 Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27 Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. 15. desember 2024 18:44 Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Glæsilegum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir stjórn Selfyssingsins. 16. desember 2024 09:02 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Norska liðið varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir hans stjórn eftir sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. María, sem spilar með enska félaginu Brighton, skrifaði sæta kveðju til föður síns á samfélagsmiðlum. María skrifaði kveðjuna á norsku nema hún notaði íslenska heitið yfir pabba. „Í dag lokaðir þú tilkomumiklum kafla í norsku handboltasögunni með einu gullinu í viðbót. Með þessum þrjátíu árum í handbolta og ótrúlegum fimmtán árum sem landsliðsþjálfari þá hefur þú verið innblástur og gleðigjafi til heillar þjóðar og alls heimsins. Öll verðlaunin tala sínu máli,“ skrifaði María. „Það eru samt ekki bara verðlaunapeningarnir sem mér þykir mikið til koma heldur er ég stoltust af því hvernig manneskja þú ert. Ástríða, yfirvegun og klók leiðtogahæfni þín hefur haft góð áhrif á svo marga. Þú hefur frábæra hæfileika til að sjá það besta í fólki, vekja upp áhuga hjá því og lyfta öðrum upp,“ skrifaði María. „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi. Ekki aðeins fyrir því sem þú hefur afrekað inn á vellinum heldur hvernig þú hefur verið sem leiðtogi, hvernig þú hefur byggt upp þín lið og hvernig þú hefur verið uppspretta innblásturs fyrir svo marga,“ skrifaði María. „Sautján verðlaun á stórmótum sem landsliðsþjálfari er tala sem fáir, ef þá einhver, getur náð. Nú er komið að öðrum kafla og nýjum ævintýrum. Ég get ekki beðið eftir því hverju þú tekur upp á í framtíðinni. Ég er viss um að þú hittir þar naglann líka á höfuðið,“ skrifaði María. „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið handboltanum. Nú getur þú komið heim sem kóngurinn sem þú hefur alltaf verið. Nú fyrir fullt og allt,“ skrifaði María. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir)
EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Tárin runnu niður kinnar Noru Mørk þegar Þórir Hergeirsson mætti í viðtal hjá Viaplay eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 10:01 Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Danskir fjölmiðlar fóru engum silkihönskum um kvennalandsliðið í handbolta eftir að það tapaði fyrir Noregi í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 11:00 Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27 Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. 15. desember 2024 18:44 Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Glæsilegum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir stjórn Selfyssingsins. 16. desember 2024 09:02 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Tárin runnu niður kinnar Noru Mørk þegar Þórir Hergeirsson mætti í viðtal hjá Viaplay eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 10:01
Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Danskir fjölmiðlar fóru engum silkihönskum um kvennalandsliðið í handbolta eftir að það tapaði fyrir Noregi í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 11:00
Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27
Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. 15. desember 2024 18:44
Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Glæsilegum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir stjórn Selfyssingsins. 16. desember 2024 09:02