„Við erum frábærir sóknarlega“ Hinrik Wöhler skrifar 13. desember 2024 21:30 Einar Jónsson, þjálfari Fram, fagnaði sigri í síðasta deildarleik liðsins fyrir jólafrí. Vísir/Diego Fram sigraði sinn síðasta deildarleik fyrir jólafrí þegar liðið mætti Gróttu í Olís-deild karla í Úlfarsárdal í kvöld og fóru leikar 38-33. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með stigin tvö en viðurkennir að lærisveinar hans hleyptu Seltirningum aðeins of nálægt sér undir lok leiks. „Upp úr miðjum seinni hálfleik þá fannst mér við hafa öll tök á þessu. Svo lendum við tveimur mönnum færri og þetta fer úr fimm mörkum niður í þrjú. Ég hefði alveg viljað vinna þetta örlítið meira sannfærandi en Grótta er gott lið og ég þigg tvö stig á móti þeim,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Bæði lið virtust skora að vild í kvöld og það var lítið um fína drætti í varnarleik beggja liða. Einar var í skýjunum með sóknarleik liðsins en það var ekki sömu sögu að segja með varnarleik liðsins. „Við erum frábærir sóknarlega en mér fannst varnarleikurinn ekki góður. Breki [Hrafn Árnason] kom hrikalega flottur inn í miðjan fyrri hálfleik en örugglega hjá báðum liðum í seinni hálfleik þá var ekki bolti varinn.“ „Vörnin var ekki góð en við breyttum aftur í fimm-einn vörn eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Þá náðum við forskotinu og þvinguðum þá í erfiðari skot og mistök í sókninni. Það gerði útslagið í þessu,“ sagði Einar. Getur ekki kvartað yfir 11 mörkum úr 12 tilraunum Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var fremstur meðal jafningja í sóknarleik Framara en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann var með fullkomna nýtingu lengst af en klikkaði á dauðafæri á síðustu andartökum leiksins. „Ég var bara hættur að horfa, svo frétti ég það að hann væri með ellefu mörk úr ellefu tilraunum. Við þiggjum alveg ellefu mörk úr tólf skotum,“ sagði Einar um frammistöðu Þorsteins. Föstudagskvöld hafa ekki reynst vel Á annað hundrað manns mættu í Lambhagahöllina í kvöld og þrátt fyrir mikla markaveislu á vellinum er óhætt að fullyrða að það hafi ekki verið eins mikil stemning í stúkunni. Einar segir að það virðist draga úr mætingu þegar líður á desembermánuð. „Föstudagskvöld hafa ekki verið mjög góð hjá okkur, kannski á öðrum stöðum hafa þau verið ágæt. Mér sýnist sem svo að á öllum íþróttaviðburðum í desember, sérstaklega þegar fer að líða á, þá er það bara erfitt. Fólk er að gera annað en það er enginn svikinn að koma hingað, fullt af mörkum og stuð inn á vellinum.“ Hægri skytta Framara, Rúnar Kárason, var ekki með í dag og var Einar spurður út í stöðuna á Rúnari. „Hann er bara búinn að vera meiddur í talsverðan tíma. Við höfum prufað hann annað slagið en hann var ekki leikhæfur í dag, því miður,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Sjá meira
„Upp úr miðjum seinni hálfleik þá fannst mér við hafa öll tök á þessu. Svo lendum við tveimur mönnum færri og þetta fer úr fimm mörkum niður í þrjú. Ég hefði alveg viljað vinna þetta örlítið meira sannfærandi en Grótta er gott lið og ég þigg tvö stig á móti þeim,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Bæði lið virtust skora að vild í kvöld og það var lítið um fína drætti í varnarleik beggja liða. Einar var í skýjunum með sóknarleik liðsins en það var ekki sömu sögu að segja með varnarleik liðsins. „Við erum frábærir sóknarlega en mér fannst varnarleikurinn ekki góður. Breki [Hrafn Árnason] kom hrikalega flottur inn í miðjan fyrri hálfleik en örugglega hjá báðum liðum í seinni hálfleik þá var ekki bolti varinn.“ „Vörnin var ekki góð en við breyttum aftur í fimm-einn vörn eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Þá náðum við forskotinu og þvinguðum þá í erfiðari skot og mistök í sókninni. Það gerði útslagið í þessu,“ sagði Einar. Getur ekki kvartað yfir 11 mörkum úr 12 tilraunum Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var fremstur meðal jafningja í sóknarleik Framara en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann var með fullkomna nýtingu lengst af en klikkaði á dauðafæri á síðustu andartökum leiksins. „Ég var bara hættur að horfa, svo frétti ég það að hann væri með ellefu mörk úr ellefu tilraunum. Við þiggjum alveg ellefu mörk úr tólf skotum,“ sagði Einar um frammistöðu Þorsteins. Föstudagskvöld hafa ekki reynst vel Á annað hundrað manns mættu í Lambhagahöllina í kvöld og þrátt fyrir mikla markaveislu á vellinum er óhætt að fullyrða að það hafi ekki verið eins mikil stemning í stúkunni. Einar segir að það virðist draga úr mætingu þegar líður á desembermánuð. „Föstudagskvöld hafa ekki verið mjög góð hjá okkur, kannski á öðrum stöðum hafa þau verið ágæt. Mér sýnist sem svo að á öllum íþróttaviðburðum í desember, sérstaklega þegar fer að líða á, þá er það bara erfitt. Fólk er að gera annað en það er enginn svikinn að koma hingað, fullt af mörkum og stuð inn á vellinum.“ Hægri skytta Framara, Rúnar Kárason, var ekki með í dag og var Einar spurður út í stöðuna á Rúnari. „Hann er bara búinn að vera meiddur í talsverðan tíma. Við höfum prufað hann annað slagið en hann var ekki leikhæfur í dag, því miður,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Sjá meira