Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2024 13:23 Samkeppnisyfirlitið gaf út umfangsmikla skýrslu um samráð Eimskips og Samskipa sem það sagði hafa staðið yfir í fjölda ára. Eimskip gerði sátt en Samskip ekki. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði stefnu Samskipa á hendur Eimskipi frá í dag. Samskip stefndi Eimskipi vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna sáttar Eimskips við Samkeppniseftirlitið. Eimskip segir í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér áðan að málinu hafi verið vísað frá héraðsdómi í dag. Uppkvaðning úrskurðar í málinu var á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur klukkan ellefu. Samskip stefndu Eimskipi og Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra Eimskips, og krafðist þess að bótaskylda síðarnefnda skipafélagsins yrði viðurkennd vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið árið 2021. Ekki var kveðið á um fjárhæðina en lögmaður Samskipa sagði í apríl að tjónið gætið hlaupið á milljörðum króna. Málið má rekja til þess að Eimskip féllst á að greiða einn og hálfan milljarð króna í sekt vegna ólögmæts samráðs við Samskip samkvæmt sáttinni. Samskip gerðu ekki sátt í málinu og voru sektuð um 4,2 milljarða króna í fyrra. Í stefnunni var vísað til yfirlýsinga í sátt Eimskips og Samkeppniseftirlitsins um samráðið og tjóns sem Samskip hefðu orðið fyrir vegna þess að Eimskip skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við samkeppnisaðilann. Hæstiréttur samþykkti í dag að veita Samskipum leyfi til að áfrýja máli þeirra gegn Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur hafði komist að þeirri niðurstöðu að Samskip gætu ekki skotið sátt Eimskips til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Dómsmál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Tengdar fréttir Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu. 11. desember 2024 10:23 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Eimskip segir í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér áðan að málinu hafi verið vísað frá héraðsdómi í dag. Uppkvaðning úrskurðar í málinu var á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur klukkan ellefu. Samskip stefndu Eimskipi og Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra Eimskips, og krafðist þess að bótaskylda síðarnefnda skipafélagsins yrði viðurkennd vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið árið 2021. Ekki var kveðið á um fjárhæðina en lögmaður Samskipa sagði í apríl að tjónið gætið hlaupið á milljörðum króna. Málið má rekja til þess að Eimskip féllst á að greiða einn og hálfan milljarð króna í sekt vegna ólögmæts samráðs við Samskip samkvæmt sáttinni. Samskip gerðu ekki sátt í málinu og voru sektuð um 4,2 milljarða króna í fyrra. Í stefnunni var vísað til yfirlýsinga í sátt Eimskips og Samkeppniseftirlitsins um samráðið og tjóns sem Samskip hefðu orðið fyrir vegna þess að Eimskip skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við samkeppnisaðilann. Hæstiréttur samþykkti í dag að veita Samskipum leyfi til að áfrýja máli þeirra gegn Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur hafði komist að þeirri niðurstöðu að Samskip gætu ekki skotið sátt Eimskips til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Dómsmál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Tengdar fréttir Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu. 11. desember 2024 10:23 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu. 11. desember 2024 10:23