Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2024 13:23 Samkeppnisyfirlitið gaf út umfangsmikla skýrslu um samráð Eimskips og Samskipa sem það sagði hafa staðið yfir í fjölda ára. Eimskip gerði sátt en Samskip ekki. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði stefnu Samskipa á hendur Eimskipi frá í dag. Samskip stefndi Eimskipi vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna sáttar Eimskips við Samkeppniseftirlitið. Eimskip segir í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér áðan að málinu hafi verið vísað frá héraðsdómi í dag. Uppkvaðning úrskurðar í málinu var á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur klukkan ellefu. Samskip stefndu Eimskipi og Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra Eimskips, og krafðist þess að bótaskylda síðarnefnda skipafélagsins yrði viðurkennd vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið árið 2021. Ekki var kveðið á um fjárhæðina en lögmaður Samskipa sagði í apríl að tjónið gætið hlaupið á milljörðum króna. Málið má rekja til þess að Eimskip féllst á að greiða einn og hálfan milljarð króna í sekt vegna ólögmæts samráðs við Samskip samkvæmt sáttinni. Samskip gerðu ekki sátt í málinu og voru sektuð um 4,2 milljarða króna í fyrra. Í stefnunni var vísað til yfirlýsinga í sátt Eimskips og Samkeppniseftirlitsins um samráðið og tjóns sem Samskip hefðu orðið fyrir vegna þess að Eimskip skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við samkeppnisaðilann. Hæstiréttur samþykkti í dag að veita Samskipum leyfi til að áfrýja máli þeirra gegn Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur hafði komist að þeirri niðurstöðu að Samskip gætu ekki skotið sátt Eimskips til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Dómsmál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Tengdar fréttir Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu. 11. desember 2024 10:23 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Eimskip segir í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér áðan að málinu hafi verið vísað frá héraðsdómi í dag. Uppkvaðning úrskurðar í málinu var á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur klukkan ellefu. Samskip stefndu Eimskipi og Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra Eimskips, og krafðist þess að bótaskylda síðarnefnda skipafélagsins yrði viðurkennd vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið árið 2021. Ekki var kveðið á um fjárhæðina en lögmaður Samskipa sagði í apríl að tjónið gætið hlaupið á milljörðum króna. Málið má rekja til þess að Eimskip féllst á að greiða einn og hálfan milljarð króna í sekt vegna ólögmæts samráðs við Samskip samkvæmt sáttinni. Samskip gerðu ekki sátt í málinu og voru sektuð um 4,2 milljarða króna í fyrra. Í stefnunni var vísað til yfirlýsinga í sátt Eimskips og Samkeppniseftirlitsins um samráðið og tjóns sem Samskip hefðu orðið fyrir vegna þess að Eimskip skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við samkeppnisaðilann. Hæstiréttur samþykkti í dag að veita Samskipum leyfi til að áfrýja máli þeirra gegn Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur hafði komist að þeirri niðurstöðu að Samskip gætu ekki skotið sátt Eimskips til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Dómsmál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Tengdar fréttir Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu. 11. desember 2024 10:23 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu. 11. desember 2024 10:23