Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Árni Sæberg skrifar 9. desember 2024 14:35 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Greingardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldist í 4,8 prósentum næstu tvo mánuði. Hún muni þó hjaðna nokkuð hratt eftir það og ná efri mörkum verðbólgumarkmiðs í mars. Í pistli á vef Íslandsbanka segir að greiningardeildin spái því að vísitala neysluverðs, VNV, hækki um 0,4 prósent í desember. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga standa óbreytt og mælast 4,8 prósentum í mánuðinum. Árviss hækkun flugfargjalda vegi þyngst til hækkunar en áhrif verðhækkana matar- og drykkjarvöru ásamt reiknaðri húsaleigu séu þar skammt undan. Árviss hækkun flugfargjalda Það sem vegur alla jafna þyngst til hækkunar VNV í desember sé árviss hækkun flugfargjalda. Það skýrist af aukinni eftirspurn í kringum jólin þegar margir eru á faraldsfæti. Samkvæmt spánni muni lítil breyting verða þar á þetta árið og flugfargjöld til útlanda því hækka um 9 prósent og hafa 0,16 prósent áhrif á VNV í desember og vega þyngst til hækkunar VNV í mánuðinum. Lyf lækki í verði um 2,54 prósent í mánuðinum en hafi lítið vægi í VNV og áhrifin á verðbólgu því lítil. Minni sveiflur eftir að nýja aðferðin var tekin upp Samkvæmt spánni muni halda áfram að draga úr framlagi húsnæðisliðar til verðbólgu. Deildin spái 0,3 prósent hækkun reiknaðrar húsaleigu, 0,05 prósent áhrif á VNV, í desember. Í nóvember hafi 0,9 prósent hækkun mælst í liðnum á meðan spá hafi hljóðað upp á 0,2 prósent lækkun. Hækkunin í nóvember hafi verið á pari við mestu hækkun reiknaðrar húsaleiga eftir að ný matsaðferð var tekin í gagnið en hækkunin hafi einnig numið 0,9 prósent í ágúst. Enn sem komið er hafi mælingar með nýju aðferðinni ekki rofið 1 prósent múrinn og á heildina litið dregið úr sveiflum í þessum lið milli mánaða. Verðbólgan gangi hægt niður Greiningardeildin telji tólf mánaða takt verðbólgu eiga eftir að ganga hratt niður frá og með febrúar á næsta ári þegar stórir hækkunarmánuðir detta út úr mælingunni. Þegar lengra líður á árið spái deildin því að ársverðbólga verði komin vel inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og að hún verði komin nokkuð nálægt 2,5 prósenta markmiðinu um mitt næsta ár. Ýmsar hagstærðir hafi þróast með hagfelldum hætti síðastliðna mánuði en þar megi einna helst nefna styrkingu krónu ásamt hægari haustmánuðum á leigu- og íbúðamarkaði sem vonandi skili sér í verðbólgumælingu desembermánaðar gangi spáin eftir. Þó sýni mikið frávik reiknaðrar húsaleigu frá spám í nóvember að erfitt getur verið að ná utan um breytingar í liðnum þar til meiri reynsla kemst á notkun nýrrar matsaðferðar og óvissan næstu mánuði hafi því aukist. Íslandsbanki Verðlag Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Í pistli á vef Íslandsbanka segir að greiningardeildin spái því að vísitala neysluverðs, VNV, hækki um 0,4 prósent í desember. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga standa óbreytt og mælast 4,8 prósentum í mánuðinum. Árviss hækkun flugfargjalda vegi þyngst til hækkunar en áhrif verðhækkana matar- og drykkjarvöru ásamt reiknaðri húsaleigu séu þar skammt undan. Árviss hækkun flugfargjalda Það sem vegur alla jafna þyngst til hækkunar VNV í desember sé árviss hækkun flugfargjalda. Það skýrist af aukinni eftirspurn í kringum jólin þegar margir eru á faraldsfæti. Samkvæmt spánni muni lítil breyting verða þar á þetta árið og flugfargjöld til útlanda því hækka um 9 prósent og hafa 0,16 prósent áhrif á VNV í desember og vega þyngst til hækkunar VNV í mánuðinum. Lyf lækki í verði um 2,54 prósent í mánuðinum en hafi lítið vægi í VNV og áhrifin á verðbólgu því lítil. Minni sveiflur eftir að nýja aðferðin var tekin upp Samkvæmt spánni muni halda áfram að draga úr framlagi húsnæðisliðar til verðbólgu. Deildin spái 0,3 prósent hækkun reiknaðrar húsaleigu, 0,05 prósent áhrif á VNV, í desember. Í nóvember hafi 0,9 prósent hækkun mælst í liðnum á meðan spá hafi hljóðað upp á 0,2 prósent lækkun. Hækkunin í nóvember hafi verið á pari við mestu hækkun reiknaðrar húsaleiga eftir að ný matsaðferð var tekin í gagnið en hækkunin hafi einnig numið 0,9 prósent í ágúst. Enn sem komið er hafi mælingar með nýju aðferðinni ekki rofið 1 prósent múrinn og á heildina litið dregið úr sveiflum í þessum lið milli mánaða. Verðbólgan gangi hægt niður Greiningardeildin telji tólf mánaða takt verðbólgu eiga eftir að ganga hratt niður frá og með febrúar á næsta ári þegar stórir hækkunarmánuðir detta út úr mælingunni. Þegar lengra líður á árið spái deildin því að ársverðbólga verði komin vel inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og að hún verði komin nokkuð nálægt 2,5 prósenta markmiðinu um mitt næsta ár. Ýmsar hagstærðir hafi þróast með hagfelldum hætti síðastliðna mánuði en þar megi einna helst nefna styrkingu krónu ásamt hægari haustmánuðum á leigu- og íbúðamarkaði sem vonandi skili sér í verðbólgumælingu desembermánaðar gangi spáin eftir. Þó sýni mikið frávik reiknaðrar húsaleigu frá spám í nóvember að erfitt getur verið að ná utan um breytingar í liðnum þar til meiri reynsla kemst á notkun nýrrar matsaðferðar og óvissan næstu mánuði hafi því aukist.
Íslandsbanki Verðlag Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira