Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2024 13:33 Ty-Shon Alexander setti niður átta þrista í tíu tilraunum gegn Tindastóli. getty/Roberto Finizio Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds telja að Keflvíkingar hafi dottið í lukkupottinn með því að semja við Ty-Shon Alexander. Hann átti stórleik gegn Tindastóli í gær. Keflvíkingar gáfu Stólunum engin grið og unnu 27 stiga sigur, 120-93. Alexander fór mikinn í leiknum og skoraði 33 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr tólf af sextán skotum sínum. „Maður sá bara gæðin. Hann er með ofboðslega mjúkt og fallegt skot og getur skotið vel fyrir utan. Hann var með átta af tíu í þristum. Hann var frábær í þessum leik. Svo sýndi hann okkur þetta líka; að fara framhjá mönnum og ráðast á körfuna,“ sagði Teitur Örlygsson um Alexander í Bónus Körfuboltakvöldi. Keflvíkingar sömdu við Alexander eftir að Wendell Green var látinn taka pokann sinn og hann hefur leikið tvo leiki fyrir liðið. Í þeim fyrri skoraði hann 26 stig og nú 33. Hermann Hauksson segir að Alexander eigi þó eflaust eftir að verða enn betri þegar hann kemst í betra form. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Ty-Shon Alexander „Þetta eru rosaleg gæði. Þegar hann er kominn í alvöru líkamlegt stand og með þol til að hlaupa af krafti allan tímann. Hann er illviðráðanlegur núna og maður sér þessi gæði sem hann býr yfir, bæði með að fara á körfuna, hvað hann er fljótur að búa sér til skot og að finna aðra,“ sagði Hermann. „Þetta er mikill fengur fyrir Keflavík. Þetta er þeirra Remy Martin í fyrra, þegar hann var uppi á sitt allra, allra besta. Þetta er ekta Keflavíkur-Kani. Hann getur sprengt upp leikina með mikilli þriggja stiga sýningu sem Keflvíkingar elska. Það verður mjög spennandi að sjá næstu leiki hjá þessum.“ Alexander lék með Phoenix Suns í NBA-deildinni tímabilið 2020-21. Liðið fór þá alla leið í úrslit og Alexander afrekaði það að skora stig þar, eitthvað sem enginn leikmaður sem hefur spilað á Íslandi hefur gert. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Keflvíkingar gáfu Stólunum engin grið og unnu 27 stiga sigur, 120-93. Alexander fór mikinn í leiknum og skoraði 33 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr tólf af sextán skotum sínum. „Maður sá bara gæðin. Hann er með ofboðslega mjúkt og fallegt skot og getur skotið vel fyrir utan. Hann var með átta af tíu í þristum. Hann var frábær í þessum leik. Svo sýndi hann okkur þetta líka; að fara framhjá mönnum og ráðast á körfuna,“ sagði Teitur Örlygsson um Alexander í Bónus Körfuboltakvöldi. Keflvíkingar sömdu við Alexander eftir að Wendell Green var látinn taka pokann sinn og hann hefur leikið tvo leiki fyrir liðið. Í þeim fyrri skoraði hann 26 stig og nú 33. Hermann Hauksson segir að Alexander eigi þó eflaust eftir að verða enn betri þegar hann kemst í betra form. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Ty-Shon Alexander „Þetta eru rosaleg gæði. Þegar hann er kominn í alvöru líkamlegt stand og með þol til að hlaupa af krafti allan tímann. Hann er illviðráðanlegur núna og maður sér þessi gæði sem hann býr yfir, bæði með að fara á körfuna, hvað hann er fljótur að búa sér til skot og að finna aðra,“ sagði Hermann. „Þetta er mikill fengur fyrir Keflavík. Þetta er þeirra Remy Martin í fyrra, þegar hann var uppi á sitt allra, allra besta. Þetta er ekta Keflavíkur-Kani. Hann getur sprengt upp leikina með mikilli þriggja stiga sýningu sem Keflvíkingar elska. Það verður mjög spennandi að sjá næstu leiki hjá þessum.“ Alexander lék með Phoenix Suns í NBA-deildinni tímabilið 2020-21. Liðið fór þá alla leið í úrslit og Alexander afrekaði það að skora stig þar, eitthvað sem enginn leikmaður sem hefur spilað á Íslandi hefur gert. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira