Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 07:36 Raforkuverð hækkaði um 8,4 prósent að raunvirði síðasta árið. Vísir/Vilhelm Rafmagnsverð hækkaði um 13,2 prósent á síðustu tólf mánuðum. Það er mesta hækkun síðan 2011. Á sama tíma og verðbólga hefur hjaðnað hefur raforkuverð hækkað, um 8,4 prósent að raunvirði. Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins á raforkuverði. Þar segir að hækkunin endurspegli að raforkuframsleiðsla hafi ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins, þar með talda fólksfjölgun. „Ástæðan fyrir þessu er kyrrstaða í raforkuöflun á síðastliðnum 10 til 15 árum. Þetta aðgerðaleysi kostar samfélagið mikið sem birtist nú í hækkun raforkuverðs. Hefur meðalverð raforku Landsvirkjunar til stórnotenda án flutnings hækkað um 32% frá 2019 til 2023 og á sama tíma hefur meðalverð forgangsorku án flutnings hækkað um 34%. Þessi staða hefur einnig valdið umtalsverðu tapi á útflutningstekjum Íslands, þar sem Landsvirkjun hóf raforkuskerðingar til stórnotenda undir lok árs 2023,“ segir í greiningunni, sem finna má hér neðst í fréttinni. Skortur á innviðauppbyggingu „Hækkun á raforkuverði endurspeglar mikla hækkun á raforkuverði á heildsölumarkaði. Raforkumarkaður tók til starfa í apríl 2024 og nefnist hann Vonarskarð. Gögn af þeim markaði sýna að verð á raforku hefur hækkað um 32-34% síðan síðasta sumar. Um er að ræða niðurstöður úr söluferli á mánaðarblokkum með afhendingu á fyrstu fjórum mánuðum næsta árs. Mánaðarblokk er rafmagn sem er afhent í mánuð í senn. Að mati Samtaka iðnaðarins er þetta fyrirboði um að enn meiri hækkun raforkuverðs sé að vænta.“ Þróunin sem um getur er sögð að miklu leyti í samræmi við niðurstöður úr skýrslum verkfræðistofunnar EFLU um þróun raforkuverðs, sem birtar voru árin 2019 og 2024. „Breytingar til hækkunar hafa hins vegar komið fram á seinni helmingi þessa árs og sem bein afleiðing þess að framleiðsla á raforku hefur ekki haldið í við þróun samfélagsins á síðastliðnum 10 til 15 árum. Ástæða þessa er m.a. skortur á uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum í raforkukerfinu, léleg vatnsár og flutningstakmarkanir í fulllestuðu raforkukerfi. Í sögulegu samhengi hefur hagkvæmt raforkuverð verið bein afleiðing af skilvirkri uppbyggingu raforkukerfisins í fortíð.“ Hækkun í útboðum skili sér til heimila Níu sölufyrirtæki selja nú rafmagn á almenna markaðnum, að því er fram kemur í greiningunni. Sum séu með eigin framleiðslu en flest kaupi einnig rafmagn á heildsölumarkaði. Í heild séu ellefu aðilar á markaðnum. Sölufyrirtækin kaupi raforku í miklu magni í heildsölu og selji síðan í smásölu til heimila og fyrirtækja. Hækkun á raforkuverði í útboðum Vonarskarðs á heildsölumarkaði skili sér því til fyrirtækja og heimila í formi hærra raforkuverðs. „Þegar verðþróun á heildsölumarkaði er skoðuð þarf að hafa í huga að raforkukostnaður skiptist í þrennt, þ.e. kostnað við raforku, flutning og dreifingu og síðan opinber gjöld. Metið hefur verið að raforkukostnaðurinn sé um 30% af heildarkostnaði vegna raforkukaupa. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Þess ber að geta að einstaka notendahópar njóta niðurgreiðslna á kostnaði, s.s. vegna rafhitunar eða kostnaður jafnaður að einhverju leyti. Hækkun á verði raforku á heildsölumarkaði skilar sér því ekki í hlutfallslega jafn mikilli hækkun á verði raforku“ Tengd skjöl Greining_SI_Skortur_á_raforku_veldur_mikilli_hækkun_á_raforkuverði_06_12_2024PDF67KBSækja skjal Orkumál Orkuskipti Neytendur Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins á raforkuverði. Þar segir að hækkunin endurspegli að raforkuframsleiðsla hafi ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins, þar með talda fólksfjölgun. „Ástæðan fyrir þessu er kyrrstaða í raforkuöflun á síðastliðnum 10 til 15 árum. Þetta aðgerðaleysi kostar samfélagið mikið sem birtist nú í hækkun raforkuverðs. Hefur meðalverð raforku Landsvirkjunar til stórnotenda án flutnings hækkað um 32% frá 2019 til 2023 og á sama tíma hefur meðalverð forgangsorku án flutnings hækkað um 34%. Þessi staða hefur einnig valdið umtalsverðu tapi á útflutningstekjum Íslands, þar sem Landsvirkjun hóf raforkuskerðingar til stórnotenda undir lok árs 2023,“ segir í greiningunni, sem finna má hér neðst í fréttinni. Skortur á innviðauppbyggingu „Hækkun á raforkuverði endurspeglar mikla hækkun á raforkuverði á heildsölumarkaði. Raforkumarkaður tók til starfa í apríl 2024 og nefnist hann Vonarskarð. Gögn af þeim markaði sýna að verð á raforku hefur hækkað um 32-34% síðan síðasta sumar. Um er að ræða niðurstöður úr söluferli á mánaðarblokkum með afhendingu á fyrstu fjórum mánuðum næsta árs. Mánaðarblokk er rafmagn sem er afhent í mánuð í senn. Að mati Samtaka iðnaðarins er þetta fyrirboði um að enn meiri hækkun raforkuverðs sé að vænta.“ Þróunin sem um getur er sögð að miklu leyti í samræmi við niðurstöður úr skýrslum verkfræðistofunnar EFLU um þróun raforkuverðs, sem birtar voru árin 2019 og 2024. „Breytingar til hækkunar hafa hins vegar komið fram á seinni helmingi þessa árs og sem bein afleiðing þess að framleiðsla á raforku hefur ekki haldið í við þróun samfélagsins á síðastliðnum 10 til 15 árum. Ástæða þessa er m.a. skortur á uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum í raforkukerfinu, léleg vatnsár og flutningstakmarkanir í fulllestuðu raforkukerfi. Í sögulegu samhengi hefur hagkvæmt raforkuverð verið bein afleiðing af skilvirkri uppbyggingu raforkukerfisins í fortíð.“ Hækkun í útboðum skili sér til heimila Níu sölufyrirtæki selja nú rafmagn á almenna markaðnum, að því er fram kemur í greiningunni. Sum séu með eigin framleiðslu en flest kaupi einnig rafmagn á heildsölumarkaði. Í heild séu ellefu aðilar á markaðnum. Sölufyrirtækin kaupi raforku í miklu magni í heildsölu og selji síðan í smásölu til heimila og fyrirtækja. Hækkun á raforkuverði í útboðum Vonarskarðs á heildsölumarkaði skili sér því til fyrirtækja og heimila í formi hærra raforkuverðs. „Þegar verðþróun á heildsölumarkaði er skoðuð þarf að hafa í huga að raforkukostnaður skiptist í þrennt, þ.e. kostnað við raforku, flutning og dreifingu og síðan opinber gjöld. Metið hefur verið að raforkukostnaðurinn sé um 30% af heildarkostnaði vegna raforkukaupa. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Þess ber að geta að einstaka notendahópar njóta niðurgreiðslna á kostnaði, s.s. vegna rafhitunar eða kostnaður jafnaður að einhverju leyti. Hækkun á verði raforku á heildsölumarkaði skilar sér því ekki í hlutfallslega jafn mikilli hækkun á verði raforku“ Tengd skjöl Greining_SI_Skortur_á_raforku_veldur_mikilli_hækkun_á_raforkuverði_06_12_2024PDF67KBSækja skjal
Orkumál Orkuskipti Neytendur Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira