Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 14:05 Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu VÍSIR/VILHELM Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska landsliðinu í handbolta sem og stórliði Magdeburgar, segir því fylgja mikil vonbrigði og svekkelsi að hafa meiðst illa í síðasta leik með þýska liðinu. Að öllum sé það ekki séns fyrir hann að ná heilsu fyrir komandi Heimsmeistaramót. Fyrr í dag staðfesti Magdeburg að Ómar yrði að öllum líkindum frá í þrjá mánuði sem Ómar segir í samtali við Vísi að sé raunin í versta falli. Í leik með Magdeburg um síðastliðna helgi lenti Ómar illa eftir að hafa stokkið upp í sókn. Hann sleit þrjú liðbönd í hægri ökkla auk þess að hafa hlotið beinmar. Í samtali við Vísi í hádeginu lét Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hafa það eftir sér að hann útilokaði ekki þátttöku Ómars á komandi heimsmeistaramóti í janúar á næsta ári þar sem að Ísland á fyrsta leik 16. janúar. Ómar fer þó ekki í felur með að það verður mjög erfitt fyrir hann að verða leikfær fyrir mótið. „Það lítur út fyrir að það verði mjög erfitt að ná því,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. „Ég á eftir að fá aðeins betri greiningu á málinu en líklega er það ekki möguleiki.“ „Það sem að mér hefur verið tjáð er að í versta tilfelli verð ég frá í þrjá mánuði. Það mun bara koma í ljós hvernig endurhæfingin gengur. En ég veit ekki hvernig þetta verður með HM. Líklegast er þetta ekki séns. Annars er ég ekki nógu vel að mér í þeim efnum.“ Það fylgi því gríðarlegt svekkelsi enda augun verið lengi á þessu stórmóti. „Gríðarlegt svekkelsi. Að geta ekki verið með. Mikil vonbrigði. Maður hefur verið með þetta lengi í hausnum, að reyna að vera í góðu standi fyrir HM í janúar. Þetta eru því gríðarleg vonbrigði.“ Og áhyggjurnar fóru að gera vart um sig um leið og Ómar varð fyrir meiðslunum inn á vellinum. „Þetta var það vont að ég viss að þetta myndi þýða fjarvera frá handboltavellinum. Vonaðist þó til þess að þetta væru kannski að hámarki þrjár til fjórar vikur. En það var fljótt sagt við mig að þetta yrði að öllum líkindum aðeins meira en það.“ 🇩🇪 #Bundesliga 🚑 Terrible blessure pour l'arrière droit international 🇮🇸 de Magdebourg 🇩🇪 qui est forfait pour le Mondial 😱 pic.twitter.com/Gvd3Z8dFYB— HandNews (@HandNewsfr) December 3, 2024 Slæmar fréttir að fá. Ekki bara fyrir Ómar, heldur einnig íslenska landsliðið sem og lið Magdeburgar sem reiða sig mikið á Selfyssinginn. Hann hefur hins vegar ekki áhyggjur af komandi stórmóti hjá landsliðinu þó svo að hann muni að öllum líkindum ekki vera með á HM. „Við erum með helvíti marga góða leikmenn. Ég hef ekki miklar áhyggjur. Þeir munu sjá um þetta og spila vel. Mér finnst liðið í fínu standi. Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Ég held að menn mæti vel fókuseraðir og klárir í slaginn. Hef engar áhyggjur af því.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Þýski handboltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Fyrr í dag staðfesti Magdeburg að Ómar yrði að öllum líkindum frá í þrjá mánuði sem Ómar segir í samtali við Vísi að sé raunin í versta falli. Í leik með Magdeburg um síðastliðna helgi lenti Ómar illa eftir að hafa stokkið upp í sókn. Hann sleit þrjú liðbönd í hægri ökkla auk þess að hafa hlotið beinmar. Í samtali við Vísi í hádeginu lét Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hafa það eftir sér að hann útilokaði ekki þátttöku Ómars á komandi heimsmeistaramóti í janúar á næsta ári þar sem að Ísland á fyrsta leik 16. janúar. Ómar fer þó ekki í felur með að það verður mjög erfitt fyrir hann að verða leikfær fyrir mótið. „Það lítur út fyrir að það verði mjög erfitt að ná því,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. „Ég á eftir að fá aðeins betri greiningu á málinu en líklega er það ekki möguleiki.“ „Það sem að mér hefur verið tjáð er að í versta tilfelli verð ég frá í þrjá mánuði. Það mun bara koma í ljós hvernig endurhæfingin gengur. En ég veit ekki hvernig þetta verður með HM. Líklegast er þetta ekki séns. Annars er ég ekki nógu vel að mér í þeim efnum.“ Það fylgi því gríðarlegt svekkelsi enda augun verið lengi á þessu stórmóti. „Gríðarlegt svekkelsi. Að geta ekki verið með. Mikil vonbrigði. Maður hefur verið með þetta lengi í hausnum, að reyna að vera í góðu standi fyrir HM í janúar. Þetta eru því gríðarleg vonbrigði.“ Og áhyggjurnar fóru að gera vart um sig um leið og Ómar varð fyrir meiðslunum inn á vellinum. „Þetta var það vont að ég viss að þetta myndi þýða fjarvera frá handboltavellinum. Vonaðist þó til þess að þetta væru kannski að hámarki þrjár til fjórar vikur. En það var fljótt sagt við mig að þetta yrði að öllum líkindum aðeins meira en það.“ 🇩🇪 #Bundesliga 🚑 Terrible blessure pour l'arrière droit international 🇮🇸 de Magdebourg 🇩🇪 qui est forfait pour le Mondial 😱 pic.twitter.com/Gvd3Z8dFYB— HandNews (@HandNewsfr) December 3, 2024 Slæmar fréttir að fá. Ekki bara fyrir Ómar, heldur einnig íslenska landsliðið sem og lið Magdeburgar sem reiða sig mikið á Selfyssinginn. Hann hefur hins vegar ekki áhyggjur af komandi stórmóti hjá landsliðinu þó svo að hann muni að öllum líkindum ekki vera með á HM. „Við erum með helvíti marga góða leikmenn. Ég hef ekki miklar áhyggjur. Þeir munu sjá um þetta og spila vel. Mér finnst liðið í fínu standi. Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Ég held að menn mæti vel fókuseraðir og klárir í slaginn. Hef engar áhyggjur af því.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Þýski handboltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira