Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2024 23:31 Redick kann ekki vel við það að tapa leikjum. Sean Gardner/Getty Images JJ Redick, þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, fer á dimman stað þegar lið hans tapar leikjum. Nánar tiltekið niður í kjallarann heima hjá sér að horfa á leikinn á nýjan leik. Hinn fertugi Redick tók við þjálfun Lakers í sumar en um er að ræða hans fyrsta þjálfunarstarf í NBA-deildinni. Eftir súran endi á síðustu leiktíð hefur Lakers hins vegar byrjað nokkuð vel á yfirstandandi leiktíð og á Redick sinn þátt í því. Þjálfarinn var hins vegar allt annað en sáttur eftir eins stigs tap Lakers gegn Orlando Magic á heimavelli í nótt. Anthony Davis gat komið heimaliðinu fjórum stigum yfir af vítalínunni en brenndi af báðum vítaskotum sínum. Lakers var því tveimur stigum yfir þegar Magic fóru í síðustu sókn leiksins. Endaði hún með því að Franz Wagner – sem var sjóðandi heitur í leiknum – setti niður þriggja stiga körfu og tryggði gestunum frækinn sigur. Eftir leik ræddi Redick við fjölmiðla. Þar sagðist hann fara á mjög dimman stað eftir tapleiki. Áður en orð hans voru mistúlkuð sagði hann að um kjallarann heima hjá sér væri að ræða. Þar sæti hann í myrkrinu og horfði á klippur úr leiknum sem lið hans var nýbúið að tapa. JJ Redick lives and breathes basketball 😅🏀 pic.twitter.com/kkIa0sQYzs— Bleacher Report (@BleacherReport) November 22, 2024 Að loknum 15 leikjum situr Lakers í 4. sæti Vesturdeildar með 10 sigra og 5 töp. Lærisveinar Redick eiga erfiða leiki framundan en liðið mætir Denver Nuggets á aðfaranótt mánudags og Phoenix Suns á aðfaranótt miðvikudags. Körfubolti NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Hinn fertugi Redick tók við þjálfun Lakers í sumar en um er að ræða hans fyrsta þjálfunarstarf í NBA-deildinni. Eftir súran endi á síðustu leiktíð hefur Lakers hins vegar byrjað nokkuð vel á yfirstandandi leiktíð og á Redick sinn þátt í því. Þjálfarinn var hins vegar allt annað en sáttur eftir eins stigs tap Lakers gegn Orlando Magic á heimavelli í nótt. Anthony Davis gat komið heimaliðinu fjórum stigum yfir af vítalínunni en brenndi af báðum vítaskotum sínum. Lakers var því tveimur stigum yfir þegar Magic fóru í síðustu sókn leiksins. Endaði hún með því að Franz Wagner – sem var sjóðandi heitur í leiknum – setti niður þriggja stiga körfu og tryggði gestunum frækinn sigur. Eftir leik ræddi Redick við fjölmiðla. Þar sagðist hann fara á mjög dimman stað eftir tapleiki. Áður en orð hans voru mistúlkuð sagði hann að um kjallarann heima hjá sér væri að ræða. Þar sæti hann í myrkrinu og horfði á klippur úr leiknum sem lið hans var nýbúið að tapa. JJ Redick lives and breathes basketball 😅🏀 pic.twitter.com/kkIa0sQYzs— Bleacher Report (@BleacherReport) November 22, 2024 Að loknum 15 leikjum situr Lakers í 4. sæti Vesturdeildar með 10 sigra og 5 töp. Lærisveinar Redick eiga erfiða leiki framundan en liðið mætir Denver Nuggets á aðfaranótt mánudags og Phoenix Suns á aðfaranótt miðvikudags.
Körfubolti NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira