Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Árni Sæberg skrifar 22. nóvember 2024 10:06 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Arion banki hefur tilkynnt um vaxtabreytingar í kjölfar lækkunar stýrivaxta. Verðtryggðir vextir hækka og bankinn færir rök fyrir máli sínu samhliða tilkynningunni. Í tilkynningu á vef Arion segir að mánudaginn 2. desember taki eftirfarandi breytingar á inn- og útlánavöxtum bankans gildi: Íbúðalán Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 10,14% Óverðtryggðir fastir íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 8,3% Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,40 prósentustig og verða 5,04% Verðtryggðir fastir íbúðalánavextir til 3 ára eru óbreyttir 4,74% Verðtryggðir fastir íbúðalánavextir til 5 ára eru óbreyttir 4,49% Kjörvextir Óverðtryggðir breytilegir kjörvextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 11,35% Verðtryggðir breytilegir kjörvextir hækka um 0,50 prósentustig og verða 6,7% Innlán Vextir veltureikninga lækka um allt að 0,50 prósentustig Vextir annarra óverðtryggðra sparireikninga lækka um allt að 0,55 prósentustig Verðtryggðir sparnaðarreikningar hækka um 0,30 prósentustig Taka mið af fjármögnunarkostnaði Þá segir að breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taki gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar. Það sama gildi um breytingar á vöxtum innlána sem falla undir lög um greiðsluþjónustu. Vaxtabreytingar útlána Arion banka taki mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, meðal annars útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgi að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafi aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar. Seðlabankinn viðheldur háu raunvaxtastigi Það kom mörgum spánskt fyrir sjónir þegar Íslandsbanki reið á vaðið og breytti vöxtum í kjölfar stýrivaxtalækkunar í fyrradag og hækkaði vexti á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna var meðal þeirra sem lýsti megnri óánægju sinni með ákvörðun bankans og sagði hann „stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans“. Tilkynningu Arion banka fylgir umtalsvert ítarlegri útskýring en með hefðbundnum tilkynningum um vaxtabreytingar. Þar segir að stýrivextir hafi áhrif á bæði verðtryggða vexti og óverðtryggða en með ólíkum hætti. Óverðtryggðir vextir fylgi breytingum á stýrivöxtum ágætlega. Nú hafi stýrivextir verið lækkaðir um 0,5 prósentustig, sem skapi svigrúm til lækkunar óverðtryggðra vaxta að teknu tilliti til annarra þátta sem nefndir eru hér að framan. Verðtryggðir vextir til styttri tíma endurspegli hins vegar muninn á stýrivöxtum og skammtímaverðbólgu og séu stundum kallaðir raunstýrivextir. Þessi munur sé í dag mikill og hafi farið vaxandi þar sem lækkun stýrivaxta hafi ekki fylgt lækkandi verðbólgu, enda telji Seðlabanki Íslands nauðsynlegt að viðhalda aðhaldi með háu raunvaxtastigi. Þetta sjáist til dæmis vel á skuldabréfamarkaði þar sem verðtryggðir vextir séu háir, sérstaklega vextir stuttra skuldabréfa sem séu nálægt stýrivöxtum í tíma. „Því hækka breytilegir verðtryggðir vextir nú en munu lækka þegar raunstýrivextir lækka.“ Arion banki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í tilkynningu á vef Arion segir að mánudaginn 2. desember taki eftirfarandi breytingar á inn- og útlánavöxtum bankans gildi: Íbúðalán Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 10,14% Óverðtryggðir fastir íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 8,3% Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,40 prósentustig og verða 5,04% Verðtryggðir fastir íbúðalánavextir til 3 ára eru óbreyttir 4,74% Verðtryggðir fastir íbúðalánavextir til 5 ára eru óbreyttir 4,49% Kjörvextir Óverðtryggðir breytilegir kjörvextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 11,35% Verðtryggðir breytilegir kjörvextir hækka um 0,50 prósentustig og verða 6,7% Innlán Vextir veltureikninga lækka um allt að 0,50 prósentustig Vextir annarra óverðtryggðra sparireikninga lækka um allt að 0,55 prósentustig Verðtryggðir sparnaðarreikningar hækka um 0,30 prósentustig Taka mið af fjármögnunarkostnaði Þá segir að breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taki gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar. Það sama gildi um breytingar á vöxtum innlána sem falla undir lög um greiðsluþjónustu. Vaxtabreytingar útlána Arion banka taki mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, meðal annars útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgi að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafi aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar. Seðlabankinn viðheldur háu raunvaxtastigi Það kom mörgum spánskt fyrir sjónir þegar Íslandsbanki reið á vaðið og breytti vöxtum í kjölfar stýrivaxtalækkunar í fyrradag og hækkaði vexti á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna var meðal þeirra sem lýsti megnri óánægju sinni með ákvörðun bankans og sagði hann „stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans“. Tilkynningu Arion banka fylgir umtalsvert ítarlegri útskýring en með hefðbundnum tilkynningum um vaxtabreytingar. Þar segir að stýrivextir hafi áhrif á bæði verðtryggða vexti og óverðtryggða en með ólíkum hætti. Óverðtryggðir vextir fylgi breytingum á stýrivöxtum ágætlega. Nú hafi stýrivextir verið lækkaðir um 0,5 prósentustig, sem skapi svigrúm til lækkunar óverðtryggðra vaxta að teknu tilliti til annarra þátta sem nefndir eru hér að framan. Verðtryggðir vextir til styttri tíma endurspegli hins vegar muninn á stýrivöxtum og skammtímaverðbólgu og séu stundum kallaðir raunstýrivextir. Þessi munur sé í dag mikill og hafi farið vaxandi þar sem lækkun stýrivaxta hafi ekki fylgt lækkandi verðbólgu, enda telji Seðlabanki Íslands nauðsynlegt að viðhalda aðhaldi með háu raunvaxtastigi. Þetta sjáist til dæmis vel á skuldabréfamarkaði þar sem verðtryggðir vextir séu háir, sérstaklega vextir stuttra skuldabréfa sem séu nálægt stýrivöxtum í tíma. „Því hækka breytilegir verðtryggðir vextir nú en munu lækka þegar raunstýrivextir lækka.“
Arion banki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira