Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2024 12:01 Lewis Hamilton kveður Mercedes eftir tímabilið. Þrjár keppnir eru eftir af því. getty/Kym Illman Breski ökuþórinn Lewis Hamilton vildi hætta hjá Mercedes eftir kappaksturinn í Brasilíu í byrjun mánaðarins. Hamilton endaði í 10. sæti í brasilíska kappakstrinum. Hann var verulega pirraður með gang mála og í talstöðinni þakkaði hann samstarfsmönnum sínum fyrir ef þetta reyndist vera síðasti kappakstur hans. Þegar sjöfaldi heimsmeistarinn var spurður út í þessi ummæli sagðist hann hafa íhugað að hætta hjá Mercedes eftir keppnina í Brasilíu. „Á þessu augnabliki leið mér þannig. Ég vildi eiginlega ekki snúa aftur eftir þessa helgi. Í hita augnabliksins vildi ég miklu frekar slappa af á ströndinni en að gera þetta,“ sagði Hamilton. „En ég er hér. Ég elska þetta starf og ætla að gefa allt sem ég á í síðustu keppnirnar og enda vel. Það var alltaf stefnan.“ Hamilton yfirgefur Mercedes eftir tímabilið og gengur í raðir Ferrari. Hann hefur ekið fyrir Mercedes í tólf ár. Hamilton snýr aftur á brautina um helgina þegar kappaksturinn í Las Vegas fer fram. Þar getur Max Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn fjórða árið í röð. Hamilton er í 7. sæti í keppni ökuþóra. Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hamilton endaði í 10. sæti í brasilíska kappakstrinum. Hann var verulega pirraður með gang mála og í talstöðinni þakkaði hann samstarfsmönnum sínum fyrir ef þetta reyndist vera síðasti kappakstur hans. Þegar sjöfaldi heimsmeistarinn var spurður út í þessi ummæli sagðist hann hafa íhugað að hætta hjá Mercedes eftir keppnina í Brasilíu. „Á þessu augnabliki leið mér þannig. Ég vildi eiginlega ekki snúa aftur eftir þessa helgi. Í hita augnabliksins vildi ég miklu frekar slappa af á ströndinni en að gera þetta,“ sagði Hamilton. „En ég er hér. Ég elska þetta starf og ætla að gefa allt sem ég á í síðustu keppnirnar og enda vel. Það var alltaf stefnan.“ Hamilton yfirgefur Mercedes eftir tímabilið og gengur í raðir Ferrari. Hann hefur ekið fyrir Mercedes í tólf ár. Hamilton snýr aftur á brautina um helgina þegar kappaksturinn í Las Vegas fer fram. Þar getur Max Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn fjórða árið í röð. Hamilton er í 7. sæti í keppni ökuþóra.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira