Allir spá lægri vöxtum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 12:49 Lilja Sólveig Kro hagfræðingur hjá Arion banka býst við því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti í fyrramálið. Aðsend Hagfræðingur hjá Arion greiningu telur líklegast að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka vexti um núll komma fimm prósent á morgun, þegar vaxtaákvörðun verður kynnt. Verðbólga sé farin að hjaðna og verðbólguhorfur fari batnandi. Á Innherja á Vísi er umfjöllun um næstu ákvörðun Peningastefnunefndar. Fréttamaður leitaði til greinenda á fjármálamarkaði, sjóðstjóra, hagfræðinga og stjórnenda lífeyrissjóða. Enginn vafi virtist leika á því að vaxtalækkunarferlið muni halda áfram – eina spurningin sé hversu stórt skref verði stigið. Lilja Sólveig Kro, hagfræðingur hjá Arion greiningu, er þar ekki undanskilin. „Það má segja að vaxtalækkunarferlið hafi hafist í október og greiningaraðilar eru sammála um að vextir verði lækkaðir á morgun, spurningin er hversu mikið þeir verða lækkaðir. Það eru fimm einstaklingar í þessari nefnd og þeir hafa sínar skoðanir og eru kannski ekkert endilega að horfa á sömu hlutina. Það er ekki gefið hvað þeir gera en við teljum líklegast að þeir lækki vexti um 50 á morgun,“ segir Lilja Sólveig. Það sem styðji slíka ákvörðun helst séu að háu vextirnir sem þjóðin hefur búið við séu farnir að hafa áhrif á hagkerfið. „Það er að hægja á og verðbólga er að minnka. Hún mælist núna 5,1% og við væntum þess að hún lækki niður í 4,5% í nóvember þannig að verðbólguhorfur eru að batna sem gefur Seðlabankanum tækifæri til að lækka nafnvexti en halda sama aðhaldi í gegnum raunvexti.“ Nokkrir óvissuþættir geti þó orðið þess valdandi að einhverjir nefndarmanna vilji taka varfærari skref. „Við gerum ráð fyrir því að vextir verði lækkaðir um 50 punkta en það gæti farið svo að nefndin ákveði að taka minni skref þar sem það eru blikur á lofti á vinnumarkaði og óvissa varðandi kosningar og nú sjáum við líka að þrátt fyrir að hagkerfið sé byrjað að hægja á sér þá eru að berast vísbendingar sem sýna að það er ennþá töluverður kraftur í hagkerfinu, til dæmis tölur um kortaveltu sem voru að berast fyrir helgi sem sýna sex prósent vöxt í kortaveltu Íslendinga svo það er alveg ástæða til að sýna meiri varkárni og taka minni skref en svo gæti líka nefndin metið það svo að verðbólguhorfur séu búnar að batna það mikið og verðbólga muni koma hraðar niður en þeir gerðu áður ráð fyrir.“ Seðlabankinn Arion banki Fjármálamarkaðir Efnahagsmál Tengdar fréttir „Allt galopið“ en mikill meirihluti telur að bankinn láti 50 punkta lækkun duga Horfur eru á að raunvaxtastigið fari ört hækkandi á komandi mánuðum, mun meira en peningastefnunefnd Seðlabankans hefur sagt nauðsynlegt til að ná niður verðbólgu í markmið, og því er nefndin undir þrýstingi um að ráðast í að lágmarki fimmtíu punkta vaxtalækkun að mati mikils meirihluta markaðsaðila. Á meðan sumir álíta að „skortur á kjarki“ muni aftra því að tekið verði enn stærra skref þótt svigrúm sé til þess, samkvæmt könnun Innherja, þá nefna aðrir að peningastefnunefndin vilji sýna varfærni og horfi meðal annars til meiri fjárlagahalla en upphaflega var ráðgert og óvissu á opinberum vinnumarkaði. 18. nóvember 2024 07:33 Raunstýrivextir eru að „dúndrast upp“ sem gæti opnað á 75 punkta lækkun Flestir hagvísar sýna að það er að hægjast verulega um í hagkerfinu og peningastefnunefnd Seðlabankans, sem birtir síðustu vaxtaákvörðun sína á árinu um miðja næstu viku, mun að líkindum horfa mjög til þess við mat á raunstýrivöxtum á komandi mánuðum. Að óbreyttu er útlit fyrir að raunstýrivextir séu að fara „dúndrast“ upp þegar kemur inn á nýtt ár, að sögn skuldabréfamiðlara, sem telur ekki ólíklegt að nefndin muni því núna ráðast í 75 punkta vaxtalækkun. 12. nóvember 2024 11:43 Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
Á Innherja á Vísi er umfjöllun um næstu ákvörðun Peningastefnunefndar. Fréttamaður leitaði til greinenda á fjármálamarkaði, sjóðstjóra, hagfræðinga og stjórnenda lífeyrissjóða. Enginn vafi virtist leika á því að vaxtalækkunarferlið muni halda áfram – eina spurningin sé hversu stórt skref verði stigið. Lilja Sólveig Kro, hagfræðingur hjá Arion greiningu, er þar ekki undanskilin. „Það má segja að vaxtalækkunarferlið hafi hafist í október og greiningaraðilar eru sammála um að vextir verði lækkaðir á morgun, spurningin er hversu mikið þeir verða lækkaðir. Það eru fimm einstaklingar í þessari nefnd og þeir hafa sínar skoðanir og eru kannski ekkert endilega að horfa á sömu hlutina. Það er ekki gefið hvað þeir gera en við teljum líklegast að þeir lækki vexti um 50 á morgun,“ segir Lilja Sólveig. Það sem styðji slíka ákvörðun helst séu að háu vextirnir sem þjóðin hefur búið við séu farnir að hafa áhrif á hagkerfið. „Það er að hægja á og verðbólga er að minnka. Hún mælist núna 5,1% og við væntum þess að hún lækki niður í 4,5% í nóvember þannig að verðbólguhorfur eru að batna sem gefur Seðlabankanum tækifæri til að lækka nafnvexti en halda sama aðhaldi í gegnum raunvexti.“ Nokkrir óvissuþættir geti þó orðið þess valdandi að einhverjir nefndarmanna vilji taka varfærari skref. „Við gerum ráð fyrir því að vextir verði lækkaðir um 50 punkta en það gæti farið svo að nefndin ákveði að taka minni skref þar sem það eru blikur á lofti á vinnumarkaði og óvissa varðandi kosningar og nú sjáum við líka að þrátt fyrir að hagkerfið sé byrjað að hægja á sér þá eru að berast vísbendingar sem sýna að það er ennþá töluverður kraftur í hagkerfinu, til dæmis tölur um kortaveltu sem voru að berast fyrir helgi sem sýna sex prósent vöxt í kortaveltu Íslendinga svo það er alveg ástæða til að sýna meiri varkárni og taka minni skref en svo gæti líka nefndin metið það svo að verðbólguhorfur séu búnar að batna það mikið og verðbólga muni koma hraðar niður en þeir gerðu áður ráð fyrir.“
Seðlabankinn Arion banki Fjármálamarkaðir Efnahagsmál Tengdar fréttir „Allt galopið“ en mikill meirihluti telur að bankinn láti 50 punkta lækkun duga Horfur eru á að raunvaxtastigið fari ört hækkandi á komandi mánuðum, mun meira en peningastefnunefnd Seðlabankans hefur sagt nauðsynlegt til að ná niður verðbólgu í markmið, og því er nefndin undir þrýstingi um að ráðast í að lágmarki fimmtíu punkta vaxtalækkun að mati mikils meirihluta markaðsaðila. Á meðan sumir álíta að „skortur á kjarki“ muni aftra því að tekið verði enn stærra skref þótt svigrúm sé til þess, samkvæmt könnun Innherja, þá nefna aðrir að peningastefnunefndin vilji sýna varfærni og horfi meðal annars til meiri fjárlagahalla en upphaflega var ráðgert og óvissu á opinberum vinnumarkaði. 18. nóvember 2024 07:33 Raunstýrivextir eru að „dúndrast upp“ sem gæti opnað á 75 punkta lækkun Flestir hagvísar sýna að það er að hægjast verulega um í hagkerfinu og peningastefnunefnd Seðlabankans, sem birtir síðustu vaxtaákvörðun sína á árinu um miðja næstu viku, mun að líkindum horfa mjög til þess við mat á raunstýrivöxtum á komandi mánuðum. Að óbreyttu er útlit fyrir að raunstýrivextir séu að fara „dúndrast“ upp þegar kemur inn á nýtt ár, að sögn skuldabréfamiðlara, sem telur ekki ólíklegt að nefndin muni því núna ráðast í 75 punkta vaxtalækkun. 12. nóvember 2024 11:43 Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
„Allt galopið“ en mikill meirihluti telur að bankinn láti 50 punkta lækkun duga Horfur eru á að raunvaxtastigið fari ört hækkandi á komandi mánuðum, mun meira en peningastefnunefnd Seðlabankans hefur sagt nauðsynlegt til að ná niður verðbólgu í markmið, og því er nefndin undir þrýstingi um að ráðast í að lágmarki fimmtíu punkta vaxtalækkun að mati mikils meirihluta markaðsaðila. Á meðan sumir álíta að „skortur á kjarki“ muni aftra því að tekið verði enn stærra skref þótt svigrúm sé til þess, samkvæmt könnun Innherja, þá nefna aðrir að peningastefnunefndin vilji sýna varfærni og horfi meðal annars til meiri fjárlagahalla en upphaflega var ráðgert og óvissu á opinberum vinnumarkaði. 18. nóvember 2024 07:33
Raunstýrivextir eru að „dúndrast upp“ sem gæti opnað á 75 punkta lækkun Flestir hagvísar sýna að það er að hægjast verulega um í hagkerfinu og peningastefnunefnd Seðlabankans, sem birtir síðustu vaxtaákvörðun sína á árinu um miðja næstu viku, mun að líkindum horfa mjög til þess við mat á raunstýrivöxtum á komandi mánuðum. Að óbreyttu er útlit fyrir að raunstýrivextir séu að fara „dúndrast“ upp þegar kemur inn á nýtt ár, að sögn skuldabréfamiðlara, sem telur ekki ólíklegt að nefndin muni því núna ráðast í 75 punkta vaxtalækkun. 12. nóvember 2024 11:43