Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2024 09:15 Vilhjálmur Birgisson segir um tvö hundruð fjölskyldur byggja lífsviðurværi sitt á hvalveiðum allt að fjóra mánuði ársins. Um tuttugu manns vinni við hvalveiðar allan ársins hring. Vísir/Vilhelm Verkalýðsleiðtogi af Akranesi segir ekkert fréttnæmt í leynilegum upptökum af syni Jóns Gunnarssonar þar sem hann ræddi um baktjaldamakk um hvalveiðar. Þá segist hann eiga erfitt með að sjá að Alþingi gæti bannað hvalveiðar þótt meirihluti væri fyrir því þar. Sonur Jóns Gunnarsson, sérstaks fulltrúa Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, heyrist lýsa því að faðir sinn hafi tekið stöðuna í ráðuneytinu til þess að afgreiða leyfi til hvalveiða í leynilegum upptökum sem Heimildin birti fyrst á mánudaginn. Svo virðist sem að ísraelskt njósnafyrirtæki hafi staðið að upptökunum og beitt til þess tálbeitu sem þóttist vera fjárfestir. Ekki liggur fyrir hver réð fyrirtækið til verksins en Heimildin sagði það ónefnd alþjóðleg samtök sem eru andsnúin hvalveiðum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, sagði það rosalegt að erlendir „öfgahópar“ hefðu reynt að hafa áhrif á hvalveiðar á Íslandi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Honum þætti þó ekkert fréttnæmt í upptökunum. „Í mínum huga er þetta bara engin frétt vegna þess að það væri frétt í raun og veru ef matvælaráðuneytið myndi ekki gefa út leyfi,“ sagði Vilhjálmur sem lagði mikla áherslu á að stjórnvöldum bæri skylda til þess að afgreiða þær fjórar umsóknir sem lægju fyrir um hvalveiðar á næsta ári. Alþingi geti ekki bannað hvalveiðar Fullyrti Vilhjálmur að búið væri að snúa umræðu um hvalveiðar á hvolf þar sem rætt væri um hvort að starfsstjórn hefði heimild til þess að gefa út leyfi til veiðanna. Matvælaráðuneytinu bæri að afgreiða umsóknir samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þetta hefur ekkert með ríkisstjórn eða starfsstjórn á hverjum tíma að gera. Þetta eru bara lögin í landinu sem kveða á um hvenær á að gefa út leyfi,“ sagði verkalýðsforkólfurinn sem sagðist ekki trúa öðru en að matvælaráðherra gæfi út nýtt leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára á allra næstu dögum. Gaf Vilhjálmur lítið fyrir að Alþingi gæti breytt lögum til þess að banna hvalveiðar í ljósi þess að meirihluti væri andsnúinn þeim í sumum skoðanakönnunum í gegnum tíðina. Vísaði hann til atvinnufrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar sem mætti aðeins skerða ef almannahagsmunir krefðust þess. „Ég sé ekkert sem krefst þess varðandi almannahagsmuni að það þurfi eitthvað að skerða þennan rétt, nema síður sé,“ sagði Vilhjálmur. Hvalveiðar Akranes Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Sonur Jóns Gunnarsson, sérstaks fulltrúa Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, heyrist lýsa því að faðir sinn hafi tekið stöðuna í ráðuneytinu til þess að afgreiða leyfi til hvalveiða í leynilegum upptökum sem Heimildin birti fyrst á mánudaginn. Svo virðist sem að ísraelskt njósnafyrirtæki hafi staðið að upptökunum og beitt til þess tálbeitu sem þóttist vera fjárfestir. Ekki liggur fyrir hver réð fyrirtækið til verksins en Heimildin sagði það ónefnd alþjóðleg samtök sem eru andsnúin hvalveiðum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, sagði það rosalegt að erlendir „öfgahópar“ hefðu reynt að hafa áhrif á hvalveiðar á Íslandi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Honum þætti þó ekkert fréttnæmt í upptökunum. „Í mínum huga er þetta bara engin frétt vegna þess að það væri frétt í raun og veru ef matvælaráðuneytið myndi ekki gefa út leyfi,“ sagði Vilhjálmur sem lagði mikla áherslu á að stjórnvöldum bæri skylda til þess að afgreiða þær fjórar umsóknir sem lægju fyrir um hvalveiðar á næsta ári. Alþingi geti ekki bannað hvalveiðar Fullyrti Vilhjálmur að búið væri að snúa umræðu um hvalveiðar á hvolf þar sem rætt væri um hvort að starfsstjórn hefði heimild til þess að gefa út leyfi til veiðanna. Matvælaráðuneytinu bæri að afgreiða umsóknir samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þetta hefur ekkert með ríkisstjórn eða starfsstjórn á hverjum tíma að gera. Þetta eru bara lögin í landinu sem kveða á um hvenær á að gefa út leyfi,“ sagði verkalýðsforkólfurinn sem sagðist ekki trúa öðru en að matvælaráðherra gæfi út nýtt leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára á allra næstu dögum. Gaf Vilhjálmur lítið fyrir að Alþingi gæti breytt lögum til þess að banna hvalveiðar í ljósi þess að meirihluti væri andsnúinn þeim í sumum skoðanakönnunum í gegnum tíðina. Vísaði hann til atvinnufrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar sem mætti aðeins skerða ef almannahagsmunir krefðust þess. „Ég sé ekkert sem krefst þess varðandi almannahagsmuni að það þurfi eitthvað að skerða þennan rétt, nema síður sé,“ sagði Vilhjálmur.
Hvalveiðar Akranes Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira