Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2024 22:01 Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði alls 21 stig í sigurleiknum á Rúmenum. Vísir/Jón Gautur Thelma Dís Ágústsdóttir jafnaði tuttugu ára gamalt met Birnu Valgarðsdóttur í sigrinum á Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfubolta. Thelma Dís skoraði sex þriggja stiga körfur í 77-73 sigri íslensku stelpnanna í Ólafssalnum. Thelma varð þar með fyrsta íslenska konan frá því í júlí 2004 sem nær að skora sex þriggja stiga körfur í einum landsleik. Thelma deilir þar með metinu með Birnu. Móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, átti sjálf þriggja stiga metið í 35 ár eða frá 1989 til 2004. Björg varð fyrsta íslenska konan til að skora þrjá þrista, fjóra þrista og fimm þrista í einum landsleik. Björg skoraði mest fimm þrista í einum landsleik en því náði hún tvisvar sinnum og jafnaði þar með eigið met einu sinni. Hún hafði áður bætt sitt eigið met um tvo þrista. Margrét Sturlaugsdóttir varð aftur á móti fyrsta íslenska konan til að skora meira en einn þrist í landsleik. Það gerði hún í leik á móti Mónakó í maí 1989. Fyrstu þriggja stiga körfu landsliðsins skoraði aftur á móti Björg sjálf í leik á móti Danmörku í apríl 1986. Thelma Dís Ágústsdóttir og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir.vísir/óskarój Flestar þriggja stiga körfur í A-landsleik kvenna: 6 - Thelma Dís Ágústsdóttir á móti Rúmeníu 2024 6 - Birna Valgarðsdóttir á móti Andorra 2004 5 - Birna Valgarðsdóttir á móti Englandi 2004 5 - Birna Valgerður Benónýsdóttir á móti Svíþjóð 2023 5 - Björg Hafsteinsdóttir á móti Andorra 1991 5 - Björg Hafsteinsdóttir á móti Lúxemborg 1993 5 - Helena Sverrisdóttir á móti Hollandi 2008 5 - Helena Sverrisdóttir á móti Ungverjalandi 2016 5 - Helena Sverrisdóttir á móti Svartfjallalandi 2019 - Þróun metsins 2 - Margrét Sturlaugsdóttir 1989 3 - Björg Hafsteinsdóttir 1989-1991 5 - Björg Hafsteinsdóttir 1991-2004 6 - Birna Valgarðsdóttir 2004-2024 6 - Thelma Dís Ágústsdóttir og Birna Valgarðsdóttir 2024- Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Thelma Dís skoraði sex þriggja stiga körfur í 77-73 sigri íslensku stelpnanna í Ólafssalnum. Thelma varð þar með fyrsta íslenska konan frá því í júlí 2004 sem nær að skora sex þriggja stiga körfur í einum landsleik. Thelma deilir þar með metinu með Birnu. Móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, átti sjálf þriggja stiga metið í 35 ár eða frá 1989 til 2004. Björg varð fyrsta íslenska konan til að skora þrjá þrista, fjóra þrista og fimm þrista í einum landsleik. Björg skoraði mest fimm þrista í einum landsleik en því náði hún tvisvar sinnum og jafnaði þar með eigið met einu sinni. Hún hafði áður bætt sitt eigið met um tvo þrista. Margrét Sturlaugsdóttir varð aftur á móti fyrsta íslenska konan til að skora meira en einn þrist í landsleik. Það gerði hún í leik á móti Mónakó í maí 1989. Fyrstu þriggja stiga körfu landsliðsins skoraði aftur á móti Björg sjálf í leik á móti Danmörku í apríl 1986. Thelma Dís Ágústsdóttir og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir.vísir/óskarój Flestar þriggja stiga körfur í A-landsleik kvenna: 6 - Thelma Dís Ágústsdóttir á móti Rúmeníu 2024 6 - Birna Valgarðsdóttir á móti Andorra 2004 5 - Birna Valgarðsdóttir á móti Englandi 2004 5 - Birna Valgerður Benónýsdóttir á móti Svíþjóð 2023 5 - Björg Hafsteinsdóttir á móti Andorra 1991 5 - Björg Hafsteinsdóttir á móti Lúxemborg 1993 5 - Helena Sverrisdóttir á móti Hollandi 2008 5 - Helena Sverrisdóttir á móti Ungverjalandi 2016 5 - Helena Sverrisdóttir á móti Svartfjallalandi 2019 - Þróun metsins 2 - Margrét Sturlaugsdóttir 1989 3 - Björg Hafsteinsdóttir 1989-1991 5 - Björg Hafsteinsdóttir 1991-2004 6 - Birna Valgarðsdóttir 2004-2024 6 - Thelma Dís Ágústsdóttir og Birna Valgarðsdóttir 2024-
Flestar þriggja stiga körfur í A-landsleik kvenna: 6 - Thelma Dís Ágústsdóttir á móti Rúmeníu 2024 6 - Birna Valgarðsdóttir á móti Andorra 2004 5 - Birna Valgarðsdóttir á móti Englandi 2004 5 - Birna Valgerður Benónýsdóttir á móti Svíþjóð 2023 5 - Björg Hafsteinsdóttir á móti Andorra 1991 5 - Björg Hafsteinsdóttir á móti Lúxemborg 1993 5 - Helena Sverrisdóttir á móti Hollandi 2008 5 - Helena Sverrisdóttir á móti Ungverjalandi 2016 5 - Helena Sverrisdóttir á móti Svartfjallalandi 2019 - Þróun metsins 2 - Margrét Sturlaugsdóttir 1989 3 - Björg Hafsteinsdóttir 1989-1991 5 - Björg Hafsteinsdóttir 1991-2004 6 - Birna Valgarðsdóttir 2004-2024 6 - Thelma Dís Ágústsdóttir og Birna Valgarðsdóttir 2024-
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira