Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 12:00 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í fjárlaganefnd segir óábyrgt af formanni nefndarinnar að lýsa yfir því að honum þyki það ólíklegt að frumvarp um kílómetragjald nái í gegn fyrir kosningar. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið. Í gær sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, að upptaka kílómetragjalds í stað olíu- og bensíngjalda myndi ólíklega hefjast um áramótin líkt og skipulagt var. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ sagði Njáll Trausti. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, Jódís Skúladóttir, segir formanninn hins vegar bara tala fyrir sig og sitt pólitíska bakland. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið á vettvangi Alþingis. „Ég sem sit í fjárlaganefnd skil hreinlega ekki hvernig Íhaldið getur talað fyrir því að halla ríkissjóðs þurfi að minnka en ætlar svo ekki að standa við þær tekjuöflunartillögur sem það sjálft lagði fram. Þetta er ein þeirra og um 7,5 milljarðar undir,“ segir Jódís í færslu á Facebook. Fleiri áður boðaðar tillögur eigi einnig eftir að afgreiða, svo sem hækkun veiðigjalda á uppsjávarstofna og hækkun á fiskeldisgjaldi. „Það er óábyrgt að afgreiða ríkisfjármálin með pólitískri hundaflautu inn í sitt bakland með þessum hætti. Kjölfestan og ráðdeildin í hagstjórninni hvað?“ segir Jódís. Gjaldið hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum hagsmunaaðilum og félagasamtökum, svo sem bílaleigunum, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og ASÍ. Þau segja meðal annars að gjaldið komi sér illa fyrir lágtekjufólk. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser. Neytendur Skattar og tollar Bensín og olía Bílar Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Í gær sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, að upptaka kílómetragjalds í stað olíu- og bensíngjalda myndi ólíklega hefjast um áramótin líkt og skipulagt var. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ sagði Njáll Trausti. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, Jódís Skúladóttir, segir formanninn hins vegar bara tala fyrir sig og sitt pólitíska bakland. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið á vettvangi Alþingis. „Ég sem sit í fjárlaganefnd skil hreinlega ekki hvernig Íhaldið getur talað fyrir því að halla ríkissjóðs þurfi að minnka en ætlar svo ekki að standa við þær tekjuöflunartillögur sem það sjálft lagði fram. Þetta er ein þeirra og um 7,5 milljarðar undir,“ segir Jódís í færslu á Facebook. Fleiri áður boðaðar tillögur eigi einnig eftir að afgreiða, svo sem hækkun veiðigjalda á uppsjávarstofna og hækkun á fiskeldisgjaldi. „Það er óábyrgt að afgreiða ríkisfjármálin með pólitískri hundaflautu inn í sitt bakland með þessum hætti. Kjölfestan og ráðdeildin í hagstjórninni hvað?“ segir Jódís. Gjaldið hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum hagsmunaaðilum og félagasamtökum, svo sem bílaleigunum, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og ASÍ. Þau segja meðal annars að gjaldið komi sér illa fyrir lágtekjufólk. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser.
Neytendur Skattar og tollar Bensín og olía Bílar Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira