Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 12:00 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í fjárlaganefnd segir óábyrgt af formanni nefndarinnar að lýsa yfir því að honum þyki það ólíklegt að frumvarp um kílómetragjald nái í gegn fyrir kosningar. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið. Í gær sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, að upptaka kílómetragjalds í stað olíu- og bensíngjalda myndi ólíklega hefjast um áramótin líkt og skipulagt var. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ sagði Njáll Trausti. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, Jódís Skúladóttir, segir formanninn hins vegar bara tala fyrir sig og sitt pólitíska bakland. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið á vettvangi Alþingis. „Ég sem sit í fjárlaganefnd skil hreinlega ekki hvernig Íhaldið getur talað fyrir því að halla ríkissjóðs þurfi að minnka en ætlar svo ekki að standa við þær tekjuöflunartillögur sem það sjálft lagði fram. Þetta er ein þeirra og um 7,5 milljarðar undir,“ segir Jódís í færslu á Facebook. Fleiri áður boðaðar tillögur eigi einnig eftir að afgreiða, svo sem hækkun veiðigjalda á uppsjávarstofna og hækkun á fiskeldisgjaldi. „Það er óábyrgt að afgreiða ríkisfjármálin með pólitískri hundaflautu inn í sitt bakland með þessum hætti. Kjölfestan og ráðdeildin í hagstjórninni hvað?“ segir Jódís. Gjaldið hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum hagsmunaaðilum og félagasamtökum, svo sem bílaleigunum, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og ASÍ. Þau segja meðal annars að gjaldið komi sér illa fyrir lágtekjufólk. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser. Neytendur Skattar og tollar Bensín og olía Bílar Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Í gær sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, að upptaka kílómetragjalds í stað olíu- og bensíngjalda myndi ólíklega hefjast um áramótin líkt og skipulagt var. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ sagði Njáll Trausti. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, Jódís Skúladóttir, segir formanninn hins vegar bara tala fyrir sig og sitt pólitíska bakland. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið á vettvangi Alþingis. „Ég sem sit í fjárlaganefnd skil hreinlega ekki hvernig Íhaldið getur talað fyrir því að halla ríkissjóðs þurfi að minnka en ætlar svo ekki að standa við þær tekjuöflunartillögur sem það sjálft lagði fram. Þetta er ein þeirra og um 7,5 milljarðar undir,“ segir Jódís í færslu á Facebook. Fleiri áður boðaðar tillögur eigi einnig eftir að afgreiða, svo sem hækkun veiðigjalda á uppsjávarstofna og hækkun á fiskeldisgjaldi. „Það er óábyrgt að afgreiða ríkisfjármálin með pólitískri hundaflautu inn í sitt bakland með þessum hætti. Kjölfestan og ráðdeildin í hagstjórninni hvað?“ segir Jódís. Gjaldið hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum hagsmunaaðilum og félagasamtökum, svo sem bílaleigunum, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og ASÍ. Þau segja meðal annars að gjaldið komi sér illa fyrir lágtekjufólk. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser.
Neytendur Skattar og tollar Bensín og olía Bílar Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira