Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 11:59 DeAndre Kane á það til að koma sér í klandur en hann sleppur við bann vegna þessa máls. vísir / anton brink Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. DeAndre Kane truflaði upphitun Hattar í hálfleik á leik liðanna í Smáranum í síðasta mánuði en Kane fór þar upp að Courvoisier McCauley, leikmani Hattar. Leikmenn liðanna voru mættir aftur út á völl til að hita upp fyrir seinni hálfleik og í framhaldinu urðu mikil læti eins og sjá má hér fyrir neðan. Ljóst er að Kane og McCauley höfðu skipst á orðum í aðdragandanum. Dómarar leiksins urðu ekki vitni að atvikinu og bæði Kane og McCauley fengu að klára leikinn. Það tók síðan aganefnd KKÍ allan þennan tíma að komast að niðurstöðu í málinu en hún kemur nú 23 dögum síðar. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er dæmd til að greiða 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi leikmanns Grindavíkur, DeAndre Kane, í leik Grindavíkur og Hattar í Bónusdeild karla þann 17. október 2024. Í málavaxtalýsingu greinir frá því að hinn tiltekni leikmaður félagsins hafi gert sér far um að trufla upphitun andstæðinga í þeim eina tilgangi að ögra þeim. Því til stuðnings er vísað til myndbandsupptöku hvers slóð er hlekkjuð við kæruna. Að mati framkvæmdastjóra kæranda er hegðun leikmannsins körfuknattleiksíþróttinni ekki til framdráttar heldur þvert á móti skaði hún ímynd hennar á Íslandi. „Mat nefndarinnar er að háttsemi kærða í þessu máli sé ekki jafn líklega til þess fallin að valda skaða á ímynd körfuknattleiks á Íslandi eins og mál þar sem einstaklingar vega af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum,“segir í niðurstöðu dómsins og áfram stendur þar: „Að því sögðu þá var háttsemi kærða, sem sést greinilega á upptöku, augljós vanvirðing við andstæðinginn sem leikmaðurinn viðhafði að óþörfu. Á þeim grundvelli er sekt kærða hæfilega ákvörðuð 35.000 kr. með vísan til fyrri framkvæmdar.“ Lesa má allan dóminn hér. Bónus-deild karla Grindavík KKÍ Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Sjá meira
DeAndre Kane truflaði upphitun Hattar í hálfleik á leik liðanna í Smáranum í síðasta mánuði en Kane fór þar upp að Courvoisier McCauley, leikmani Hattar. Leikmenn liðanna voru mættir aftur út á völl til að hita upp fyrir seinni hálfleik og í framhaldinu urðu mikil læti eins og sjá má hér fyrir neðan. Ljóst er að Kane og McCauley höfðu skipst á orðum í aðdragandanum. Dómarar leiksins urðu ekki vitni að atvikinu og bæði Kane og McCauley fengu að klára leikinn. Það tók síðan aganefnd KKÍ allan þennan tíma að komast að niðurstöðu í málinu en hún kemur nú 23 dögum síðar. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er dæmd til að greiða 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi leikmanns Grindavíkur, DeAndre Kane, í leik Grindavíkur og Hattar í Bónusdeild karla þann 17. október 2024. Í málavaxtalýsingu greinir frá því að hinn tiltekni leikmaður félagsins hafi gert sér far um að trufla upphitun andstæðinga í þeim eina tilgangi að ögra þeim. Því til stuðnings er vísað til myndbandsupptöku hvers slóð er hlekkjuð við kæruna. Að mati framkvæmdastjóra kæranda er hegðun leikmannsins körfuknattleiksíþróttinni ekki til framdráttar heldur þvert á móti skaði hún ímynd hennar á Íslandi. „Mat nefndarinnar er að háttsemi kærða í þessu máli sé ekki jafn líklega til þess fallin að valda skaða á ímynd körfuknattleiks á Íslandi eins og mál þar sem einstaklingar vega af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum,“segir í niðurstöðu dómsins og áfram stendur þar: „Að því sögðu þá var háttsemi kærða, sem sést greinilega á upptöku, augljós vanvirðing við andstæðinginn sem leikmaðurinn viðhafði að óþörfu. Á þeim grundvelli er sekt kærða hæfilega ákvörðuð 35.000 kr. með vísan til fyrri framkvæmdar.“ Lesa má allan dóminn hér.
Bónus-deild karla Grindavík KKÍ Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Sjá meira