Má búast við hasar í hörkuverkefni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. nóvember 2024 15:32 Valskonur eiga hörkuverkefni fyrir höndum gegn sterku liði Kristianstad. vísir / hulda margrét Valur mætir sterku Íslendingaliði Kristianstad í EHF-bikar kvenna í handbolta að Hlíðarenda klukkan 16:30 á morgun. Þjálfari Vals vill viðhalda góðu gengi gegn sterkum andstæðingi. „Við erum búin að skoða Kristianstad vel. Þær hafa verið að spila á stórum köflum gríðarlega vel í sænsku deildinni. Þær eru með þétt og gott lið. Þannig að við þurfum að leika vel til að ná í hagstæð og góð úrslit,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, í samtali við íþróttadeild. Með liði Kristianstad leika þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berta Rut Harðardóttir. Það gerir verkefnið þeim mun áhugaverðara og ávallt skemmtilegt þegar Íslendingalið koma hingað heim í Evrópuverkefni. „Jóhanna hefur verið í lykilhlutverki og verið að standa sig gríðarlega vel þarna úti. Berta hefur verið kannski í minna hlutverki en ég vonast til að sjá hana á vellinum á morgun. Hún er, eins og við munum úr deildinni hér, góður og mjög svo klókur leikmaður sem verður gaman að sjá í deildinni á morgun,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, býst við hörkuleik.Vísir/Anton Brink Valskonur koma fullar sjálfstrausts inn í verkefnið enda unnið alla átta leiki sína í deildinni til þessa eftir mikla sigurgöngu á síðasta tímabili. Ljóst er að verkefnið er ærið og má búast við hasar þar sem bæði lið vilja keyra upp hraðann. „Okkur hefur gengið vel og stelpurnar hafa spilað vel, bæði núna í haust og í fyrra. Við fáum aðeins öðruvísi mótherja. Þær eru líkamlega sterkar og spila sterka 6-0 vörn, þar sem Jóhanna er einmitt í miðju varnarinnar. Við þurfum að spila vel agaðan og góðan sóknarleik. Svo þurfum við að skila okkur vel til baka því þær keyra mjög hátt tempo í hraðaupphlaupunum,“ segir Ágúst. Valur vann þá öruggan sigur á Zalgiris Kaunas frá Litáen í síðustu umferð en ljóst er að Kristianstad er allt annað skrímsli en þær litáísku. „Við hefðum alveg getað verið heppnari með drátt núna. En að sama skapi er ferðalagið þægilegt í útileikinn, sem er kosturinn. Sænska deildin er sterk og hærra skrifuð en sú íslenska. Það reynir svolítið á okkur og verður gaman að sjá,“ segir Ágúst. Nóg verður um að vera á Hlíðarenda fyrir leik og treystir Ágúst á góðan stuðning. Ég er sannfærður að með góðum stuðningi áhorfenda, það er góð dagskrá í Valsheimilinu fyrir bæði krakka og fullorðna, með góðum stuðningi er ég sannfærður um að við getum komið á óvart og náð í góð úrslit á morgun,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Kristianstad er klukkan 16:30 að Hlíðarenda á morgun. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Sjá meira
„Við erum búin að skoða Kristianstad vel. Þær hafa verið að spila á stórum köflum gríðarlega vel í sænsku deildinni. Þær eru með þétt og gott lið. Þannig að við þurfum að leika vel til að ná í hagstæð og góð úrslit,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, í samtali við íþróttadeild. Með liði Kristianstad leika þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berta Rut Harðardóttir. Það gerir verkefnið þeim mun áhugaverðara og ávallt skemmtilegt þegar Íslendingalið koma hingað heim í Evrópuverkefni. „Jóhanna hefur verið í lykilhlutverki og verið að standa sig gríðarlega vel þarna úti. Berta hefur verið kannski í minna hlutverki en ég vonast til að sjá hana á vellinum á morgun. Hún er, eins og við munum úr deildinni hér, góður og mjög svo klókur leikmaður sem verður gaman að sjá í deildinni á morgun,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, býst við hörkuleik.Vísir/Anton Brink Valskonur koma fullar sjálfstrausts inn í verkefnið enda unnið alla átta leiki sína í deildinni til þessa eftir mikla sigurgöngu á síðasta tímabili. Ljóst er að verkefnið er ærið og má búast við hasar þar sem bæði lið vilja keyra upp hraðann. „Okkur hefur gengið vel og stelpurnar hafa spilað vel, bæði núna í haust og í fyrra. Við fáum aðeins öðruvísi mótherja. Þær eru líkamlega sterkar og spila sterka 6-0 vörn, þar sem Jóhanna er einmitt í miðju varnarinnar. Við þurfum að spila vel agaðan og góðan sóknarleik. Svo þurfum við að skila okkur vel til baka því þær keyra mjög hátt tempo í hraðaupphlaupunum,“ segir Ágúst. Valur vann þá öruggan sigur á Zalgiris Kaunas frá Litáen í síðustu umferð en ljóst er að Kristianstad er allt annað skrímsli en þær litáísku. „Við hefðum alveg getað verið heppnari með drátt núna. En að sama skapi er ferðalagið þægilegt í útileikinn, sem er kosturinn. Sænska deildin er sterk og hærra skrifuð en sú íslenska. Það reynir svolítið á okkur og verður gaman að sjá,“ segir Ágúst. Nóg verður um að vera á Hlíðarenda fyrir leik og treystir Ágúst á góðan stuðning. Ég er sannfærður að með góðum stuðningi áhorfenda, það er góð dagskrá í Valsheimilinu fyrir bæði krakka og fullorðna, með góðum stuðningi er ég sannfærður um að við getum komið á óvart og náð í góð úrslit á morgun,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Kristianstad er klukkan 16:30 að Hlíðarenda á morgun.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Sjá meira